Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 6
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
F ram kom að móð-irin, sem er ein-stæð og öryrki,
hefur 60.000 krónur til
ráðstöfunar á mánuði og
að sú upphæð sé langt
frá því að duga henni og
tveimur sonum hennar
til framfærslu. Auk þess
kom fram að hún hefur
ekki efni á nýjum skóm
eða fötum fyrir drengina
sína, né á að greiða félags-
gjöld íþróttafélagsins, en
drengirnir eru báðir mjög
virkir í íþróttafélaginu og
sá yngri talinn mjög efni-
legur. Á heimili fjölskyld-
unnar er ekki rúm fyrr
neinn munað, en eitt af
því sem drengina dreymir
um, er að hafa líkt og
flestir félagarnir, Stöð 2
sport, meðal annars til að
fylgjast með HM í sumar.
„Ég er með um 60.000 í
ráðstöfunartekjur á mán-
uði. Það þarf verulega
mikið að hugsa um for-
gangsröðun. Auðvitað vill
maður allt fyrir börnin sín
gera. Núna er ég að velta
því fyrir mér hvort ég eigi
að leyfa þeim að fá Stöð 2
sport í sumar. Ég hef bara
alltaf áhyggjur af morgun-
deginum. Sem betur fer
get ég farið í Mæðra-
styrksnefnd, í Hjálpar-
stofnun kirkjunnar og til
Fjölskylduhjálparinnar.
Ég veit ekki hvað ég gerði
án þeirra,“ segir móðirin.
Margir vilja hjálpa
Einn þeirra aðila sem
setti sig í samband við
Fréttatímann og vildi að-
stoða móðurina með bein-
um fjárframlögum hefur
nú þegar greitt skuldir
hennar við íþróttafélagið
og mun þar að auki greiða
næstu önn fyrir báða
drengina. Þar að auki
mun annar aðili bjóða
drengjunum hennar upp
á áskrift að Stöð 2 sport.
Annar aðili mun aðstoða
hana með mánaðarlegu
fjárframlag í eitt ár og
enn annar aðili hefur fært
drengjunum hennar föt
og skó.
Þar fyrir utan hefur
fjöldi fólks hringt til að
spyrjast fyrir um hvert
sé best að fara með föt og
skó, eða hvernig sé hægt
að styðja einstæðar mæð-
ur fjárhagslega. Frétta-
tíminn bendir þeim sem
vilja leggja sitt af mörkum
og aðstoða fátækt fólk að
hafa samband við Mæðra-
styrksnefnd, Fjölskyldu-
hjálpina eða Hjálparstofn-
un kirkjunnar.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is.
VelFerð Margir haFt saMband í kjölFar Fréttar uM Fátækt
Synirnir fá að
njóta sportsins
Fréttatíminn ræddi í síðustu viku við einstæða móður, sem er öryrki, í tengslum við
fréttaskýringu um börn og fátækt á Íslandi. Fjöldi fólks hefur sett sig í samband við blaðið vegna
viðtalsins, sem hreyfði við mörgum, með það í huga að veita einhverskonar aðstoð, almennt eða
þessari tilteknu móður. Skuld móðurinnar við íþróttafélag drengjanna hefur verið greidd og synir
hennar hafa fengið nýjan fatnað og skó.
Fréttatíminn
bendir þeim sem
vilja leggja sitt
af mörkum og
aðstoða fátækt
fólk að hafa sam-
band við Mæðra-
styrksnefnd, Fjöl-
skylduhjálpina
eða Hjálparstofn-
un kirkjunnar.
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100
Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100
HeilsuRÚM á
DoRMAveRði
KoMDu í DoRMA.
við aðstoðum þig við
að finna drauma-
rúmið þitt!
NAtuRe’s Rest
heilsurúm
120x200 cM
DoRMAveRð
79.900
Dýna, botn
og lappir
VeRðDæMi
NAtuRe’s coMfoRt
heilsurúm
160x200 cM
DoRMAveRð
149.900
Dýna, botn
og lappir
VeRðDæMi
Hjálmar M. Sigmarsson, sem
er að ljúka meistaranámi í
kynjafræði á Spáni, hefur
störf hjá Stígamótum þann
1. ágúst. Fjöldi umsókna
barst Stígamótum eftir að
sérstaklega var auglýst eftir
karlmanni til starfa. Hjálmar
hefur í mörg ár beitt sér í
baráttunni gegn kynferðis-
ofbeldi, meðal annars með
NEI hópnum sem er hópur
karlmanna sem segja nei
við nauðgunum, hann hefur
starfað hjá Jafnréttisstofu og
UN Women.
Aldrei hafa fleiri leitað
til Stígamóta en á síðasta
ári og aldrei hefur hlut-
fall karlmanna sem þangað
leita verið hærra, eða 18%.
„Hjálmar kemur til með að
starfa sem ráðgjafi en einnig
sinna fræðslu út á við. Það
er táknrænt að karlmaður
sé kominn í þennan hóp
með okkur því kynferðisof-
beldi skiptir alla máli og því
nauðsynlegt að bæði konur
og karlar séu í forsvari fyrir
umræðu um það,“ segir Þór-
unn Þórarinsdóttir, ráðgjafi
hjá Stígamótum. „Nú verður
sá möguleiki fyrir hendi að
karlar og konur sem hingað
leita geta valið hvort þeir
tala við kvenkyns eða karl-
kyns ráðgjafa,“ segir hún.
Hjá Stígamótum eru vonir
bundnar við að karlmaður
í fræðslustarfi nái jafnvel
betur til ungra karlmanna.
„Okkur þykir mjög ánægju-
legt að fá Hjálmar til starfa,“
segir Þóra.
ráðgjaFi auglýstu eFtir karlManni og barst Fjöldi uMsókna
Karlmaður ráðinn til Stígamóta
Hjálmar M.
Sigmarsson hefur
um árabil barist
gegn kynbundnu
ofbeldi, meðal
annars með NEI-
hópnum.
Synir einstæðu móðurinnar sem Fréttatíminn ræddi við í síðust viku munu getað stundað íþróttir áfram auk þess að hafa fengið
áskrift að Stöð 2 Sport.
6 fréttir Helgin 23.-25. maí 2014