Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 20

Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 20
K raftaverk Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa margvíslegar viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman þannig að 2 eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu. Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi fyrir „hands free“ símtöl. Hægt að fá í mörgum litum. Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja TVÆR GERÐIR: PLATTAN kr. 10.900 HUMLAN kr. 9.700 HÁGÆÐA HÖNNUN, HLJÓMFYLLING & GÆÐI F ramleiðandinn Rakel Garðarsdóttir heim- sótti kvikmyndahá- tíðina í Cannes í fyrsta sinn ásamt leikkon- unni Nínu Dögg Filippusdóttir fyrir skemmstu en hátíðinni lýkur nú um helgina. „Ég var valin í prógram sem kallast The Young Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims Mágkonurnar og Vesturportar­ arnir, Rakel Garðarsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir, undirbúa nú gerð leikinnar kvikmyndar um fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims, Vigdísi Finnbogadóttur. Þær funduðu með kvikmynda­ gerðarfólki á kvikmynda­ hátíðinni á Cannes og segja útkomuna framar öllum vonum. Producers Club sem er fyrir unga framleiðendur í Skandi- navíu en prógrammið er haldið af Danska kvikmyndaskól- anum. Þar sem það stóð til boða að fara til Cannes ákváðum við Nína Dögg að nýta okkur tæki- færið og fara að kynna verkefni sem við erum að vinna að, með í leiðinni,“ og á Rakel þar við leikna kvikmynd sem byggir á lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Rakel segir að tímanum hafi verið vel varið í fundi, að byggja upp tengslanet og skemmtanir á hátíðinni. „Ísold Uggadóttir, sem er leikstjóri þess verkefnis, slóst einnig með í för sem og Lilja Ósk í Pegasus, fyrir utan alla hina Íslendingana sem mættu til Cannes, hver öðrum skemmtilegri. Ur varð heljar- innar vinnu- og skemmtiferð. Ég var með miklar væntingar en upplifunin var mun betri, al- gjörlega meiriháttar í alla staði. Falleg borg, skemmtilegt fólk og gott veður. Helsta upplif- unin var kannski sú að ég varð ekkert vör við raunveruleika né hversdagsleika allan tímann á meðan við vorum þarna. Þetta var mín fyrsta ferð á Cannes og það má alveg reikna með mér þangað aftur, ár efir ár.“ Það er augljóst að Rakel er sátt við ferðina enda er mynd um fyrsta kvenforseta í heimi dúndur efni til að kynna. „Útkoman er framar öllum vonum. Við sátum góða fundi sem allir enduðu á jákvæðum nótum. Við kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, bæði ís- lensku og erlendu og náðum að dýfa tánum í heitan hvítan sand. Það má segja að sólin í Cannes hafi lýst upp framtíðar- plön okkar.“ Þóra Karítas Árnadóttir ritstjorn@frettatiminn.is Vigdís Finnbogadóttir, sem hér sést með Bretadrottningu og drottningarmanni, er fyrsti kvenkyns þjóðkjörni forseti heims. Nína Dögg FIlippusdóttir og Rakel Garðars­ dóttir ætla nú að gera leikna kvikmynd sem byggir á lífi Vigdísar. Ljósmynd að ofan/ NordicPhotos/GettyImages. Ljósmynd til vinstri/Hari 20 viðtal Helgin 23.­25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.