Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 28

Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 28
Helgi borð- ar mat eins og hvert annað barn, og jafnvel meira en flest börn en hann frásogar ekki nema lítinn hluta næringar- innar. Veldu gæði - veldu Kjarnafæði Já sumarið verður brasilískt með Kjarnafæði. Sól og sumar og það er til dæmis aldrei einhver sem ekki þekkir vel til sem sækir hann í skólann. Það gæti gengið upp en ég veit það aldrei fyrir- fram. Hver einasta stund sólarhringsins er skipulögð þannig að það sé alltaf einhver til staðar sem getur gripið inn í.“ Klippt á samskipti Jóhannes segir eitt það erfiðasta við sjúk- dóm Helga sé að það sést ekki utan á honum að hann er mjög veikur og því mætir hann stundum ákveðnu skilningsleysi. „Fótbolti er helsta áhugamálið hans og hann er duglegur í fótbolta. Ég skil alveg að aðrir foreldrar sem sjá Helga á vellinum átti sig ekki á því að ég þarf að skipuleggja allt vel til að dagurinn gangi upp. Við mætum kannski í barnaaf- mæli þar sem hann er hrókur alls fagnaðar en fólk gerir sér þá ekki grein fyrir að til þess að hann geti verið svona hress þá sé ég búinn að skipuleggja daginn þannig að hann sé í lagi einmitt þá og svo eftir afmælið þarf hann kannski að súpa seyðið af því að hafa borða eitthvað sem var ekki gott fyrir hann.“ Líf Jóhannesar snýst að mestu leyti um son hans og veikindin. „Oft er þetta erfitt en ég hef reynt að aðlagast aðstæðum. Allar stundir sem ég hef aflögu utan vinnu fara í að sinna því sem þarf að sinna og svo hvílast og safna orku. Það er hægt að halda svona út í nokkur ár en svo kemur að þeim tíma- punkti að maður þarf að geyma alla orkuna sína til að eiga fyrir hann. Ég hef klippt á margt sem mörgum þykir eðlilegt, eins og samvistir með vinum og fjölskyldu. Það gerðist í raun ósjálfrátt því ég hafði aldrei tíma til að hitta fólk en svo áttaði ég mig á því að ef ég ætla að eyða orku í það þá hef ég ekki næga orku fyrir drenginn. Ég hef því hagað lífi mínu í kring um líf hans,“ segir Jóhannes. Eitt af því sem hefur reynst Jóhannesi hvað best er aðstoð sem hann hefur fengið frá Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Raunar voru það tveir af starfsmönnum Leiðarljóss, þær Bára Sigurjónsdóttir og Helga Einarsdóttir, sem voru í heimahjúkrunarteymi Helga fyrstu árin og hafa þær því aðstoðað feðgana um árabil þó stuðningsmiðstöðin sé frekar ný af nálinni. Leiðarljós eru grasrótardrifin samtök sem veita heilbrigðis- og félagsþjón- ustu út frá einum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjöl- skyldur út frá hennar þörfum. Óttast að gera athugasemdir Jóhannes segir það hafa hjálpað sér mikið að geta leitað til Leiðarljóss. „Það hefði verið gott að hafa þennan stað á fyrstu árum veikinda Helga þegar maður vissi ekkert hvert maður átti að leita eftir aðstoð og hvaða réttindi maður hafði. Foreldrar í þessari að- stöðu hafa hvorki tíma né orku í það. Aðstoð frá Leiðarljósi er fyrst og fremst fólgin í því að greiða götu fólks og stundum eru starfs- konurnar þar eins og framlenging af manni sjálfum. Eitt af því sem ég hef lagt til við þær er hvort fulltrúar frá Leiðarljósi geti tekið að sér að koma í skólann og íþróttafélagið, jafnvel fyrir stórfjölskylduna, og fræða um veikindi barnsins og aðstæður foreldra. Ég hef stundum upplifað að ég fæ mig ekki til að koma með vinsamlega ábendingar um umönnun barnsins því ég er stundum hræddur um að fólk upplifi það sem gagn- rýni á sig og taki illa í ábendingarnar. Þá hef ég hugsað með mér að það sé jafnvel skárra að hafa þó það sem er til staðar í staðinn fyrir að eiga á hættu að missa það með því að gera athugasemdir. Þær hjá Leiðarljósi tóku mjög vel í þetta hjá mér. Oft þarf ekki mikið til að minnka áhyggjurnar og létta undir hjá manni.“ Hann segist stundum hafa hugsað með sér að það væri gott ef Leiðarljós myndi verða hluti af opinberu stuðningskerfi í stað þess að vera grasrótardrifið. „En svo átta ég mig á því að þá yrði Leiðarljós bara enn ein stofn- unin og þá þyrftu foreldrar aðra þjónustu- miðstöð til að leiðbeina sér inn í Leiðarljós. Þetta þarf bara að vera eins og það er.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hér er Helgi að vakna og nýbúið að skipta um næringarlegg. 28 viðtal Helgin 23.-25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.