Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 23.05.2014, Blaðsíða 34
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% AFSLÁTTUR S íðan Yasser Arafat las upp sjálf-stæðisyfirlýsingu Palestínu árið 1988 hefur það verið yfirlýst markmið PLO, Frelsissamtaka Palest- ínu, að lönd heimsins taki undir þá yfir- lýsingu og viðurkenni ríkið. Nú 26 árum síðar hafa 134 af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem ríki. Mufeed Shami, nýskipaður sendiherra Palestínu á Íslandi, hefur aðsetur í Osló en hans ósk er að með tímanum fái Ís- land sitt eigið sendiráð í ljósi þess að sambandið milli landanna sé mjög sterkt og vegna þess að Ísland tók það mikil- væga skref að viðurkenna Palestínu árið 2011, eitt fárra landa í Evrópu. „En það er annað merkilegt við Ís- land,“ segir Shami. „Nú hafa verið átök milli Palestínu og Ísraels í mjög langan tíma og vopnahlé að sjálfsögðu meira en löngu tímabært. Ég held að ein ástæða þess að friðarviðræður hafi dregist á langinn séu afskipti utanaðkomandi að- ila. Það eiga allt of margir hagsmuna að gæta og þessir hagsmunaaðilar skipta sér stöðugt af friðarferlinu. Þessir að- ilar hafa alltaf sett sína hagsmuni ofar því að leysa deiluna milli Palestínu og Ísraels. Það þýði ekkert endilega að þeir vilji ekki að deilan leysist, þeim finnst bara mikilvægara að hagnast aðeins fyrst. Ísland er eitt fárra landa í heim- inum sem hefur staðið með Palestínu án þess að eiga nokkurra hagsmuna að gæta. Stuðningur ykkar byggist bara á tveimur undirstöðuatriðum; siðfræði og mannréttindum. Ísland tekur þá afstöðu að standa með þeirri þjóð sem hefur aldrei fengið uppreisn æru og lítur á það sem sjálfsagðan hlut.“ Friðarviðræður enda alltaf á byrjunarreit Við undirritun Oslóarsáttmálans árið 1993 viðurkenndi Ísrael PLO sem eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðar- innar, og PLO, fyrir hönd Palestínu, viðurkenndi tilvist Ísralesríkis, innan þeirra landamæra sem voru ákveðin árið 1967. Þessi sáttmáli átti að leiða til heildarlausnar á deilum ríkjanna innan fimm ára. „Þetta tókst ekki og í kjölfarið upp- hófst önnur uppreisn Palestínumanna gegn hernáminu, Intifada. Ofbeldið jókst þangað til 2004 þegar friðarvið- ræður upphófust aftur. En í hvert sinn sem við náum einhverskonar samkomu- lagi fer eitthvað úrskeiðis hjá stjórnvöld- um í Ísrael. Annað hvort skipta þeir um stjórn, halda kosningar eða eitthvað því um líkt. Í kjölfarið þurfum við alltaf að fara á byrjunarreit. Friði er alltaf frestað og á sama tíma taka þeir af okkur meira og meira land og reyna af fremsta megni að koma okkur frá Jerúsalem. Nú er svo komið að hver einasta borg Palestínu hefur breyst í herkví, umkringd ólögleg- um landránsbyggðum Ísraelsmanna.“ Hver einasta borg eins og herkví Þegar Oslóarsáttmálinn var undir- ritaður taldi ísraelskt landtökufólk á palestínsku landi um 100.000 manns, en nú telur það næstum 600.000 manns. Þar að auki hefur 60% af landi Palestínu verið hertekið síðan þá. Shami segir það hafa verið hernaðarstefnu Ísraels frá upphafi að einangra palestínsku borg- irnar. „Ísrael hefur alltaf viljað búa til einangraðar herkvíar og umkringja þær landtökufólki. Þannig stjórna þeir land- inu umhverfis, himninum yfir þeim auk allra náttúruauðlinda. Þetta er í raun ekkert nema fangelsi. Landfræðilega séð sundrar Ísrael Palestínu því landið þeirra liggur milli Gaza og Vesturbakk- ans. Ísrael dró sig frá Gaza, sem þeir höfðu hernumið, en á sama tíma leyfa þeir engum að koma þangað, engum að fara þaðan, engum að fljúga yfir og þeir leyfa engin samskipti milli Gaza og Vesturbakkans, né heldur neinum þaðan að fara til Jerúsalem.“ Palestína sættir sig ekki við óbreytt ástand Mufeed Shami er nýskipaður sendiherra Palestínu á Íslandi. Hann vill halda áfram að styrkja tengslin milli landanna en Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur staðið með Palestínu án þess að gæta nokkurra hagsmuna. Hann segir mikilvægasta verkefni Palestínu í dag vera að sam- einast undir einni forystu. Ný stjórn verður mynduð í næstu viku sem hann segir vekja von meðal ungu kynslóðarinnar sem muni ekki sætta sig við óbreytt ástand. Utanaðkomandi öfl valda sundrung Það hefur verið rætt í alþjóðasam- félaginu að friðarferlinu hafi verið ógnað vegna stríðandi fylkinga innan Palestínu, milli Hamas, stjórnmálasamtaka Gaza svæðis- ins og Fatah, stjórnmálasamtaka Vesturbakkans. Mufeed er ekki á sama máli. „Eftir Íraksstríðið var utanríkisstefna Bandaríkjanna sú að öll ríki yrðu að verða lýðræðis- ríki. Og það voru settar kosningar í Palestínu. Kosningarnar voru löglegar, lýðræðislegar og mjög gegnsæjar og Hamas vann. Fólkið kaus Hamas til að mynda ríkis- stjórn og vera við völd í fjögur ár og það var það sem átti að gerast. Þetta var árið 2006 en allur heimurinn, Evrópa, Bandaríkin og Arabaheimurinn skar á alla fjárhagsaðstoð til Palestínu. Í 18 mánuði fór ekki ein króna inn í Palestínu. Þar sem útkoman var ekki eftir þeirra höfði þótti hún ekki lýðræðisleg. Í kjölfarið horfði fólk í Palestínu upp á hungur og eymd og var mjög reitt. Hamas vildi stjórna því fólkið hafði valið Hamas, en forsetinn vildi ekki hafa Hamas og fólkið ekki lengur því það ríkti neyðarástand. Pal- estínu var refsað á þennan hátt af alþjóðasamfélaginu. Ég myndi því ekki segja að það séu innri átök í Palestínu sem valda sundrunginni milli fylkinga í Palestínu heldur séu það utanaðkomandi öfl.“ Eitt þessara utanaðkomandi afla er Ísrael. „Ísrael hefur alltaf unnið að því að sundra Palestínu en á sama tíma setjum við á Vestur- bakkanum 58% af öllum okkar fjár- munum til Gaza. Við höfum aldrei gefist upp á því og myndum aldrei gera það. Allir opinberir starfs- menn Gaza fá sín laun frá Vestur- bakkanum en þar að auki útvegum við þeim eldsneyti, heilsugæslu og menntun. Hamas hefur aldrei verið á móti sanngjarnri lausn, þeir bara fengu aldrei tækifæri til að vinna með okkur. Það sem hef- ur sundrað palestínsku þjóðinni eru landamæri og utanaðkomandi afskipti, ekki borgarastyrjöld. En nú er kominn tími til að standa saman. Við erum hætt að hlusta á aðra því það hefur ekki borið árangur. Vonandi munum við ná samkomulagi í næstu viku, mynda stjórn og undirbúa kosningar. Þurfum að finna lausnina sjálf Shami segir það augljóst mál að Ísrael hafi ekki áhuga á friðsam- legri lausn. „Nú hafa staðið yfir viðræður milli Ísraels og Palestínu með utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, John Kerry, í 9 mánuði, sem eiga undirbúa jarðveginn fyrir frið. Palestína hefur ekki fengið neitt út úr því. Á þessum tíma höfum við misst enn meira land og Bandarík- in setja enga pressu á Ísrael sem er algjörlega ósveigjanlegt í við- ræðunum. Það er nokkuð augljóst að Ísrael hefur ekki áhuga á friði núna en ég hef ekki hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Hann segir palestínsku þjóðina verða að einbeita sér að innan- ríkismálum áður en lengra sé haldið í friðarviðræðum. Mikil- vægasta verkefni Palestínu í dag sé að verða sameinuð undir einni forystu. „Að sjálfsögðu er palest- ínska þjóðin orðin mjög þreytt. En á sama tíma er komin á legg ný kynslóð sem er menntuð og mjög hæf til að takast á við nýtt tímabil. Þó að engin lausn sé í sjónmáli í deilunni við Ísrael þá mun þessi kynslóð ekki sætta sig við óbreytt ástand. En eitt vitum við af reynslu, að engin mun finna lausnina fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hér sést stöðugt minnkandi land Palestínu. Mufeed Shami, nýskipaður sendiherra Palestínu á Íslandi, hefur aðsetur í Osló en hans ósk er að með tímanum fái Ísland sitt eigið sendiráð í ljósi þess að sambandið milli landanna sé mjög sterkt og vegna þess að Ísland tók það mikilvæga skref að viðurkenna Palestínu árið 2011, eitt fárra ríkja í Evrópu. Ljósmynd/Hari 1947 1967 2000 2006 34 viðtal Helgin 23.-25. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.