Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Síða 48

Fréttatíminn - 23.05.2014, Síða 48
48 fjölskyldan Helgin 23.-25. maí 2014 Til hamingju með nýgerðan kjarasamning Ú tbrunnin kennslukona eftir átta ár í kennslu. Aðeins 35 ára gömul, hætt störfum og farin að horfa í kringum sig eftir nýjum möguleikum. Lífsplanið frá bernsku sem sagt fokið út í veður og vind og hin mánaðarlega millifærsla upp á heil 250 þúsund í heimabankanum fyrir fullt kennslustarf endanlega að baki. Hún gaf mér góð- fúslega leyfi til að vitna í reynslu sína sem hún trúði mér fyrir í búningsklefa í ræktinni. Erfiður unglingabekkur lagði hana endanlega að velli. Þessir ágætu einstaklingar höfðu náð að æfa hið fullkomna agaleysi þrátt fyrir markmið í öllum opinberum plöggum um hið gagnstæða í leik- og grunnskólum landsins og allar tilraunir til að ná tökum á hópnum voru dæmdar til að mistakast. Unglingspiltarnir glottu bara við tönn og gerðu nákvæm- lega það sem þeim hentaði og þar á meðal var ekki að sýna ungri kennslukonu virðingu. Stelpurnar voru svosem þarna en gengu aðallega sjálfala, karlmennskan réði för. Foreldrar skrifuðu æsingspósta yfir að einkunnir blessaðra ungmennanna væru hreinlega ekki nógu góðar. Námsbækurnar virkuðu ekki fyrir stóran hluta hópsins, sérlega ekki fyrir umrædda pilta og allar hugmyndir kennslukonunnar um að skipta óvinsælustu greinunum út fyrir verklegt fjör í smiðjum voru andvana fæddar. „Hvað með aðalnámskrána?,“ spurði skólastjórinn þreytulega. „Þú verður að kenna dönsk- una til prófs.” Auðvitað gat hún ekki heldur hnikað til tímum í stundatöflunni því þá hefði kerfi hverfisskólans með einhver hundruð nemenda hvorki meira né minna en hrunið. Hún gafst upp fyrir páska. Efst í huga hennar var að hafa ekki haft frelsi til að fara eigin leiðir og síðan virðingarleysið sem hún skynjaði – daglega innan skólans og um hver mánaðarmót frá samfélaginu. Halló, íslenska þjóð. Við verðum að bretta upp ermar og breyta um hugsun. Kennarar á öllum skólastigum og allt annað starfsfólk skóla á eingöngu hið besta skilið. Í harðri gagnrýni minni á öll „kerfi“ í skólamálum, gleymi ég alltof oft að tala um fólkið sem vinnur þar innan, samherja mína sem ansi hreint margir vilja breyta einsleitum kerfum. Við skólafólk erum öll á okkar stað af þeirri einföldu ástæðu að við elskum börn og ungmenni. Af ástríðu viljum við sjá vellíðan og velgengni allra barna og hugsjónir okkar eru að skapa betri heim. Þetta hljómar mögulega ein- feldningslega en svona er þetta nú bara. Ég get fullvissað alla um að launin voru EKKI ástæðan fyrir því að við völdum skóla sem starfsvettvang og launin fá okkur EKKI til að mæta í vinnu að morgni. Vinnutíminn er heldur ekki ástæðan því allir kennarar sem ég þekki, myndu þiggja með þökkum að vera lausir allra mála eftir klukkan fjögur á daginn eftir að hafa skroppið á kaffihús með vinunum í hádeginu eða lengt matartímann sinn til að ná ræktinni innan vinnutíma. Júní, júlí og ágúst eru heldur EKKI ástæðan því skólar standa langt fram í júní, þá er allur frá- gangur eftir og loks kalla skólar kennara inn snemma í ágúst á námskeið og undirbúning. Jóla- og páskafrí eru heldur EKKI ástæðan því fjölmargir kennarar vildu fremur geta tekið aukafrí á alvöru annatímum í vinnunni fremur en í kringum hátíðir þegar aðrir skjótast hvort sem er úr vinnunni í jólagjafakaup eða halda jólaveislu með vinnufélögunum. Úbbs, ég gleymdi að virðing fyrir kennurum og skólafólki eða lófatak samfélagsins er heldur EKKI ástæðan fyrir veru okkar í skólunum. Óekkí. Við skólafólk eigum hið besta skilið. Við eigum skilið frábær laun, virðingu samfélags- ins og traust til að vinna vinnuna okkar, traust sem ég kalla frelsi frá ofstýrðum kerfum og fyrirmælum að ofan og aðalnámskrám og mínútutalningum. Við eigum skilinn stuðning foreldra þar sem við erum saman í liði, munum að börn foreldra búa líka í okkar hjörtum. Skólasamfélögin með stórum og smáum þola ekki átök og illindi og úlfúð. Þau eiga að snúast um gleði og jákvæðni og samstöðu. Þess vegna óska ég öllum til hamingju með nýgerðan kjarasamning. Launahækkunin er mikilvæg en mest er um vert að Kennarasam- bandið og Launanefnd sveitarfélaga setja núna skólaþróun og opnun á vinnuramma kenn- ara í forgang. Nú er tækifæri fyrir okkur öll að sameinast um breytingar þar sem aukið frelsi, nýjar leiðir og ábyrgð allra eru grunnurinn. Hver veit nema kennslukonan í upp- hafi pistilsins eigi eftir að snúa til baka. Ég segi nú bara bravó og bravissimó fyrir okkur. Nú er tækifæri fyrir okkur öll að sameinast um breyt- ingar þar sem aukið frelsi, nýjar leiðir og ábyrgð allra eru grunnurinn. Úr vörn í sókn Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Skólasamfélögin með stórum og smáum þola ekki átök og illindi og úlfúð. Þau eiga að snúast um gleði og jákvæðni og samstöðu. Stóri leikskóladagurinn er haldinn í dag, föstudag, í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem á fjórða tug leik- skóla sýna metnaðar- full þróunarverkefni og annað starf sem vert er að miðla til fagfólks og almennings. Leikskólar sveitarfélagsins Árborgar eru gestir Reykjavíkur á Stóra leikskóladeginum og munu fimm leikskólar þaðan sýna verkefni úr fagstarfinu. Meðal leikskóla sem verða með kynningar er Heilsuleikskólinn Árbær í Árborg sem kynnir starfsemi sína, leikskól- inn Klambrar vinnur með steinleir, Rofaborg kynnir verkefni um þjóðsögur og ævintýri, og Sælukot fræðir gesti um jóga fyrir börn og heldur hóphug- leiðslu. Móðurmálssamtökin verða á staðnum og veita fræðslu um kennslu tvítyngi, fjölmenningu og móðurmálskennslu tví- tyngdra barna. Samhliða kynningum verða sex fagfyrirlestrar haldnir í Iðnó, meðal ann- ars um lýðræði í leikskóla, leiklist og gæðastarf með ungum börnum. Sýningin í Ráðhúsinu opnar klukkan hálf tíu og þar verður sannarlega nóg við að vera þar til henni lýkur klukkan hálf fimm.  LeikskóLadagur tugir LeikskóLa koma saman í ráðhÚsinu Leikskólar kynna starfsemi sína Frá Stóra leikskóla- deginum í fyrra en hann er haldinn árlega í Ráðhúsinu. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Rafræn ráðgjöf er han á Stígamótum Stígamót bjóða nú upp á ókeypis rafræna ráðgjöf á heimasíðunni www.stigamot.is Hægt er að spjalla við ráðgjafa undir nafn- leynd, sem vonandi auðveldar fólki að leita sér hjálpar. Aðeins þarf að smella á „Netsp- jall“ í hægra horni að ofanverðu á síðunni og komast þannig í samband við ráðgjafa. Ráðgjafar eru við alla virka daga kl. 10 - 16. Utan þess tíma er hægt að skilja eir nafn og netfang og ráðgja hefur samband næsta virka dag. Við hvetjum fólk eindregið til þess að nýta sér þessa nýju þjónustu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.