Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 68

Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 68
Á sýningunni Þín samsetta sjón, sem opnuð verður í Hafnarhúsinu á laugar- dag klukkan 16, gefur að líta úrvalsverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur frá árunum 1970- 2010. Um fimmtíu listamenn eiga verk á sýningunni og margir þeirra eru meðal þekktustu starf- andi listamanna landsins. Þar á meðal er Ólafur Elíasson en titill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbburinn, Gabríela Friðriksdóttir og Hreinn Frið- finnsson. Verkin á sýningunni eru fjöl- breytt. Þarna er að finna stað- bundnar innsetningar, minimal- íska skúlptúra, hugmyndalist í ýmsum miðlum, gjörninga- tengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. Viðfangsefnin eru allt frá sjálfhverfri íhugun um eðli listarinnar til þjóð- félagsádeilu og afbyggingu viðtekinna hugmynda um „Norðrið“ og íslenskan menn- ingararf. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason.  Rjóminn af safnaeigin Listasafns ReykjavíkuR tiL sýnis Úrvalsverk sýnd í Hafnarhúsinu KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net Það er aldrei of seint að fara í háskóla. Háskólabrú Keilis, í samstarfi við Háskóla Íslands, er viðurkennt aðfaranám fyrir nám við alla háskóla landsins. Keilir leggur áherslu á persónulega þjónustu og er leiðandi í speglaðri kennslu, en það þýðir m.a. að þú hefur aðgang að fyrirlestrum hvar og hvenær sem er. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum nemenda sem hafa verið lengi frá námi og er lánshæft. Háskólabrú Keilis hjálpar þér að komast í draumaháskólanámið þitt! Boðið er upp á Háskólabrú í staðnámi á Ásbrú og á Akureyri í samstarfi við SÍMEY. Umsóknarfrestur í Háskólabrú er til 10. júní. ÞÚ ÁTT VALIÐ! # H A S K O L A B R U PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 41 29 8 Ragnar Kjartansson, Guð, 2007. Eitt verka á sýningunni Þín samsetta sjón sem opnuð verður í Hafnarhúsinu á laugardag. y firlitssýningin á verk-um Sigurjóns Ólafs-sonar verður opnuð í tveimur söfnum um helgina. Í dag klukkan 18 verður opn- un í Listasafni Íslands og á morgun, laugardag, verður opnun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar verða val- in verk frá námsárum hans í Kaupmannahöfn 1928-35, en í Listasafni Íslands verða lykilverk frá árunum 1936 til 1982. Sýningarstjórar eru Birgitta Spur og Æsa Sigur- jónsdóttir. Sigurjón Ólafsson (1908- 1982) lærði klassíska högg- myndagerð í Konunglega l istaháskólanum í Kaup - mannahöfn. Á yfirlitssýn- ingunni í söfnunum tveimur eru 90 verk Sigurjóns sem sýna hvernig hann sam- hæfði á mjög persónulegan hátt klassíska skólun sína við framúrstefnur 20. aldar. Jafnframt veita verkin innsýn inn í fjölþættar vinnuaðferðir listamannsins og sýna þekk- ingu hans á ólíkum birting- arformum höggmyndalistar- innar. Skömmu fyrir andlát sitt gerði Sigurjón skúlptur úr tré, sem hann nefndi Spor í sandinn. Í þessu verki má f inna tilvistarlegar dýptir og ákveðna formræna niður- stöðu, en einnig endurtekin stef sem minna á heildar- hugsun Sigurjóns – trúnað- inn við efnið – sem einkennir feril hans.  spoR í sandi í Listasafni ísLands og Listasafni siguRjóns óLafssonaR Æviverk Sigurjóns í tveimur söfnum Spor í sandinn verður til sýnis á sýningu á ævi verki Sigurjóns Ólafssonar. 9. maí – 31. maí 2014 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Ragnar Þórisson Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar 68 menning Helgin 23.-25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.