Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 78

Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 78
2 viðhald húsa Helgin 23.-25. maí 2014 Átt þú gamalt hús sem þarf að gera við - hvar á að byrja? Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17 og á sama tíma í síma 411 6333. HÚSVERNDARSTOFA Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa. www.idan.is íshúsið S: 566 6000 | Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur, græn gata VIFTUR Þessar hljóðlátu 30 ára reyns la 198 3 - 2013 ALLUR PAKKINN! Húseigendafélagið var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Það er almennt hagsmunafélag húseigenda. Félagsmenn eru um 10 þúsund og fer jafnt og þétt fjölgandi. Mest hefur fjölgunin verið meðal húsfélaga í fjöleignarhúsum en í félaginu eru nú um 800 húsfélög. Starfsemi Húseigenda­ félagsins er þríþætt: 1. Almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur. 2. Almenn fræðslustarfsemi og upp lýsingamiðlun. 3. Ráðgjöf og þjónusta við félags- menn, einkum lögfræðiaðstoð og ráðgjöf. Félagið nýtur engra styrkja og er sjálfstætt og óháð í einu og öllu. Það eru félagsgjöldin sem standa að langmestu leyti undir starfsemi félagsins. Árgjaldið hefur verið óbreytt í 6 ár. Hæst hefur borið í almennu hags- munabaráttu félagsins að stuðla að réttarbótum fyrir fasteignaeig- endur. Hefur félaginu orðið verulega ágengt í því efni öllum húseigendum til hags og heilla. Má nefna gildandi fjöleignarhúsalög og húsaleigulög og löggjöf um fasteignakaup og fasteignasala. Lögræðiaðstoð Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Það eru aðallega eftirtaldir málaflokkar koma til kasta lögfræðiþjónust- unnar: 1. Mál sem snerta fjöleignarhús og eigendur þeirra. 2. Mál vegna vanefnda í fasteigna- viðskiptum, einkum gallamál. 3. Húsaleigumál. 4. Mál vegna vanefnda byggingar- aðila og verktaka. 5. Mál gagnvart byggingaryfir- völdum og öðrum stjórnvöldum. 6. Grenndarmál af ýmsum toga. Í húsfundaþjónustu félagins felst alhliða lögfræðileg ráðgjöf og aðstoð við fundarboð, tillögur og gagnaöflun. Lögmaður með sérþekkingu annast fundarstjórn og ritun fundagerðar er í höndum laganema. Húseigendafélagið býður leigusölum upp á húsaleiguþjónustu, sem tryggir öryggi í leiguviðskiptum og dregur úr fjárhagslegri áhættu og armæðu vegna leiguvanskila og skemmda á leiguhúsnæði. Félagið gerir leigusamninga og gefur ráð og upplýsingar um réttindi og skyldur aðila, lagaatriði og ráðstafanir, s.s. tryggingar o.fl. Þá aðstoðar félagið leigusala þegar vandamál koma upp á leigutímanum eða við lok hans, t.d. við vanskil á húsaleigu, riftanir, uppsagnir o.fl. Skrifstofa Húseigendafélagsins er í Reykjavík að Síðumúla 29, Sími: 588-9567. Netfang: postur@hus- eigendafelagid.is. Þar eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starf- semi þess og þjónustu. Á heimasíðu félagsins er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjaldslaust. Slóðin er: www. huseigendafelagid.is. Öflug hagsmunagæsla fyrir húseigendur Rennur Hreinsið lauf og annað rusl úr rennum og niðurföllum og skolið vel á eftir með köldu vatni. Þetta er gert til að forðast að upp úr flæði í haustrigningu vegna stíflu í niðurfallsrörum eða niðurfalli á rennu. Til að kanna hvort niðurfallsrör séu stífluð er gott að banka í þau alveg við jörðu. Ef rennan lekur þarf að taka hana í sundur sem getur verið snúið mál ef hátt er í hana. Þá eru rennuböndin losuð af og rennan losuð. Því næst eru rennustykkin þrifin, skipt um gúmmíþéttingar á þeim og þetta svo sett saman aftur. Það er mun auðveldara að losa niðurfallsrör af veggjum. Byrjað er á að losa festinguna í sundur en ekki af veggnum. Algengasta gerð niðurfallsröra er með fleyg sem sleginn er upp eða niður til að losa festinguna. Önnur algeng tegund er með skrúfu og ró. Þegar búið er að losa festingar í sundur eru rörin toguð í sundur. Það getur reynst erfitt en þar þarf meiri lagni en kraft. Gluggar Þvoið gler og glugga og notið tækifærið til að grannskoða ástand á timbri og málningu að innan og utan. Þetta er viss ástandsskoðun í framhaldinu er gott að gera áætlun um fram- kvæmdir. Ein besta leiðin til að viðhalda ytra byrði timburglugga er að rífa gömlu málninguna upp með vírbursta. Því næst er skafið létt yfir með karbítsköfu til að ná allri lausri málningu af. Þá er öllu ryki sópað af og málað. Þó svo að þetta sé ekki gert rétt að öllu leyti, eða ekki jafn vel og fagmað- ur myndi gera, er í langflestum tilfellum betra að gera þetta í stað þess að gera ekki neitt. Skoðið opnanleg fög og reynið að muna hvort það hafi lekið vatn eða loft inn með opnanlega faginu. Þetta er gert til að átta sig á því hvaða hlutir eru í ólagi. Það getur verið að einn búnaður sé að trufla annan. Ef fag lekur vatni er best að fá fagmann til verksins, þar sem það get- ur verið all flókið og tíma- frekt að gera við fagið. Ef hinsvegar fagið lekur lofti þá má kaupa þéttiborða og líma inn í falsið á faginu. Til eru margar gerðir af krækjum og búnaði til að opna og loka fögum. Ef þessi búnaður er brotinn eða bilaður er best að skipta um hann svo glugg- inn virki rétt og skemmist síður. Útidyr Skoðið útihurðalamir og læsingar og smyrjið eftir þörfum með þunnri olíu. Það er líka gott að setja smá olíu inn í skráargatið. Þetta er gert til að auka liðleika þeirra hluta sem hreyfast. Vorið er rétti tíminn til að sinna viðhaldi húsa og um að gera að nýta sólina þessa dagana til að nauðsyn­ legra útiverka. Páll Hólm Sigurðsson húsasmíðameist­ ari gefur góð um árlegt viðhald. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages Ljósmynd/Nordic­ Photo/GettyImages 3góð ráð fyrir húsið í vor Páll Hólm Sigurðsson húsasmíðameistari gefur góð um viðhald hússins. Mikilvægt er að hreinsa lauf og annað rusl úr rennum og niðurföllum og skola vel á eftir með köldu vatni svo ekki flæði upp úr í rigningunni. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.