Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 4
"EKKI NOGU KROFUHARÐUR, ÞEGAR FRAMFARAMÁLIN ÁTTU ÍHLUT" Samtal viS ÁSGRÍM HARTMANNSSON, sem verið hefur bæjarstjóri rúman aldarfjórðung, eða lengur en nokkur annar maður hér á landi. „Sjálfum finnst mér á stundum, að ég hafi ekki verið nógu kröfu- harður, þegar framfaramálin áttu i hlut. Þó er mér það Ijóst, og hefur orðið það œ Ijósar með hverju ár- inu, sem líður, að óbilgjarnar kröf- ur eru sjaldnast jákvœðar til fram- dráttar málefnunum, þegar til lengdar leetur . ..“ Þannig svaraði Asgrímur Hart- mannsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, einni spurningu okkar, er við tók- um hann tali, þegar hann leit inn á clögunum. Ásgrímur liefur um þessar mundir verið bæjarstjóri á Ólafsfirði samfellt i aldarfjórðung og liefur nú gegnt starfi bæjarstjóra lengur en nokkur annar maður samfellt fyrr og síðar liér á landi. Þegar Ásgrímur átti sextugsaf- mæli á seinasta ári, óskaði bæjar- stjórn Ólafsfjarðar að rnega heiðra hann með því að bjóða honum ásamt eiginkonu í utanlandsferð sem viðurkenningu fyrir mikil störf í þágu bæjarfélagsins. Svar lians við fyrstu spurningu okkar er ef til vill táknrænt fyrir Ásgrím: — Ert þú búinn að þiggja boð bœjarstjórnarinnar um að bregða þér út fyrir þollinn? „Nei, ekki ennþá. Mér finnst satt SVEITARSTJÓRNARMÁL að segja, að til þess hafi mér ekki ennþá gefizt tími." — Hvenœr byrjaðir þú að starfa að sveitarstjórnarmálum? „Ég bvrjaði að starfa í hrepps- nefnd árið 1942, fyrir réttum þrjá- Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri. tíu árum. Ég var þá nýfluttur til Ólafsfjarðar úr Skagafirði." — Ertu þaðan eettaður? „Já, ég er fæddur og uppalinn á Kolkuósi í Skagafirði. Ég er fædd- ur 13. júlí árið 1911, faðir minn var kaupmaður í Kolkuósi og síðan bóndi þar.“ — Hvaða hlutverki gegndi Kolku- ós þá? „Kolkuós var þá einn af stærri verzlunarstöðunum austan vatna í Skagafirði. Kolkuós var nokkurs konar hafnarbær fyrir Hólaskóla í Hjaltadal. Öllum vörum þangað var skipað á land í Kolkuósi. Áður en faðir minn kom þangað, hafði verið þar útibú frá kaupmanna- verzlun á Sauðárkróki og aðeins verzlað á sumrum. En verzlun þessi lagðist af, fljótlega eftir að faðir minn setti þar upp fasta verzlun. Samhliða verzlunarstörfum vann hann mikið að félagsmálum, var í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps og oddviti um skeið." — Þú hefur gert þér Ijóst, að Kolkuós gat ekki átt framtið fyrir sér sem verzlunarstaður? „Verzlun lagðist niður á Kolku- ósi kringum árið 1930, er faðir minn hætti að verzla og sauðfjár- slátrun fluttist til Sauðárkróks og Hofsóss. Staðurinn lá illa að sam- göngum á landi, og höfn var aldrei byggð á Kolkuósi, svo þannig hlaut að fara um staðinn. Bróðir minn, Sigunnon, hefur búið þar síðan og rekur þar aðallega hrossarækt."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.