Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 31
SORPH REINSUN I KEFLAVÍK Fram til ársins 1969 var sorp hreinsað í Keflavík eins og víða tíðkast hér á landi, þ. e. sorp- inu l'rá húsunurn var safnað í sorpbíla, sem óku með það á losunarstað uppi á Stapa við Njarðvík. Þar voru bílarnir tæmdir fram af klettabrúninni og innihaldi þeirra ætlað að fara í sjóinn íyrir neðan. Bíl- arnir, sem notaðir voru, eru hinir sígildu „öskubílar" með stálkassa frá Vélsmiðjunni Bjargi í Reykjavík. Tveir bílar önnuðust flutninginn, og með þeim 6 menn, auk bílstjóra. Eins og nærri má geta, var þessi aðferð ófullnægjandi, eink- um versnaði ástandið við vax- andi notkun plastumbúða á seinni árum. Meðal losunartími var 25 skipti á sorpílát á ári í íbúðahverfum, en um 50 skipti á sorpílát á ári í verzlunar- og matvælaiðnaðarhverfum. Rétt er að geta þess hér, að á þessum tíma annaðist Kefla- víkurbær einnig sorphreinsun fyrir Njarðvíkur, þar sem eru um 1500 íbúar. Það, sem einkum háði þessari aðferð, var vaxandi óþrifnaður á Stapanum og í fjörunum í kring. Einnig voru erfiðleikar við að halda reglulegri losunar- tíðni yfir vetrarmánuðina, m. a. vegna frosta. Var það mjög bagalegt, vegna þess að álagið á sorphreinsunarkerfið er ein- mitt mest í desember. Vildi af þessurn sökum brenna við, að sorpílát yfirfylltust, enda voru kvartanir íbúanna vegna sorp- hreinsunarinnar mjög tíðar. Árið 1966 kom til Keflavíkur Ingþór Haraldsson forstj. ásamt nokkrum Svíum til að kynna notkun pappírspoka við sorp- hreinsun í stað sorptunna. Við kynningu þessa töldu ráða- menn, er með þessi mál fóru hér, að þarna væri komin hag- stæðari lausn á sorphreinsun- inni. Áður liöfðu ýmsar vanga- veltur átt sér stað um það, hvernig bæta mætti þessa þjón- ustu við bæjarbúa og auka hreinlæti í þessum efnum. í framhaldi af Jressu var gerð ítarleg könnun á kostnaði við tunnuhreinsun. Einnig var gerð kostnaðaráætlun um breytingu yfir í pokakerfi ásamt rekstrar- áætlun fyrir pokahreinsun. Nið- urstöður þessarar könnunar bentu til þess, að lækka mætti kostnað við liverja hreinsunar- umferð með því að nota poka- hreinsun, auk þess senr búast mætti við bættum Jrrifnaði og aukinni losunartíðni.sem einnig eru miklir kostir. Samhliða Jressum athugunum var farið að athuga með aðra aðferð við eyðingu á sorpi og öðrum úrgangi. Voru athugað- ar tvær mismunandi aðferðir við evðingu. í fyrsta lagi var litið á sorp- brennslu. í Jieim efnum var haft samband við fyrirtæki í SvíJjjóð (Skorstensbolaget), sem framleiðir sorpbrennsluofna. Á grundvelli upplýsinga frá áður- nefndu fyrirtæki var gerð áætl- un um stofn- og reksturskostn- að fyrir sorpbrennslustöð, sem annað gæti sorpi frá tíu þúsund manna byggð. Athugun þessi leiddi í ljós, að fjármagns- og reksturskostnaðui stöðvarinnar yrði nálægt 3 millj. kr. á ári. Annmarki á Jæssari aðferð er sá, að ofnarnir brenna aðeins um 50% af Jrví sorpi og úr- gangi, sem til Jjeirra berst. En Jjað hefur í för með sér, að nauðsynlegt er að losa sig við 50% sorpsins með öðru móti. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.