Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 15
mála, sbr. samþykktir ferðamálaráðstefna á veg- um Ferðamálaráðs. G'era má ráð fyrir verulegri aukningu í stangaveiðina í framtíðinni, en sums staðar erlendis er ætlað, að aukning rnuni nema urn helmingi í lok þessa áratugs og a.m.k. 100% við næstu aldamót. Hér eru því á ferðinni mikil verðmæti og möguleikar. Það er þess vegna brýnt hagsmunamál allra, er veiðimál varða, að nýting veiðinnar verði sem bezt og unnið verði skipu- lega og ötullega að því að fjölga fiski í ám og vötnum og bæta aðstöðu alla og gefa þar með fleirum kost á að sækja sér afslöppun og hress- ingu í veiðiskapinn. Óhætt mun að fullyrða, að auðvelt sé að tvö- falda laxveiði hér á landi á næstu 10 árum frá því, sem nú er. Ræður þar mestu um framleiðsla eldisstöðva á gönguseiðum, auk fiskvegagerðar, er opnar ný ræktunarsvæði. Eru þá ótaldir þeir miklu möguleikar, sem bjóðast til að taka lax til slátrunar, sem hefur verið sleppt úr eldisstöðvum sem gönguseiði og látin ganga inn í þær aftur eftir dvölina í sjónum. Þar koma niðurstöður til- rauna í Kollafjarðarstöðinni að miklu gagni. Um silungseldi sem búgrein við sveitabæi hefur mikið verið rætt undanfarin ái’, og gætir mikillar bjartsýni hjá ýmsum í því efni. Einnig hefur mikið Verið talað um fiskrækt í sjávarlónum og fjörðum og jafnvel verið ráðgert að setja stíflur yfir firði hér á landi í þessu skyni. Öll eru Joessi mál á byrjunarstigi. Óleyst eru ýmis vandamál, er snerta silungseldi sem búgrein og fiskhald í fjörðum og lónum. Stöðugt er unnið af þeim aðil- um, sem nú starfa að þessum málum, að því að leysa sum þessara vandamála, en lausn þeirra auð- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.