Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 5
— Hveneer fórst þú til Ólafs- fjarðar? „Ég kom þangað árið 1935 til þess að sjá mig um, en setti þar fljótlega upp smá verzlun. Ég ætl- aði mér aðeins að vera þar stuttan tíma. Astæðan til þess, að sú fyrir- ætlttn breyttist, og ég ílentist, var sú, að Jtar náði ég mér í eiginkonu, Helgu Sigurðardóttur, sem er ætt- uð úr Svarfaðardal. Þar festum við bú og höfunt ekki farið lengra." — Hvenar hófust afskipti þin af félagsmálum þar? „Ég var kosinn í hreppsnefnd Olafsfjarðarhrepps fyrir réttum þrjátíu árum, árið 1942. Aður en fyrsta kjörtímabilið var á enda, öðlaðist hreppurinn kaupstaðar- réttindi. Það var gert með lögum frá árinu 1944, sem tóku gildi frá ársbyrjun árið 1945. Þáverandi oddviti, Þórður Jónsson, bóndi á Þóroddsstöðum, varð fyrsti bæjar- stjóri kaupstaðarins. Hann gegndi Jjví starfi í eitt ár, en gaf þá ekki kost á sér lengur. Það atvikaðist svo, að ég var fenginn til bráða- birgða sem bæjarstjóri, en úr því varð framhald, sem varað hefur til þessa dags.“ — Hvernig stendur á þvi, að þú hefur orðið svo langlifur i bajar- stjórastöðunni? „A því er vafalaust engin ein og einföld skýring. Fyrsta kjörtímabil- ið var ég studdur í starfi sameigin- lega af fulltrúum sjálfstæðismanna og kommúnista í bæjarstjórninni. Þetta var á nýsköpunarárunum, en Jjá var reyndar gott samstarf milli fulltrúa allra flokka, sem aðild áttu að bæjarstjórninni. Mig minn- ir, að ég liafi notið stuðnings sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna næsta kjörtímabil á eftir. Reyndar get ég sagt, að um öll hin meiri liáttar málefni kaupstaðarins hafi síðan verið samstaða í bæjarstjórn- inni.“ — Engu að síður hefur þú átt i hörðum bajarstjórnarkosningum og á stundum munað mjóu? „Jú, Jjað má ef til vill segja það, en stjórnmálaátök liafa Jjó ekki ver- ið áberandi, nema J)á rétt fyrir kosningar." ÓviSa er fegurra bæjarstæði en á ÓlafsfirSi. Höfn og bátakvi lengst tll hægrl á myndinni. (Ljósm. Mats Wibe Lund Jr.) SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.