Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 47
BYGGÐAÁÆTLUN FYRIR VESTURLAND ÁKVEÐIN Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi árið 1971 var haldinn í Borgarnesi 7. nóvember. Fundinn sátu 31 full- trúi frá 18 sveitarfélögum í kjör- dæminu og allmargir gestir, svo sem alþingismenn kjördæmisins, sýslumenn og skólastjórar svo og starfsmenn Ffnahagsstofnunarinn- ar, tveir ráðherrar og framsögu- menn. Fundarstjórar voru Björn Ara- son, lireppsnefndarmaður í Borgar- nesi, og Daníel Agústínusson, bæj- arfulltrúi á Akranesi, og fundar- ritarar Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Flún- bogi Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borgarnesi. Formaður samtakanna, Alexand- er Stefánsson, oddviti Ólafsvíkur- hrepps, setti fundinn og flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Skýrði formaður frá jivi, að ákveðið hefði verið að liefja gerð byggðaáætlun- ar fyrir Vesturlandskjördæmi. Hann gerði grein fyrir framkvæmd álykt- ana seinasta aðalfundar samtak- anna, og lagði síðan fram nokkrar tillögur, sem stjórnin bar upp á fundinum. Ávörp ráðherra Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, flutti ávarp. Fjallaði liann um landshlutasamtök sveitar- félaga sem nýgræðing í íslenzku félagsmálakerfi. Einnig gerði hann grein fyrir lielztu þáttum í sam- göngumálum kjördæmisins. Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, flutti fundinum heilla- óskir og lýsti fjárveitingum til ýmissa framkvæmda í kjördæminu. Framsöguerindi Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, flutti á fundinum framsöguerindi um stöðu og hlut- verk landshlutasamtaka sveitarfé- laga. Bjarni Bragi Jónsson, forstöðu- maður Efnahagsstofnunarinnar, hafði framsögu um byggðaáætlun fyrir Vesturlandskjördæmi. Ölvir Karlsson, oddviti, flutti er- indi um framkvæmd skólakostnað- arlaganna og Valgeir Gestsson, skólastjóri að Varmalandi, um grunnskólafrumvarpið og skólamál á Vesturlandi. Miklar umræður urðu á fundin- um um öll þessi málefni. Margir skólastjóranna, sem fundinn sátu, lögðu orð i belg um hið síðast- nefnda umræðuefni. Ársreikningur og fjárhagsáætlun Gylfi ísaksson, bæjarstjóri, gjald- keri stjórnarinnar, gerði grein fyrir ársreikningum samtakanna starfsár- ið 1970—1971. Niðurstöður rekstr- arreiknings voru 78.330 krónur og efnahagsreiknings 84.004 krónur. Fjárhagsáætlun hljóðaði upp á 150 j)ús. krónur. Hvoru tveggja var samþykkt samhljóða. Eftirfarandi ályktanir gerði fund- urinn: Byggðaáætlun fyrir Vesturlandskjördæmi Aðalfundurinn samþykkir að beina Jsví til Efnahagsstofunarinn- ar og fjárveitingavaldsins, að hrað- að verði fyrirhugaðri gerð atvinnu- mála- og samgöngumálaáætlana fyr- ir Vesturlandskjördæmi og að áætl- anir þessar verði unnar í nánu samstarfi við SSVK og Jjeim tryggt fjármagn til að geta staðið að slíkri áætlanagerð. Aðalfundurinn beinir J)ví til Júngmanna kjördæmisins, að þeir vinni sameiginlega að framgangi þessa máls. Heimild til að ráða starfskrafta Aðalfundurinn lieimilar stjórn samtakanna að ráða starfskrafta til að leysa af liendi einstök verkefni fyrir samtökin, enda fáist jafnhliða tekjustofn, sem nægir til að mæta þeim útgjöldum, sem af þessu leiða. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.