Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 10
opinbera. Ég taldi, að það væri eðlileg þróun, að Akureyri yrði miðstöð fyrir fjórðunginn. Tölu- vert liefur áunnizt hjá þessum sam- tökum, en ég óttast nú, að við verð- um of mikið ánetjaðir við alls kon- ar skýrslugerðir og fundahöld í staðinn fyrir jákvæðar og raunhæf- ar aðgerðir til úrlausnir hinum ýmsu málum.“ — Hefur þú takmarkaða trú á gildi áœtlanagerðar? „Aætlanir tel ég út af fyrir sig nauðsynlegt að semja, cn of mikið af öllu má þó gera.“ — Ef þú mcellir einn ráða sem formaður Fjórðungssambands Norð. lendinga, i hvaða átt mundir þú beina afli samtakanna? „Að byggð verði upp á einum stað í fjórðungnum aðstaða til fyrirgreiðslu á ýmsum sviðum opin- berrar þjónustu, svo sem á sviði skipulagsmála, hafnarmála, vega- mála og á fleiri sviðum, og að þar verði valinn staður ýmsum æðri skólum, s. s. tækniháskóla og ann- arri háskólakennslu. Greina þarf vel á milli starfa sambandsins ann- ars vegar og alþingismanna liins vegar. Ég vil ekki, að sambandið grípi beint inn í þau störf, sem al- þingismenn fást við í sambandi við kjördæmi sín. Þeir eru liins vegar eðlilegur tengiliður um þau mál- efni, sem við á.“ — Telur þú, að málefnum þins byggðarlags sé bezt borgið i þinum eigin höndum? „Hvað sem um það má segja, þá er sannleikurinn sá, að störf mín hafa fyrst og fremst mótazt af sjón- armiðum dreifbýlismannsins al- mennt séð. Ég hafði smitazt af starfsemi ungmennafélaganna í Skagafirði á yngri árum mínum. Og þegar ég síðar hóf störf á hin- um félagslega grundvelli að sveitar- stjórnarmálum, þá var það bein- línis af því, að mér fannst mikil nauðsyn á því, að barizt yrði liart fyrir áframhaldandi byggð og upp- byggingu liinna dreifðu byggðar- laga almennt. Og sannleikurinn er sá, að nú er mikil nauðsyn á að halda uppi þeirri baráttu og áður var.“ — Þú ert kunnur að nolikru harðfylgi i skiptum við oþinbera aðila? „Það kann vel að vera, að ýms- um, sem ég lief átt skipti við, þyki svo vera. Held ég þó, að ofsögum sé af því sagt. Eðlilega hef ég þó reynt að ýta fram þeim málefnum, sem mér hefur verið falið að vinna að. Og ég hef raunar ávallt mætt góðuin skilningi ráðamanna ríkis- valdsins á hverjunt tíma. Ég vildi gjarna geta þess, að ég lief mætt jöfnum skilningi ráðamanna, hvar í flokki, sem þeir hafa staðið. Við höfum líka verið svo lánsamir að eiga á að skipa dugandi aljringis- mönnum. Hinu er ekki að leyna, þótt ekki sé það hverju sinni sök þeirra einstaklinga, sem emb- ættin skipa á hverjum tíma, þá liefur mér ætíð þótt ríkisvaldið smátt í sniðum til aðstoðar við hin ýmsu sveitarfélög úti á landi.“ — Væri öðru visi umhorfs i Olafsfirði nú, ef ýtni þinnar hefði ekki notið við? „Því á ég erfitt með að svara. Ég lief löngum óskað eftir því við flokksmenn mína, að þeir fengju mér færari mann til að veita bæn- um forstöðu. Það, sem ég á hinn bóginn kann að liafa jákvætt gert, þá er það mikið að þakka samhug og skilningi bæði bæjarstjórnar- manna og margra íbúa byggðar- lagsins, — og í því, sem felst í trú þeirra á framtíð Ólafsfjarðar. Sjálf- um finnst mér á stundum, að ég hafi ekki verið nógu kröfuharður, þegar framfaramálin áttu í lilut. Þó er mér það ljóst — og hefur orðið það Ijósar með hverju árinu, sem líður, að óbilgjarnar kröfur eru sjaldnast jákvæðar til frarn- dráttar málefnunum, þegar til lengdar lætur." U. Stef. AF ERLENDUM VETTVANGI Norræni timburhúsabærinn Norræn ráðstefna um norræna timburhúsabæinn verður lialdin í Sandefjord við Oslófjörð í Noregi 104 22.-24. september. SVEITARSTJÓRNARMÁL Norrænu félögin og sveitarstjórn- arsamböndin á Norðurlöndutn standa að baki þessari ráðstefnu, sem haldin er að frumkvæði Upp- eldis- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í samvinnu við þjóðntinjasöfnin á Norðurlöndum. Ráðstefnan er einkum ætluð þeim embættismönnum sveitarfé- laga, sem fjalla um framtíð timb- urhúsahverfanna, sem hafa þótt einkennandi fyrir marga bæi og kauptún á Norðurlöndum. Ráðstefna um stjórnun sveitarfélaga Alþjóðasamband sveitarfélaga — 1ULA — efnir til ráðstefnu í sveit- arstjórnarskólanum í Svíþjóð dag- ana 16,—19. september. Á ráðstefn- unni verður fjallað unr stjórnun sveitarfélaga og starfsþjálfun fólks, sem er í þjónustu sveitarfélaga. Ráðstefnan er ætluð bæði starfs- mönnum sveitarfélaga og kjörnum sveitarstjórnarmönnum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.