Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Fiskræktarstarfsemi Möguleikar til aukinnar veiði hér á landi eru mjög miklir, e£ rétt er á spilum haldið, eins og reynslan sýnir ljóslega. En þakka ber hinn góða árangur m.a. því ágæta og merka starfi, sem unn- ið hefur verið á vettvangi fiskræktar og fiskeldis, sérstakl'ega síðasta áratug. Fjölþætt fiskræktar- starfsemi hefur farið fram með sleppingu á fiski í ár og stöðuvötn, fiskvegagerð og öðrum umbót- um, svo sem stíflugerð til vatnsmiðlunar. f árnar hefur verið sleppt um 300 þúsund gönguseiðum af laxi síðustu árin. Um 15 aðilar starfrækja nú klak- og eldisstöðv- ar víðs vegar um land, en tíu þeirra 'eru með fisk- eldi. Hröð þróun hefur orðið í fiskeldinu og á Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði þar drjúgan hlut að máli, auk þess sem önnur starfsemi á vegum félagshópa og einstaklinga hefur lagt lóð sitt á vogarskálina. Að fiskhaldi hefur verið unnið í Lárósi á Snæf'ellsnesi, sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli, enda skilað góðum árangri. Laxeldisstöðin í Kollafirði Starfsemi Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði er ein grein á meiði veiðimála, en veiðimálastjóri er framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Hún er til- raunastöð, sem þegar hefur skilað stórmerkum árangri í sambandi við fiskeldið sjálft og hagnýt- ingu eldisseiða, sérstaklega gönguseiða af laxi, jafnframt tilraunum með íslenzkt fiskfóður, sem SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.