Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 23
Á uppdrættinum er yfirlit um jarðhitasvæSi íslands. Umdæmin fylgja í stórum dráttum mörkum kjördæmanna. Tölurnar út frá hverju svæði merkja jarðhitann á hverju þeirra, en samanlagt er jarðhiti á íslandi talinn nema 70 millj. Gcal á ári. Slitnu línurnar (----------) sýna mörk virkra eldgosasvæða, merkið T tákner Tertier gosberg. Myndin er hér birt með leyfi Orkustofnunar, sem gerði uppdráttinn. eiga nokkurn forgangsrétt til fjármagns og mann- afla á næstu árum. Kemur mér þar einkum í itug höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaginn, þar sem nægur jarðliiti virðist fyrir hendi, Akraneskaup- staður, sem trúlega gæti leitt heitt vatn frá L.eir- ársvæðinu, ef boranir eftir heitu vatni nær kaup- staðnum bera ekki árangur, Akureyri, Hvannns- tangi, Blönduós, Eyrarbakki, Stokkseyri og fleiri staðir, sem of langt mál er upp að telja, þ. m. t. nokkur þéttbýl landbúnaðarsvæði. Hér er um að ræða stórt verkefni fyrir sveitar- félögin. Auk þess að eiga frumkvæði að venju- legum hitaveituframkvæmdum, þegar færi gefst á, gætu sveitarfélög oft undirbúið framtíðarfram- kvæmdir með því að miða skipulag íbúðar- og iðnaðarhverfa við sameiginlegar kyndistöðvar, sem síðar má tengja við jarðhita eða jafnvel raf- magnshitun. En þar sem jarðhiti er ótvírætt ekki fyrir liendi til húsahitunar, verðum við að nýta raf- orku til þeirra nota, og að því munu fyrirhug- aðar framkvæmdir í raforkuöflun þjóðarinnar m. a. stefna. Stór hluti af eldneytisinnflutningi okkar fer til reksturs samgöngutækja. Við hljótum að staldra við þann hlutann, sem fer til notkunar á bif- reiðar. Við höfum að undanförnu miðað lífs- venjur okkar í auknum mæli við notkun einka- bifreiða. Skipulag íbúðarhverfa hefur t. d. miðazt við byggð á stórum fleti aðskilið frá atvinnustöð- um. íbúarnir aka svo til vinnu sinnar eða til að sækja þjónustu og vörur. Skipulagið er andstæða liinna klassísku borga fyrri tíma, sem miðaðar voru við umferð fótgangandi fólks og e. t. v. hestvagna. Byggð samkvæmt nútíma skipulagi kostar mikla aðkeypta orku. Það væri e. t. v. þess virði að reyna að komast að því, hve mikið eldsneyti t. d. 117 SVEITAUSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.