Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 7
ingur hafnarbóta á þessum árum liafi leitt til þess, að Ólafsfjarðar- lireppur öðlaðist kaupstaðarrétt- indi. Samkvaemt lögum varð hrepp- urinn að fá bakábyrgð sýslunnar fyrir láni til hafnarframkvæmd- anna. Eyjafjarðarsýsla synjaði hreppnum ábyrgðarinnar, og var þá ekki annað að gera en að hrepp- urinn sækti um bæjarréttindi." — Var það eliki talin viðurhluta- mikil úkvörðun? „Ella var ekki annað sýnt en að fyrirhuguð hafnargerð rynni út í sandinn. Reynt var að fá afnumið það ákvæði hafnarlaga, að áskilin væri sýsluábyrgð, til þess að ríkis- sjóður mætti ábyrgjast hafnarlán, en það tókst ekki. Á fjölmennum sveitarfundi stóðu hreppsbúar ein- huga unt að slíta hreppinn úr tengslum við sýsluna. Önnur leið var ekki fær til þess að koma áfram hafnarbótunum. Þetta mátti held- ur ekki seinna vera. Við, sent að því unnurn að fá bæjarréttindin, teljum, að það ltafi verið jákvæð stefna." — Kom ekki til álita, þegar kauþ- staðurinn var stofnaður, að sveitin myndaði hrepþsfélag sér? „Jú, niargir vildu, að svo yrði, sérstaklega þeir, sem bjuggu í sveit- inni. Þótt íbúar kauptúnsins væru þá orðnir hátt á áttunda hundrað, voru yfir 20 býli í sveitinni með um það bil 130 íbúum. íbúar sveit- arinnar söfnuðu nú undirskriftum í þá átt, að sveitin yrði lireppur sér. Að íbúafjölda var sveitin á við hvern annan meðalstóran hrepp. Megin ástæðan til þess, að svo varð ekki, var sú, að almennt var álitið, að jtað rnyndi torvelda, að Ólafs- fjörður fengi kaupstaðarréttindin. Innan kaupstaðarmarkanna eru enn í byggð 17 lögbýli með nokk- uð á annað hundrað íbúa af 1100 manns í kaupstaðnum. Sambúð íbúanna í sveitinni og Jjéttbýlinu hefur gengið mjög vel, og fullyrða má, að flestir séu santmála um Jtað nú, að það hefði verið hið mesta óráð, ef skipti hefðu átt sér stað." — Hafa ibúar sveitarinnar verið fúsir til að taka á sinar herðar út- gjöld af framkvœmdum i þéttbýl- inu? „Fólk hefur gert sér grein fyrir því, að það á í aðalatriðum sant- eiginlegra hagsmuna að gæta um öll hin veigameiri mál, hvort sem Jtað stundar landbúskap eða gerir Svipmynd frá útihátíðahöldum við Aðalgötu efst tii vinstri, hinar myndirnar eru úr æskulýðsstarfi á vegum bæjarins í félagsheimilinu Tjarn- arborg. Á miðri myndinni neðst til vinstri er Gunnlaugur Magnússon æskulýðsfulltrúi bæjarins, sem tók myndirnar úr starfi æskulýðsráðsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.