Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 8
út, enda er byggðin í firðinum ein óaðskiljanleg heild. Höfnin er til að mynda alger forsenda fyrir frek- ari vexti byggðarlagsins." — Er hafnaraðstaðan orðin full- nœgjandi? „Arið 1967 var liafizt handa um nýjan áfanga í hafnargerðinni með byggingu bátakvíar vestur úr sjálfri höfninni. Höfnin er um 5.5 ha að stærð, en bátakvíin 2.4 ha, og hún veitir fiskibátunum mun betra skjól en áður var. Þótt mikið hafi áunn- izt á seinustu árum, er liöfnin ekki fullgerð. Ljóst er þó, að unnt er að byggja upp örugga framtíðarhöfn á Ólafsfirði. Síðasti áfangi hefur þegar verið undirbúinn og verður væntanlega unninn á næstu tveim- ur þremur árum, með því að dýpka og byggja þil og bryggjur. Verður þá komin viðunandi aðstaða, })ótt sjálfsagt þurfi síðar að mæta nýj- um kröfum með stækkandi skipa- kosti." — Á Olafsfirði var byggð ein fyrsla hitaveitan hérlendis? „Já, Ólafsfjörður var eitt fyrsta sveitarfélagið til þess að koma upp hjá sér sameiginlegri liitaveitu. Var lnin tekin í notkun árið áður en byggðin fékk kaupstaðarréttindi, haustið 1944. 50 gráðu lieitt vatn, sem fékkst um 4 km frá þéttbýlinu, var þá leitt í bæinn og lagt í flest- öll liús. Þetta var á svipuðum tíma og Hitaveita Reykjavíkur tók til starfa. Hún var að sjálfsögðu frum- stæð framan af, en hefur reynzt betur en nokkur maður þorði að vona. Aðallivatamaður og stuðn- ingsmaður að byggingu hennar var Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofna- smiðjunnar, en hann og Þórður, fyrsti bæjarstjórinn, eru bræður. Við erum nú búnir að endurbyggja hitaveituna að verulegu leyti. Okkur vantar þó enn meira vatn til að mæta aukningunni. Hitaveit- an liefur stórlega bætt aðstöðu 102 fólks á Ólafsfirði." SVEITAR STJÓRNARMÁL — Hvaða framltveemdir sveitarfé- lagsins aðrar telur þú, að hafi haft mest gildi fyrir viðgang byggðar- lagsins? „Fyrst og fremst bygging barna- skólahúss, sem byrjað var að reisa á árunum 1946—1947. Smíði húss- ins lauk á árinu 1949. Þetta barna- skólahús er enn fullnægjandi, og síðustu árin liefur einnig verið starfræktur gagnfræðaskóli í því. Húsnæðið var þó orðið of þröngt undir báða þessa skóla. Og var því hafin smíði á nýju gagnfræðaskóla- húsi fyrir nokkrum árum. Hluti þessa nýja húss var tekinn í notk- un um seinustu áramót. Eru það tveir áfangar af þremur, sem fyrir- liugaðir eru. Og við vonum, að smíði þriðja og seinasta áfanga verði lokið á yfirstandandi ári. Þá höfum við skapað okkur ágæta að- stöðu til skólahalds á gagnfræða- stigi. Ennþá vantar okkur þó heimavistarhúsnæði, en seinustu ár- in höfum við haldið uppi lieima- vist í húsnæði, sem bærinn keypti í því skyni. í skólanum voru yfir 30 aðkomunemendur á seinasta vetri. Helmingur hafði húsnæði þar, en flestir fæði.“ — Hvernig er aðstaðan lil félags- starfsemi? „Félagsheimilið Tjarnarborg var tekið í notkun árið 1961, fyrir rétt- um áratug. Það bætti mjög alla félagsaðstöðu. í húsinu er sam- komusalur og aðstaða til kvik- myndasýninga, fundasalur bæjar- stjórnar, annar fundasalur og þrjú félagaherbergi. Auk þess á Karla- kór Ólafsfjarðar gott hús undir starfsemi sína, svo að segja má, að húsnæðisskortur standi félagsstarf- semi ekki fyrir þrifum. í félags- heimilinu fer og fram æskulýðsstarf- semi á vegum bæjarins. Skíðastökk- braut hefur verið komið upp inni í miðjum bænum, og fjallshlíðarn- ar, sem umlykja bæinn, eru sam- felldar skíðabrekkur, svo ekki skort- ir aðstöðu til vetraríþrótta. Sund- laug er miðsvæðis og hituð upp með liitaveitunni." — Hvers vegna er erfitt að fd leekni til Ólafsfjarðar? „Þessu er ekki gott að svara. Við liöfum verið svo lánsamir að liafa ágæta lækna. Trúlega er þar að nokkru leyti um að kenna slæmri aðstöðu. Við höfum ekkert sjúkra- hús. Hins vegar mjög sæmilega læknisíbúð. Þá er þetta sama hjá okkur og annars staðar úti á landi. Yngri læknar virðast ekki áhuga- samir um að fara út í hin afskekkt- ari héruð. Almennt eigum við þó auðvelt með að ná í embættismenn. Nýlega höfum við fengið ungan prest og höfurn ágætu kennaraliði á að skipa. Skoðun mín er sú, að yfirleitt hafi ekki verið búið nægi- lega vel að liéraðslæknum úti á landi. Og það sé fyrst nú að vakna skilningur á nauðsyn þess að búa þeim betri aðstöðu en verið hefur." — Hvaða áhrif hefur tilkoma Múlavegarins haft d viðhorf ibú- anna? „Fyrst, þegar ég kom til Ólafs- fjarðar, var enginn akvegur til eða frá Ólafsfirði. Eina samgönguleið- in var á sjó. Með tilkomu vegarins yfir Lágheiði fyrir um það bil 25 árum breyttist þetta mjög til batn- aðar. Alveg sérstaklega varð þó breytingin mikil með tilkomu veg- arins fyrir Ólafsfjarðarmúla nú fyr- ir nokkrum árum. Þá styttist ak- Ieiðin frá Ólafsfirði til Akureyrar úr 240 km í 65 km eða um 175 km. Vegurinn gjörbreytti allri aðstöðu, bæði atvinnurekenda og einstakl- inga. Vegurinn liefur þó reynzt nokkuð snjóþungur." — Hvaða breytingar lieldur þú að verði d ibúatölu Ólafsfjarðar neestu árin? „íbúafjöldinn hefur ávallt verið bundinn atvinnumöguleikunum og hafnaraðstöðunni. Eftir að bryggja var fyrst byggð liér árið 1923, varð mikill uppgangur í vélbátaútgerð-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.