Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 41
FRA FJORÐUNGS- SAMBAIMDI VESTFIRÐINGA Fjórðungsþing Vestfirðinga árið 1971 var haldið dagana 4. og 5. september í IOGT-húsinu á ísa- firði. Formaður Fjórðungssam- bandsins, Gunnlaugur Finnsson, setti þingið og flutti skýrslu um starfsemi sambandsins á liðnu starfsári. Björgvin Sighvatsson, bæjarfull- trúi á ísafirði, var kosinn forseti þingsins, Guðmundur Magnússon, hreppsnefndarfulltrúi í Bolungar- vík, varaforseti, en Asgeir Svan- bergsson, oddviti Reykjarfjarðar- lirepps, og Pétur Bjarnason, odd- viti Suðurfjarðarhrepps, ritarar. A þinginu flutti ávarp Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, en liann var meðal gesta þingsins ásamt flestum alþingismönnum Vestfjarðakjördæmis, Sturlu Jóns- syni, heiðursfélaga sambandsins, og nokkrum fleirum. Fundinn sátu 32 fulltrúar frá 19 sveitarfélögum af 33 sveitarfélög- um í Vestfjarðakjördæmi. Af þeim eiga 28 aðild að sambandinu, en 5 sveitarfélög, þar af 4 í Stranda- sýslu, hafa ekki gerzt aðilar, m. a. vegna athugunar á því, hvort þau muni frekar eiga hagsmunalega samstöðu með Fjórðungssambandi Norðlendinga. Framsöguerindi á fundinum Á þinginu voru flutt nokkur framsöguerindi, og voru flytjendur þeirra eins og hér greinir: Menntunaraðstaða á Vestfjörðum Hjörtur Hjálmarsson, fv. skóla- stjóri á Flateyri, hafði á fundinum framsögu um menntunaraðstöðu á Vestfjörðum, en hann hefur um skeið atliugað fyrir sambandið ástand fræðslumála í fjórðungnum. Gunnlaugur Finnsson, lormaSur sambandsins. Staða og hlutverk landshlutasamtaka Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, er fundinn sat af hálfu Sambands íslenzkra sveitar- félaga, flutti framsöguerindi um stöðu og lilutverk landshlutasam- taka og gerði grein fyrir þeim liug- myndum, sem uppi eru um fram- tíðarverkefni samtakanna. Tillögur um nýskipan heilbrigðismála Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri i heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, flutti framsögu um heilbrigðismál og kynnti tillögur þær, sem ráðherraskipuð nefnd hef- ur nýlega látið frá sér fara um nýtt skipulag heilbrigðisþjónustu í land- inu. Gatnagerð úr varanlegu efni Ólafur Erlingsson, verkfræðingur á Isafirði, gerði grein fyrir niður- stöðum könnunar, sem liann hefur gert að tilhlutan Fjórðungssam- bandsins á gerð varanlegra gatna í 7 kauptúnahreppum fjórðungsins. Varanlegar götur á þessum stöðum eru samanlegt 1 krn á lengd. Miðað við lagningu olíumalar myndu nauðsynlegar framkvæmdir við gatnagerð á þessum stöðum kosta samtals 47 millj. kr. Samræming hafnarreglugerða Jón Baldvinsson, sveitarstjóri á Patreksfirði, gerði grein fyrir til- SVEITARSTJ Ó RNARMÁL 135

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.