Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 12
106 sér stað, svo ör hefur þróunin verið. Laxveiði hefur aukizt jafnt og þétt og meðferð og nýting silungsveiði batnað og verðmæti veiðinnar í heild vaxið verulega. Tvöföldun á laxveiði árum. Um silungsveiði er minna hægt að segja, vegna þess að skýrslusöfnun um þá veiði hefur víða verið áfátt, 'enda nýting hennar oft tilviljunai'- kennd. Framleiðslugeta stöðuvatna er afar mis- munandi vegna legu þeirra, vatnsdýpis og annara aðstæðna. Áætlað hefur verið, að árleg silungs- veiði hér á landi nemi 250 til 300 tonnum, en mestur hluti þeirrar veiði fæst í net. Verðmæti veiðinnar Sem fyrr segir, hefur verðmæti veiðinnar auk- izt m.a. vegna hækkaðra veiðileiga. Alkunna er, hve stangaveiði hefur mikið aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum atvinnugreinum þjóðfélagsins. Er gildi hennar mikið sem hin bezta heilsubót, ekki sízt þeim, sem streita þjáir. Það er þess vegna skiljanlegt, að þeim fjölgi stöð- ugt, er sækja sér andlega og líkamlega hressingu í veiðiskapinn. Þessi þróun kemur heim við reynslu annarra þjóða, en ótrúleg aukning hefur víða erlendis orðið á þessu sviði. Erlendir stanga- veiðimenn hafa sótt hingað til veiða í æ ríkari mæli með hverju ári og borga hátt verð fyrir veiðidagana, enda er aðstaða hér til veiða á laxi með því bezta, sem þekkist. Þátttakendur á ráðstefnu sambandsins um sveitarstjórn í strjálbýli skoða eldisker í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafírði. Lengst til vinstri er Sigurður Sigurðsson, oddviti Skilmannahrepps, sem er formaður Landssambands veiðifélaga; hjá honum stendur Jón Þór Jónasson, oddviti Stafhoitstungnahrepps, og nokkru fjær sér á oddvitana Egil Benediktsson, í Bæjarhreppi, Jóhannes Eiriksson í Hrafnagilshreppi og Hrein Ketilsson í Svalbarðsstrandarhreppi. Aukning á laxveiði á fimmtán ára tímabili (fimm ára meðaltöl) hefur verið sem hér segir: Árin 1955—’60 veiddust árlega samtals 23 þúsund laxar, árin 1961—’65 voru laxarnir 37 þúsund talsins, og árin 1966—70 komu á land um 40 þús- und laxar árlega. Síðustu tvö árin liefur árleg veiði numið; 1970 56 þúsund laxar og 1971, sem var metár, komu á land tæplega 60 þúsund laxar, en 70% veiðinnar fékkst á stöng. Hlutur stangar- innar í veiðinni hefur farið vaxandi á síðari Árni ísaksson, fiskifræðingur, segir frá. Við hlíð hans standa talið frá vinstri: Ársæll Hannesson, oddviti í Grafningshreppi, og Har- aldur Einarsson, oddvíti Villingaholtshrepps, og hinum megin Jón Guðmundsson, oddviti Hofshrepps í Skagafjarðarsýslu. Eldisþrær í eldishúsinu í Kollafjarðarstöðinni. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.