Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 14
unnar liafa verið' í samvinnu við Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. — í laxeldisstöðina í Kollafirði komu 4200 laxar úr sjó sumarið 1970, og er það meira magn af Atlantshafslaxi en vitað er til, að gengið hafi í eldisstöð annars staðar. Reynslan í Kollafjarðarstöðinni sýnir ljóslega, að gönguseiði, sem verið hafa tvö ár í eldi og síð- ara árið í útitjörnum stöðvarinnar, skila beztum árangri. Víst er, að á næstu misserum fæst örugg vitneskja vegna tilrauna í stöðinni um það, hvernig beri að fara að við seiðaeldi, til þess að vís árangur fáist vegna sleppinga gönguseiða, þ.e. að seiðin komi sem hrein viðbót við náttúrlega framleiðslu þess vatnasvæðis, sem þeim er sleppt í og góðar endurheimtur tryggðar, eftir því sem unnt er frá hendi hins mannlega þáttar. Ágætt skipulag Fyrst og fremst má þakka velgengnina í veiði- málum góðu skipulagi og fastri stjórn þessara rnála. Hin merka löggjöf, lög um lax- og silungs- veiði, er fékk þegar árið 1932 í meginatriðum þann búning, s'em hún er enn í, er hinn ágæti grundvöllur, sem byggt hefur verið á. Frá því árið 1932 hefur löggjöfin verið endur- skoðuð í heild þrisvar, þ.e. árið 1942, 1957 og síðasta endurskoðun 1970. í þessu efni má nefna sérstaklega ákvæði laganna um veiðifélög, en starf þeirra hefur reynzt heilladrjúgt fyrir veiðimálin. Veiðifélög urðu lögbundin árið 1970, og er nú skylda að stofna slík samtök við allar ár og stöðu- vötn á landinu. Nú eru starfandi um 100 veiði- félög, þar af 11 við stöðuvötn eða stöðuvatna- klasa, og stiiðugt er unnið að undirbúningi stofn- unar nýrra félaga um land allt. Framtíð veiðimála Lax- og silungsveiði á stöng í ám og vötnum er orðin viðurkenndur mikilvægur þáttur ferða- 108 Stöðvarstjórinn, Sigurður Þórðarson, annar frá vinstri, gefur bleikjunni fóður úr fötu sinni. Verða þá jafnan mikil sporða- köst í tjörninni, svo sem sjá má. (Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar.) SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.