Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 33
VALDIMAR ÓSKARSSON,
skrifstofustjóri
Yfirfasteignamatsnefndar:
NÝJA
FASTEIGNA-
MATIÐ
Inngangsorð
Mat fasteigna á Islandi er í sjálfu sér engin
nýjung í þjóðfélaginu, því að segja má, að með
tíundalögunum frá 1096 hafi jafnframt því skatt-
bændatali, sem þá var gert, Verið gerð nokkur
virðing jarðeigna hér á landi.
Ekki er ætlunin að rekja á þessum vettvangi
gang þeirra mála um aldir, enda að sjálfsögðu
nokkuð óljós á köflum. Þó er ljóst, að biskups-
embætti bæði á Hólum og í Skálholti hafa oft
annazt gerð máldagabóka, og víða gætir fram-
kvæmda konungsvaldsins danska og einstakra að-
ila annarra síðar á öldum til fasteignaskráning-
ar og mats á jarðeignum hér á landi.
Mikilvægar upplýsingar er víða að finna um
íslenzkt þjóðfélag í hinum ýmsu jarðabókum,
sem margar hverjar eru unnar af mikilli kost-
gæfni og sem samtímaheimildir eru þær mikil-
væg landshagalýsing og dýrmætur fengur þjóðfé-
laginu, þar sem fátt speglar betur hag þjóðfélags-
ins á hverjum tíma en tæmandi skrár yfir fast-
eignir þess, notkun þeirra og raunhæft verðmæt-
ismat á þeim, miðað við matstíma. Ófullkomin
skráning fasteignanna og óraunhæft mat þeirra
gefur hins vegar mjög villandi mynd og skýrir
ekki rétt frá staðreyndum. Þegar haft er í huga,
hve stór hluti af þjóðarauðnum þessar eignir eru,
er mjög mikilvægt, að hér komi hið sannasta
fram hverju sinni.
Það er vissulega athyglisvert, hve öll mann-
virkjagerð, sem við búum nú við í landinu, er
ung að árum, og það svo, að til undant'ekningar
heyrir, þótt til sé, að eldri mannvirki en frá síð-
síðari liluta síðustu aldar sé í notkun hér á
landi. Þetta er lýsandi þáttur um þá kyrrstöðu,
sem ríkti í íslenzku þjóðlífi um langan aldur og
það einhæfa þjóðfélagsform, sem lielzt frá land-
námstíð og allt fram á síðustu öld.
Á þessari öld hafa Islendingar lyft Grettistaki
í uppbyggingu varanlegrar mannvirkjagerðar á
Islandi, og stórstígastar hafa þessar framkvæmdir
orðið á síðustu 30 árum, eða eftir 1940.
Aðalmat fasteigna
Með lögum frá árinu 1915 var sú nýskipan lög-
fest, að framkvæma skyldi aðalmat fasteigna hér á
landi tíunda hvert ár.
Samkvæmt þessum lögum fór fram heildar fast-
eignamat á árunum kringum 1920 og 1930, og
SVEITARSTJÓRNARMÁL