Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 39

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 39
Land og lóðir Hús Samtals Skv. fasteignamatsb. 1922 44 58 102 - - 1932 65 140 206 - - 1942 93 238 331 - - 1957 444 2.055 2.500 — millimatsskrá 1969 543 4.074 4.618 Nýtt mat samkvæmt framlagningarskrám 1970 14.596 61.864 76.460 frá 1959 mæla nú fyrir, eru skýr ákvæði um, hvernig með skuli fara. Niðurstöður Mikið magn upplýsinga liggur nú fyrir um allar fasteignir á Islandi. Sýna þessar upplýsing- ar meðal annars, hve rnikið land nú er notað til bygginga íbúðarhúsa í hverju þéttbýli, hve mikið land til iðnaðar, þjónustu og viðskiptastarfsemi. Hve mikið af landinu á þessum stöðurn er í einkaeign og live mikið í eigu sveitarfélaga eða annarra aðila. Þá er að finna í þessum upplýsingum fyrir hvern þéttbýlisstað fyrir sig og innan hverfa í Reykjavík, t. d. flokkun allra húsa eftir notkun, gerð, efni og aldri og heildarfjölda íbúða, flokk- að eftir herbergjafjölda, flatarmál og rúmmál húsa og samanlagt heildarrúmmál á hverjum notkunarflokki ásamt fjölmörgum öðrum upp- lýsingum. Samkvæmt framlagningarskrá hafa verið skráð- ar og metnar 35,026 lóðir á þéttbýlisstöðum og 46.632 hús og þar af 25.337 íbúðarhús. Heildar matsniðurstöður eru þessar á öllu landinu í milljónum króna: Land oe lóðir Hús Samtals I Reykjavík 9.260 30.620 39.880 í kaupstöðum . 2.446 16.814 19.260 I kauptúnum . 1.090 9.330 10.420 I sveitum 1.800 5.100 6.900 Alls 14.596 61.864 76.460 Eins og sjá má, er í Reykjavík einni meira en helmingur af heildarmatsupphæðinui í öllu land- inu eða um 52,1%. Þessar tölur allar taka ein- hverjum breytingum við framlagningu. Samkvæmt gildandi mati í árslok 1969 voru heildar niðurstöður fyrir allt landið 4.618 millj- ónir króna og þar af í Reykjavík 2.662 milljónir eða 57,7%. Til gamans má geta þess, að niðurstöður úr fasteignamötum, sem fram liafa farið á síðustu 50 árum, hafa verið þessar í milljónum króna: Athyglisvert er, live landið er stór hluti af h'eildar matinu árið 1922, og sýnir þetta yfirlit glöggt, hvað mannvirkjagerðin hefur verið mikil á þessu tímabili. Margs konar aðrar ályktanir má vissulega af þessu draga, ef jæssar tölur væru m'eira sundur- greindar. Þess má til dæmis geta, að við aðalmat- ið 1942 er heildarniðurstaðan á öllu landinu 331 milljón og Jjar af í Reykjavík 169,6 milljónir eða 51,2%, og er það mjög nálægt því hlutfalli, sem nú er. Með tæknijjróun nútímans opnast stöðugt leið- ir og áður ójjekktar á ýmsum sviðum til fljótvirk- ari vinnsluaðferða 'en áður þekktust. Með notkun rafreikna og skýrsluvéla í ríkum mæli við Jjetta verk hafa skapazt nýir mögu- leikar, og mikið og margslungið verk hefur verið leyst af hendi af hinum færustu mönnum á því sviði. Mikil og fjölhugsuð kerfismótun hefur verið unnin frá grunni, og er nú komið á Jjað stig, að allt hið mikla upplýsingasafn er eftir ýtarlega flokkun komið í véltækt vinnsluform og fer geymt á segulböndum eða seguldiskum til vinnslu í raf- reiknum og skýrsluvélum. Þetta geymslu- og vinnsluform gjörbreytir öll- um úrvinnslumöguleikum og gerir viðhald og endurnýjun upplýsinganna mjög auðvelda og hraða og skapar möguleikar fyrir fasteignamatið að fylgjast með á hinum síbreytilega vettvangi fasteignamarkaðsins í landinu. Óhætt 'er að fullyrða, að einn mesti styrkur Jjessa verks er einmitt það, að liafa haslað sér völl á þessum vettvangi og tekið þessa tækni í sína Jjjónustu, enda má telja, að uppbygging verksins á þessu sviði JjoIí samanburð við Jjað, sem bezt gerist hjá öðrum þjóðum. j33 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.