Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 36
Innan marka skipulagsins á hverjum stað ílokkast landið niður eftir notkun þess i íbúðar- húsalóðir, iðnaðar- og athafnalóðir og viðskipta- og þjónustulóðir eða opin svæði, vegi og ræktun- arlönd eða lönd með bráðabirgðanotkun og óráðstöfuð lönd. Verðmat lands og lóða innan hvers þéttbýlis- staðar er breytilegt með tilliti til staðsetningar eða legu og notkunar eða þeirrar starfs'emi, sem þar fer fram. Mat á venjulegri íbúðarhúsalóð samanstendur í grundvallaratriðum af verði landsins og þeim kostnaði, sem því er samfara að gera land að bygg- ingarhæfri lóð við venjulegar aðstæður, eða a. m. k. þeim þætti kostnaðarins, sem gengur inn í markaðsverðið á hverjum stað. Þessi kostnaður kemur meðal annars fram í formi gatnagerðargjalds, þar sem það er inn- heimt hjá húsbyggjanda. Gatnagerðargjald kem- ur fram í mati lóðar, en ekki í mati á húsinu, Jrar sem gatnagerðargjald Jiarf t. d. ekki að greiða aftur, ef hús brennur og annað byggt í staðinn. Kostnaður við að gera land að byggingarhæfri lóð er alltaf metinn, Jrótt gatnagerðargjald hafi ekki verið greitt af eiganda eða afnotahafa lóðar, Jrar sem ljóst er, að markaðsverð þeirra fast- eigna, sem við Jressa aðstöðu búa, Jr. e. vegi og veitulagnir, á skipulagsskyldum stað, er hærra að öðru jöfnu en hinna, sem þessarar þjónustu fara á mis. Þar sem hitaveita er, er sú aðstaða einnig met- in í lóðarverði íbúðarhúsa, Jrar sem staðreynt er, að það hefur áhrif til liækkunar á verð fasteigna. Við mat á iðnaðarlóðum og ekki síður verð- andi viðskipta- og Jijónustulóðir, skiptir staðsetn- ingin meginmáli, og skipulagið sjálft hefur afger- andi áhrif, hvað Jretta snertir. Að sjálfsögðu ganga einnig þar sömu grund- vallarþættirnir inn í matið, þ. e. landverðið sjálft og gatnagerðargjöld svo og hitaveituaðstaða, ef fyrir hendi er. í viðskiptahverfum grundvallast matið síðan á „götuverði", Jrað er verð á fermeter í venjulegri lóð, sem að viðkomandi götu liggur, og er Jrá átt við lóð, sem hefur 30 metra dýpt inn í byggingar- 130 reitinn frá götunni. SVEITARSTJÓRNARMÁL Ef lóðir ná ekki 30 metra dýpt frá götu, liækkar verð þeirra á hvern ferm'eter að meðaltali, en lækkar, ef um dýpri lóðir er að ræða eða baklóðir. Áhrifa frá hliðargötum gætir og í mati þeirra lóða, sem að Jreim liggja í byggingarreitum. Arðgjafarhæfni og Jrar með markaðsverð þess- ara lóða er mest lýsandi um matsverð þ'eirra. Breytileiki er mikill í mati á Jreim og getur oft verið skammt á milli mikils mismunar í mats- upphæðum. Mat á iðnaðarlóðum eða á lóðum, Jrar sem hlið- stæðar athafnir eiga sér stað, er einnig mjög breytil'egt. Lega þeirra hefur oft á tíðurn þar mik- ið að segja, t. d. Jrar sem Jrær eru staðsettar við kostnaðarsöm mannvirki, svo sem við dýrar hafn- ir eða aðalumferðaræðar, sem skapar rekstrinum mikilvæga aðstöðu og gerir staðinn eftirsóttan vegna Jiess. Ýmsum atvinnugreinum er slík aðstaða for- senda fyrir arðsömum rekstri, en staðsetning inn- an skipulagsins skiptir aðrar atvinnugreinar gjarnan litlu máli. Af þessum ástæðum, meðal annars, er mat á iðnaðarlóðum mjög breytilegt. Land hefur alltaf eitthvert verðgildi, en nú- gildi Jress er breytilegt af ýmsum ástæðum. Not- kun Iands Iiefur mest áhrif á verð Jress, en þó hefur land, sem ónotað er, mjög mismunandi verðgildi vegna legu sinnar, nálægðar 'eða fjar- lægðar við athafnir manna. Núgildi lands verður stöðugt breytilegt, og þar sem langtímasjónarmið ráða varðandi notkun landsins, verður núgildi Jress lágt, en getur stigið mjög, ef arðsöm notkun landsins eða ráðstöfun þess blasir við á næsta leiti. Markaðurinn verður að móta mat Jressara landa hverju sinni. Húsamat Mat á mannvirkjum er að vísu mjög fjöl- þætt, en þar er vissulega auðveldara að henda reiður á ákveðnum staðreyndum en gagnvart mati á landi. Allar byggingar samanstanda af efnislegum hlutum, sem raðað er saman, til að móta ákveðið form hverrar byggingar. Að vísu á mjög mismunandi hátt, eftir því, hvaða notagildi hver framkvæmd á að veita og hvaða tilgangi hún

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.