Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 42
lögum gjaldskrárneEndar Hafna- sambands sveitarfélaga um sam- ræmda reglugerð um hafnargjöld. Lokun fjarða til fiskiræktar Sverrir Runóljsson fylgdi úr lilaði tillögu, sem Ingi Garðar Sig- urðsson, oddviti Reykhólahrepps, flutti á þinginu um setningu lög- gjafar, sem heimilaði lokun fjarða til fiskiræktar. Miklar umræður spunnust um öll þessi framsöguerindi á þinginu. Hér fara á eftir ályktanir þær, sem fjórðungsþingið gerði: Fiskirækt Þingið lýsir fullum stuðnirigi við áhugamenn um fiskirækt á Vest- fjörðum og skorar á sjávarútvegs- ráðherra að styðja, svo sem fram- ast má, landeigendur við Gufu- fjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð og víðar á Vestfjörðum til þess, að fjörðum þessum verði lokað til fiskiræktar. Vegvísar settir upp Efling atvinnulífs Aðalfundurinn ályktar að kjósa nefnd, cr geri tillögur um það, á hvern hátt megi styrkja tif fram- búðar atvinnulíf og búsetu á Vest- 136 fjörðum og bendir á, að flutningur SVEITARSTJÓRNARMÁL opinberrar stofnunar kæmi þar til greina meðal annars. Heilbrigðismál 1) Fjórðungsþingið telur, að óviðunandi ástand ríki í lækna- og heilbrigðismálum á Vestfjörðum og að öryggisleysi það, sem fólk þarf að búa við í þessum efnum, sé m. a. ein af orsökum fólksfækkunar úr byggðum Vestfjarða. Úr þessu verður tafarlaust að bæta. Þingið fagnar því, að endurskoð- un heilbrigðislöggjafarinnar stend- ur nú yfir og nefnd, sem unnið hefur að þessum málum, hefur lagt fram tillögur og greinargerð um heilbrigðismál, sem verða grund- völlur að nýju frumvarpi, sem væntanlega verður lagt fyrir Al- þingi á komandi vetri. Leitað hefur verið umsagnar sveitarfélaga um tillögur nefndar- innar og felur því Fjórðungsþing- ið stjórn sambandsins að gangast fyrir fundum, þar sem fulltrúar sveitarstjórna á Vestfjörðum sam- ræmi skoðanir sínar og athuga- semdir um málið. Þar sem nefndin gerir ráð fyrir ákveðinni skiptingu Vestfjarða í 11 eiIsugæzl usvæði, verði fundirnir boðaðir með tilliti til þess. Tillögur og athugasemdir við greinargerðina skulu sendar for- manni Fjórðungssambandsins fyrir 15. okt. n.k., en stjórn sambandsins er síðan falið að senda heildar- greinargerð og athugasemdir til lieilbrigðisráðuneytisins og alþing- ismanna Vestfjarðakjördæmis. 2) Fjórðungsþingið beinir þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðis- yfirvalda og fjárveitingarvalds, að ríflegar upphæðir verði teknar inn á fjárlög fyrir árið 1972 til lækna- miðstöðva á ísafirði og Patreks- firði. 3) Þingið lýsir fullum stuðningi við lillögur Sambands íslenzkra sveitarfélaga um, að ríkisvaldið byggi og reki sjúkrahús, sem ætluð Fjórðungsþingið beinir þeirri áskorun til allra sveitarstjórna í Barðastrandar- og ísafjarðarsýslum, að þær láti koma upp vegvísum við alla aðalvegi, er sýni nafn viðkom- andi sveitarfélags. Ennfremur, að sýslunefndir láti setja upp sams konar vegvísa, er sýni sýslumörk. Æskilegt væri einnig, að merktir væru bæir og ýmsir merkir staðir. eru heilum landslilutum eða land- inu í heild, sbr. greinargerð um verkefnaskiptingu ríkis- og sveitar- félaga. Telur þingið, að Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði falli undir slíka skilgreiningu og ekki komi annað til greina en bygging nýs deildarskipts sjúkrahúss á Isafirði með handlæknisdeild, lyflæknis- deild og hjúkrunardeild. Einnig að alltaf verði starfandi sérfræðingar í handlækningum við sjúkrahús Patreksfjarðar. 4) Þingið skorar á heilbrigðis- yfirvöld að hafa fullt samráð við sveitarstjórnir í Barðastrandarsýslu og Strandasýslu um viðunandi lausn á lækna- og heilbrigðisþjón- ustu í þeim héruðum. Sjómannafrádráttur Fjórðungsþingið vekur athygli Aljjingis á því, live hinn svokall- aði sjómannafrádráttur kemur þungt við skattgreiðendur útgerðar- bæja og jiorpa. Þingið mælir ekki með niður- fellingu skattfríðindanna, en telur, að þar sem um grundvallarstörf er að ræða varðandi hagsæld þjóðfé- lagsins í heild, beri að breyta lög- um um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þannig, að hann bæti þennan mis- mun. Þingið felur jiingmönnum kjör- dæmisins að vinna að þessari breyt- ingu. Raforkumál Fjórðungsþing Vestfjarða fagnar flutningi og samþykkt þingsálykt- unartillögu þeirrar, er þingmenn Vestfjarða fluttu á síðasta Alþingi, varðandi raforkumál Vestfjarða. Þingið minnir á, að í orkuspá, er Rafmagnsveitur ríkisins gerðu 1970 miðað við 7% árlega orku- aukningu, en það hefur hún verið

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.