Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 35
ingasöfnunina er skráð lieiti lands eða lóðar, stærð, lega og lögun ásamt notkun og margs kon- ar upplýsingum öðrum, svo sem leigumála, ef um leiguland er að ræða. Upplýsingar um mannvirki, sem á landi hafa verið gerð, eru margs konar og verða meðal ann- ars að sýna og lýsa gerð og fonni þeirra, svo og byggingarefni, stærðum og aldri og verða að geyma upplýsingar um notkun þeirra hverju sinni og fjölmargt fleira. Þá er skráning ekki tæmandi né fullkomin, fyrr en tilgreindir hafa verið eigendur lands og rétt- hafar lands eða lóðar og 'eigendur mannvirkja. Matsaðferðir og matssjónarmið Möt á fasteignum eru framkvæmd í margs kon- ar tilgangi, þar má meðal annars nefna fasteigna- möt, brunabótamöt, lántökumöt, eignamöt og ýmis möt önnur svo sem skaðabótamöt. Möt á fasteignum, í hvaða tilgangi sem er, byggjast alltaf í grundvallaratriðum á þeim skráningarupplýsingum, sem áður er lýst, en til- gangur matanna leiðir ekki alltaf til sömu niður- stöðu á matsupphæðum. Þrenn meginsjónarmið eru ríkjandi við mat fasteigna. f fyrsta lagi, þar sem byggingarkostn- aður er lagður til grundvallar, í öðru lagi mark- aðsviðmiðunin og í þriðja lagi arðgjöf eða arð- gjafarhæfni eignar. í ýmsum tilfellum verður mat á fasteignum niðurstaða allra þessara þriggja matsaðferða og við það fasteignamat, sem nú hefur verið fram- kvæmt, h'efur öllum þessum þremur matsaðferð- um verið beitt að meira eða minna leyti við leit að þeirri niðurstöðu, sem lögin gera ráð fyrir, sem er líklegt gangverð fasteignanna. Landmat Land- og lóðamat er mjög breytilegt og grundvallast í fyrsta lagi á landfræðil'egri legu hvers staðar með tilliti til landslags, veðurfars og fleiri atriða frá nátúrunnar hendi. Möguleika til verðmætaöflunar, samgangna, atvinnu- og verð- mætasköpunar, sem við jákvæðar aðstæður leiðir af sér óskir fólks um aukna búsetu á viðkomandi stað, sem aftur er hvati til aukinnar og bættrar þjónustu og aukinnar félagslegrar aðstöðu. Alls eru skipulagsskyldir staðir 92 á landinu, en það 'er, skv. ákvæðum skipulagslaganna hver sá staður, Jrar sem 100 íbúar eða fleiri hafa fasta búsetu, svo og aðrir þeir staðir, sem ástæða þykir til, að falli undir ákvæði skipulagslaganna um ráðstöfun landsins og mannvirkjagerð. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.