Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 9
inni. Á tímabili voru gerðir út héð- an allt að 50 þilfarsbátar og opnir vélbátar, og á árunum fram til 1930 fjölgaði fólki mjög ört. Síðan varð fjölgunin hægari og áratuginn 1950—1960 lækkaði íbúatalan um 45. Milli 1960 og 1970 hefur á hinn bóginn fjölgað um ríflega 180. Á fyrra áratugnum leitaði yngra fólk- ið í atvinnu fyrir sunnan og flutt- ist búferlum upp úr því. Á síðari árum hefur yngra fólkið sezt að og reist sér nýtízkuleg íbúðarhús heima fyrir. Þrátt fyrir miklar bygg- ingar íbúðarhúsa, stendur húsnæð- isskortur í vegi fyrir frekari fólks- fjölgun núna.“ — Eru vaxtarskilyrði að öðru leyti gúð um þessar mundir? „Ég tel ástæðu til að ætla jrað. Til þess að fólki fjölgi, þarf að nn'num dómi tvennt að konta til. Aukin útgerð og þá aðallega með tilkomu stærri skipa. Vonir standa til, að til Ólafsfjarðar komi 500 tonna skuttogari. Og jafnvel annar svipaðrar stærðar síðar. Verði svo og með eðlilegri fjölgun smærri báta, þá tel ég vel séð fyrir að- stöðu til útgerðar og atvinnu við hana um langa framtíð. En það er annað, sem ég álít, að líka juirfi til að koma. Okkur vantar aukna fjölbreytni í atvinnulífið. Fyrir okkur vakir að koma upp iðnaði. Ymsir möguleikar liafa verið athug- aðir í því augnamiði. Of snemmt er þó að segja, hver árangur verð- ur. Takist þær fyrirætlanir, þá tel ég, að íbúatala Ólafsfjarðar aukist verulega á þessum áratug. Það er að segja, ef sæmilega er búið að landsbyggðinni yfirleitt." — Varst þú ekki einn af for- göngumönnum um stofnun Fjórð- ungssambands Norðlendinga á sin- um tima? „Jú, ég varð fljótlega þar í ráð- um. Og hafði einkum það í huga, að framámenn íjórðungsins í sveit- arstjórnarmálum gætu kynnzt meira og samrýmt sjónarmið sín varðandi hagsmunamál Norðlendingfjórð- ungs. Svo vildi ég vinna að þvl, að sveitarfélögin fengju ákveðinn tekjustofn og rneira til umráða af tekjum þeim, sem renna til sam- eiginlegra þarfa þjóðfélagsins. Ég taldi þá og tel það enn varða sjálf- stæði sveitarfélaganna, að þau fái á hverjum tíma rúmar tekjur. Á fyrstu árum Fjórðungssambandsins flutti ég oft tillögur um að færa út á landið hinar ýmsu stofnanir hins Vetrarmyndlr frá ÓlafsflrSI tll vlnstri, á sumrln er Tjörnin bæjarpýöi, á vetrum vinsælt skautasvell, etri myndln hægra megln sýnlr skiða- stökkpa11, sem gerður hefur verið inni [ miðjum bæ, líklega elna dæmið þess hér á landi; á neðri myndinni er gagnfræðaskólahús I smlð- um og fjær raðhús, sem bærlnn á I smíðum. Mynd af barnaskólahúsinu er felld inn i myndina neðst tll hægrl. (Ljósm. Brynj. Svelnss.) SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.