Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 17
FRÁ STJÓRN HAFNA- SAMBANDSINS Gjaldskrármál Á stjórnarfundi 5. febrúar s.l. lauk stjórn sambandsins við endan- legan frágang á tillögum að sam- ræntdri gjaldskrá og sendi tillög- urnar samgönguráðuneytinu, hafna- málastjóra og aðildarfélögum. I marzmánuði átti formaður og síðan hluti af stjórn sambandsins fundi með hafnamálastjóra, er gerði nokkrar athugasemdir við til- lögurnar. Varð samkomulag um nokkra breytingu á lestagjaldi heimabáta, og var þess óskað, að hafnamálastjóri gengi frá athuga- semdum eða breytingum við inn- sendar reglugerðir og sendi ráðu- neytinu. Svo kunnugt sé, hefir aðeins ein reglugerð byggð á samræmingartil- lögunum hlotið staðfestingu, en aðrar reglugerðartillögur, sem send- ar hafa verið ráðuneytinu til stað- festingar, munu liggja hjá hafna- málastjóra óafgreiddar. Könnun á þætti hafna í flutningsmálum Stjórnin hefir ráðið dr. Kjartan Jóhannsson til þess að vinna að at- hugun á þætti hafnanna í flutn- ingamálum, kanna áhrif þeirra á samkeppnisaðstöðu sjóflutninga og leita aðgerða, sem eru á valdi hafn- anna, bæði í gjaldskrármálum og/ eða bættri aðstöðu til örvunar sjó- flutninga. Hafnasambandið hefir lilotið vilyrði um fjárhagsaðstoð frá stjórn Sambands íslenzkra sveitar- félaga til að kosta þetta verkefni. Ársfundur á Akureyri Svo sem ákveðið var á síðasta árs- fundi, verður ársfundurinn 1972 haldinn á Akureyri 15. september. Stjórnin hefir í samræmi við ákvörðun síðasta ársfundar boðið fulltrúum frá Hafnasamböndum annars staðar á Norðurlöndum að sitja fundinn, og hafa þau öll til- kynnt um þátttöku. Norrænt samstarf Formaður sótti fund norrænu hafnasambandanna, sem haldinn var í Stokkhólmi 4. og 5. maí s.l. Bauð hann þar til næsta norræna fundar á íslandi árið 1974. Námskeið fyrir hafnarstarfsmenn á Norðurlöndum Sænska Hafnasambandið heldur árlega námskeið fyrir meðlimi hafn- arstjórna og hafnarstarfsmenn. Á samnorræna fundinum í Stokk- hólmi í vor var það fært í tal, að Hafnasambandi sveitarfélaga gæti staðið til boða að senda þátttak- anda á námskeiðið. Námskeiðið í ár fer fram dagana 6. til 8. seiít., og verður m. a. fjallað um eftirfar- andi efni: Hver gerir hvað i höfn- inni? Breytingar og þróun nútíma sjóflutninga. Uppbygging og þróun verzlunarflotans. Leiga á bygging- um, lóðum og tækjum á hafnar- svæðum. Hver ber ábyrgðina, þegar skip njóta aðstoðar dráttarbáta vegna festingar skipa (fortöjning) og ef olía fer í sjóinn? Meðferð hættulegs flutnings. Atriði varðandi stefnu í gjaldskrármálum. Siglingar- tæki og annar tæknilegur útbún- aður í höfnunum. í Danmörku var á s.l. ári haldið námskeið fyrir starfsmenn ríkis- hafnanna, og í Noregi eru í undir- búningi jtriggja daga námskeið á vegum norska hafnasambandsins. Þeir, sem e. t. v. hefðu áhuga á að kynna sér þessi námskeið nánar, eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna. Frumvarp til hafnalaga Nefnd sú, er vann að endurskoð- un hafnalaganna, boðaði formann sambandsins á einn fund, áður en liún lauk störfum. Tekið var tillit til nokkurra óska sambandsins við gerð frumvarpsins, en annarra ekki. Stjórnin liefir á fundum sínum í sumar fjallað um frumvarpið, sem vonir standa til, að lagt verði fyrir Alþingi í þingbyrjun í haust. Mun stjórnin þá koma atliuga- semdum sínum á framfæri. Eru ein- stakar hafnarstjórnir livattar til að kynna sér frumvarpið og senda stjórninni athugasemdir sínar. Að sjálfsögðu verður frumvarpið til umræðu á ársfundinum í septem- ber. SVEITARSTJÓItNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.