Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 44
niynd, að sjómannafræðslan og önnur starfsfræðsla verði tengd iðn- skólunum á ísafirði og Patreksfirði. Þingið leggur áherzlu á, að fisk- iðnskóli verði staðsettur á ísafirði og Patreksfirði, og komið verði jjar upp rannsóknarstöð fyrir fiskveið- ar og fiskiðnað. Samgöngumál Þingið telur, að þau tvö strand- ferðaskip, sem nú eru í ferðum, fullnægi ekki þeirri ferðatíðni inn- an Vestfjarða, sem nauðsyn er á. Þingið felur stjórn Fjórðungs- sambandsins að kanna hjá viðkom- andi aðilum, hvort svonefndir flóa- bátar geti bætt hér úr. Þingið fagnar jreim áföngum, sem náðzt liafa í vegagerð á Vest- fjörðum, en minnir á, að mörgu er enn ólokið, og að gera verður stórátak til að koma vegamálum Vestfjarða í viðunandi horf. Lagningu Djúpvegar þarf að hraða. Ennfremur þarf að leggja sérstaka áherzlu á endurlagningu vega í Austur-Barðastrandarsýslu. Lokið verði vegagerð frá bænunt Fossá að Vatnsfjarðará í Barða- strandarhreppi. Þingið leggur áherzlu, að Jjeim sjúkraftugvölium, sem fyrir eru í héraðinu, verði lialdið í sómasam- legu horfi og byggðir verði sjúkra- flugvellir í Jreim byggðarlögum, sem þá vantar, t. d. í Súgandafirði og Tálknafirði. Þingið felur stjórninni að vinna áfram að áætlunargerð um varan- lega gatnagerð. Niðurstöður verði lagðar fram fyrir sameiginlegan fund Jjeirra sveitarfélaga, sem að könnuninni standa, og taki sá fund- ur endanlega ákvörðun í málinu. Þingið fagnar þeim mikilsverðu áföngum, er náðst hafa með hafn- arbótum á Vestfjörðum. En minnir á, að ýmsum verkefnum er enn ólokið, og að kostnaður vegna framkvæmda hvíli of þungt á fá- mennum sveitarféiögum. Þingið SVEITARSTJÓRNARMÁL fagnar Jjví þeirri endurskoðun hafnarlaga, er miðar að Jjví að létta að mun Jiessari byrði af sveitar- félögunum. Þingið bendir á mikilvægi ferju- liryggja á ýmsum stöðum á Vest- fjörðum, Jjakkar Jrað, sem unnið hefur verið, og hvetur til, að hrað- að verði fyrirhuguðum framkvæmd- um. Fjórðungsþing að Kollabúðareyrum Þingið er meðmælt þeirri liug- mynd, er lram kemur í tillögu Búnaðarfélags Reykhólahrepps, og felur stjórn Fjórðungssambandsins að athuga rnálið og leggja fyrir næsta fjórðungsjjing. Tillaga Jjessi var svohljóðandi: Aðalfundur Búnaðarfélags Reyk- hólahrepps beinir Jjeirri ósk til Fjórðungsþings Vestfjarða, að Jjað haldi fund sinn á Kollabúðareyrum árið 1974. F.h. Búnaðarfélags Reykhólahrepps Jón Snæbjörnsson. Árgjald sveitarfélaga 20 krónur á íbúa Á fundinum voru samþykktir árs- reikningar sambandsins fyrir árið 1971, sent Jón Baldvinsson, gjald- keri stjórnarinnar, gerði grein fyrir. Einnig var samjjykkt fjárhagsáætl un fyrir komandi starfsár. Er Jjar gert ráð fyrir, að framlag hvers sveitarfélags til sambandsins nemi 20 kr. á livern íbúa. Niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunarinnar eru 202 Jjús. kr. I áliti fjárhagsnefndar sagði m. a., að nefndinni sé ljóst, að Jjær litlu tekjur, sem sambandið hefur af föstum framlögum sveitarfélag- anna, nægi ekki til Jjcss að standa undir óhjákvæmilegum útgjöldum við rekstur þess í framtíðinni, ef Jjað eigi að geta fullnægt þeim kröfum, sent til Jjess eru gerðar, og Jjví hlutverki, sem Jjví er ætlað, sam- kvæmt lögum þess. Ráðinn verði framkvæmdastjóri Þá samþykkti Jjingið að ráða sam- bandinu framkvæmdastjóra strax og fjárhagsástæður þess leyfa. Var stjórninni falið í því skyni að leita nýrra tekjustofna, m. a. með auknu framlagi sveitarfélaga, framlagi sveitarfélaga, framlagi ríkis og ríkis- stofnana, sem greiði hluta af laun- um og skrifstofukostnaði, enda vinni framkvæmdastjórinn jafn- framt að gerð Vestfjarðaáætlunar í atvinnu-, heilbrigðis-, félags- og menningarmálum í samráði við Efnahagsstofnunina, stjórn Fjórð- ungssambandsins og sveitarstjórnir á Vestfjörðum. Stjórnarkjör í aðalstjórn sambandsins voru kosnir til eins árs: Gunnlaugur Finnsson, Flateyrarhreppi, forrnað- ur; Jón Baldvinsson, sveitarstjóri á Patreksfirði; Jónatan Einarsson, oddviti í Bolungarvík; Björgvin Sighvatsson, bæjarfulltrúi á ísa- firði, og Karl Loftsson, oddviti Hólmavikurhrepps. í varastjórn voru kosnir Ingi Garðar Sigurðsson, oddviti Reyk- hólahrepps; Guðmundur Ingi Kristjánsson, oddviti Mosvalla- hrepps; Guðmundur Ingólfsson, oddviti Eyrarhrepps; Kristján Jóns- son, hreppsnfulltr., Hólmavík, og Davíð Davíðsson, oddviti Tálkna- fjarðarlirepps. Endurskoðendur til eins árs voru kosnir Aage Steinsen, bæjarfulltrúi á ísafirði, og Guðmundur B. Jóns- son, hreppsnfulltr. í Bolungarvík, og til vara Guðmundur Gíslason, oddviti Mýrahrepps, og Högni Þórðarson, bæjarfulltrúi á ísafirði.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.