Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 48
StaSa og hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga og tekjustofnar þeim til handa Aðalfundurinn telur nauðsyn- legt, að á yfirstandandi Alþingi verði gerð sú bráðabirgðabreyting, að landshlutasamtök sveitarfélaga fái á næsta ári framlög úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Við endur- skoðun laga um tekjustofna sveit- arfélaga verði lögbundnir óháðir tekjustofnar fyrir landshlutasam- tökin. Fundurinn telur nauðsynlegt, að hraðað verði setningu löggjafar um stöðu og lilutverk landshlutasam- taka sveitarfélaga. Heilbrigðismál Aðalfundurinn telur rétt, að í sambandi við væntanlega nýskipan heilbrigðismála verði gert ráð fyrir heilsugæzlustöð í Búðardal og að jtar starfi tveir læknar. Ennfremur leggur fundurinn áherzlu á, að við fullnaðarmótun frumvarps um skipun lieilbrigðis- mála á landinu verði haft fullt samráð við landssamtök sveitarfé- laga og landshlutasamtök. Heilbrigðisfulltrúi Aðalfundurinn samþykkir að beina því til samtakanna að kanna fjárhagslegan grundvöll fyrir ráðn- ingu heilbrigðisfulltrúa í Vestur- landskjördæmi með þvf að leita til allra sveitarstjórna í kjördæminu og leita samninga við Heilbrigðis- eftirlit ríkisins og sölusamtök fisk- iðnaðarins um kostnaðarþátttöku. Jafnframt verði kannað, hvort ntögulegt sé að tengja þetta starf við störf embættismanna, sem þeg- ar eru starfandi í kjördæminu. SVEITARSTJÓRNARMÁL Raforkumál Aðalfundurinn lýsir fullum stuðningi við Andakílsárvirkjun varðandi kaup á Hvalfjarðarlínu og beinir þeirri áskorun til yfir- stjórnar raforkumálanna í landinu, að gengið verði frá málinu hið fyrsta. Jafnframt samþykkir fundurinn að láta fara fram athugun á hag- kvæmustu lausn raforkumála í Vesturlandskjördæmi í heild. Felur fundurinn stjórn samtakanna að skipa nefnd til að framkvæma þessa athugun og leggja fyrir næsta aðal- fund. Verði í Jteirri athugun leitazt við að finna leiðir til lækkunar á verði raforku á orkusölusvæði Rafmagns- veitna ríkisins í kjördæminu. Innheimta gjalda af innleggjendum hjá fyrirtækjum Þar sem nú eru í endurskoðun lög um tekjustofna sveitarfélaga, beinir aðalfundur SSVK því til nefndar þeirrar, sem vinnur að endurskoðun nefndra laga, að ákvæði um innheimtu útsvara og annarra gjalda verði tekin til at- hugunar með það fyrir augum að tryggja innheimturétt sveitarfélaga hjá framleiðslu- og siilufyrirtækj- um. Aðalfundir á ýmsum stöðum Aðalfundurinn samþykkti að lok- um að beina Jjví til stjórnar sam- takanna, að aðalfundirnir verði haldnir á hinum ýmsu stöðum í kjördæminu. Stjórnarkjör í aðalstjórn samtakanna árið 1971—1972 voru kosnir: Gylfi ísaksson, bæjarstjóri, Akra- nesi; Sigurður Sigurðsson, oddviti, Skilmannahreppi; Húnbogi Þor- steinsson, sveitarstjóri, Borgarnesi: Alexander Stefánsson, oddviti, Olafsvík; Haraldtir Arnason, odd- viti, Búðardal. í varastjórn voru kosnir: Valdimar Indriðason, bæjarfull- trúi, Akranesi, Bergþór Guðmunds- son, oddviti, Leirár-Melahr.; Þórð- ur Kristjánsson, oddviti, Norðurár- dalshreppi; Ágúst Bjartmarz, odd- viti, Stykkishólmi, og Gísli Þor- steinsson, oddviti, Miklaholtshr. Endurskoðendur voru kosnir Jón Þór Jónasson, oddviti, Stafholts- tungnahreppi og Árni Emilsson, sveitarstjóri, Grundarfirði, og til vara Gísli Þórðarson, oddviti, Kol- beinsstaðahreppi, og Skúli Alex- andersson, oddviti, Hellissandi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.