Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Qupperneq 8
LISTIIM OG FOLKIÐ í þessu tölublaði og hinu næsta lýkur að segja frá ráðstefnunni um sveitarstjórnir og menning- armál, sem haldin var í aprílmánuði 1975. Má segja, að þá liggi fyrir allvíðtæk úttekt þessara mála frá ýmsum sjónarmiðum. Hlýtur það að vera nokkurs virði í sjálfu sér. Þess er að sjálfsögðu enginn kostur að meta árangur slíkrar ráðstefnu. Ekki tel ég þó ósenni- legt, að hún liafi orðið ýmsuni hvati til að leiða hugann að ásigkomulagi menningarmála í heima- byggð. Og það er naumast vafamál, að töluverð gróska hefur ríkt undanfarið í ýmsum listgrein- um víða um land. Á stöðum, sem ekki hafa mjög verið orðaðir við slíkt, hefur mátt merkja á þess- um vetri margháttað framtak. Ég ætla líka, að sveitarstjórnir sýni ýmiss konar menningarstarf- semi meiri áhuga en verið hefur. Norræni menningarsjóðurinn liét sveitar- stjórnum á Norðurlöndum á síðaslliðnu ári styrk til þess að halda svonefndar norrænar menn- ingarvikur. Hafði sambandið milligöngu um að kynna þessi mál fyrir sveitarstjórnum, þar sem aðstaða var talin fyrir liendi. Jafnframt var leit- að aðstoðar Norræna félagsins til að vekja at- hygli á málinu. Undirtektir urðu dræmar, en svo fór þó, að eitt sveitarfélag hér á landi fær á þessu ári styrk, sem nemur 50 þús. dönskum krónum í þessu skyni. Er það Kópavogur, og skulum við vona, að vel takist til. Það hlýtur að verða vaxandi hlutverk sveitar- stjórna á næstu árum að búa hvers konar menn- ingarstarfsemi a. m. k. bærilega aðstöðu. Það hefur líka sýnt sig, þar sem aðstaðan fæst, birtist listarneistinn í fólkinu, fyrr en flesta getur grun- að. Það er grynnra á hæfileika og áhuga en marg- ir halda. Um hlut hins opinbera sagði vitur maður eitt sinn: „Verkefni opinberrar stofnunar er ekki að kenna eða kveða upp dóma um listir, heldur auka traust og tækifæri. Starf listamannsins er komið undir þeim aðstæðum, sem hann býr við og aldaranda. Það er engin ástæða til að ætla, að færri snillingsefni hafi fæðzt i heiminum á tímum lítilla andlegra afreka en á þeim stuttu blómaskeiðum, sem við eigum að þakka nær allt, sem okkur er dýrmætast. Þegar öllum gefst tækifæri til að kynnast hinni göfugustu list og njóta hennar, munu ný listaverk verða til í óvæntum myndunr og á ólíklegustu stöðum." Páll Líndal. 2 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.