Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Qupperneq 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Qupperneq 16
og fær áhuga á. Sjónvarpið gæti örugglega innt af hendi stórt hlutverk líka, en hefir lítt sinnt því til þessa. Sú undirstaða, sem tónlistarkennsla og -fræðsla leggur 1 þjóðarsálina, er forsenda þess, að al- menningur fái notið starfs Sinfóníuhljómsveitar íslands, m. a. þess, að nokkurt gagn sé að eyða fé í að senda hljómsveitina um landið. Það má taka stað eins og ísafjörð sem dæmi þess, þar sem búið er á löngum tíma að undirbúa jarðveg fyrir móttöku klassískrar hljómsveitartónlistar með áratuga starfi snillinga eins og Jónasar Tómassonar og Ragnars H. Ragnar. Klassísk hljómsveitarmúsík er svo mikið mannaverk — svo langt frá því að vera upprunaleg — og þess vegna framandi óþjálfuðu eyra, að hennar verður aðeins notið í litlum mæli án undangenginnar fræðslu og þjálfunar. 5.4.4 Stuðningur sveitarfélaga þyrfti að korna til við áhugamannaleikfélög, sem gegna ákaflega rniklu hlutverki, en eru víða lömuð af fjárhagsvand- ræðum. Leiklistin sýnist eiga greiðan aðgang að miklum fjölda fólks, og iðkun hennar er eitt bezta dæmið um það, þegar fólk þarf að sýna mikið frumkvæði í tómstundaiðkunum. 5.4.5 Stuðningur við skipulag safnamála. Ég liygg, að Austfirðingar hafi fundið ákaflega skynsam- lega lausn á því, hvernig leysa má þau mál í strjálbýli. Rúmið leyfir ekki nánari útlistun, en ég vísa til ítarlegrar frásagnar um Safnastofnun Austurlands í „Sveitarstjórnarmálum“, 5. tölu- blaði 1972. 5.4.6 Hagkvæmt getur verið fyrir sveitarstjórnir að láta sérstakar nefndir sinna ýmsurn þeim málum, sem talin liafa verið hér eða ótalin, enda er sá háttur víða hafður. Austur á Héraði hafa 10 hreppar sameiginlega nefnd í þessu skyni, „Menn- ingarsamtök Héraðsbúa“, og leggja hrepparnir henni 0,5% al' óniðurfærðum útsvarsstiga í rekstr- arfé. Ég vil ennfremur bæta því við, að jiar eystra áttu jressi samtök hreppanna 10 frumkvæði að því, að Jieir reistu sér stórt sameiginlegt félags- heimili í miðju héraði á Egilsstöðum og skipta eignarhlut í samræmi við fjarlægð frá miðstöð- inni. 5.4.7 Varðandi fegrun umhverfis biður sveitarstjórna um allt land mikið verkefni. 111 umgengni utan- húss er einn sneggsti bletturinn á hinu ómótaða jrjóðfélagi á íslandi. Vélaöldin, tæknin og gadda- vírinn liafa sett blett á umhverfi bæði sveita, jjorpa og bæja ásamt hinu óheyrilega rusli, sem víða liggur um allar jarðir. I baráttunni við jiennan ófögnuð geta sveitar- stjórnir auk skipulagningar á eigin vegum virkjað ýmis áhugamannasamtök. Við þennan þátt verður ekki skilizt án jress að minna á skyldur sveitarstjórna í þéttbýlisstöðum að vernda fólk gegn jrví, að sauðfé og lnoss, sem gengur laust, vaði yfir lóðir fólks eins og engi- sprettufaraldur. Lagalieimildir eru fyrir hendi til jress að beita gegn slíkum ófögnuði, en sveit- arstjórnir virðast víða liafa verið feimnar við að nota þær. í sambandi við fegrun umhverfis ber að end- ingu að geta um hið mikla átak, sem nú er hafið í bæjum og Jrorpum víða um land 1 því að leggja varanlegt slitlag á götur. Þetta er nefnilega meira menningarmál en samgöngumál og fyrir því vil ég á Jjessum vettvangi fagna Jieim skilningi, sem að baki J>ví liggur. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru í miklu efni um verkefni sveitarstjórna í menningarmál- um. Því miður leyfir tíminn ekki nánari útlist- anir. Sig. Blöndal. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.