Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Side 39

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Side 39
AUÐKÚLUHREPPUR VIÐ ARNARFJÖRÐ Heimsókn í fæSingarsveit Jóns Sigurðssonar og m. a. rætt við Guðmund Ragnarsson, oddvita á Hrafnabjörgum, sem nýlega hefur komizt í vegasamband við aðra hreppsbúa. Arnarfjörður Óvíða gefur að líta tignarlegra útsýni en það, sem við blasir af Dynjandiheiði fyrir botni Arnarfjarðar. Á vinstri hönd sér til Suðurfjarða nær og til Ketildala fjær og á hægri hönd sér út norðurströnd Arnarfjarðar, og er þar Auðkúlu- hreppur. Hið næsta sér niður í Geirþjófsfjörð og yfir í Dufansdal í Fossfirði í Suðurfjarða- lireppi. Þar sem við stöndum, eru í senn hreppa- og sýslumörk. Barðastrandarsýsla er að baki, en við tekur Vestur-ísafjarðarsýsla og Auðkúlu- hreppur, syðsti hreppur sýslunnar. Af Dynjandiheiði er komið niður í Dynjandi- vog. Þar á vinstri hönd Fjallfoss í Dynjandiá. Handan Meðalness er komið að Mjólkárvirkjun við bæinn Borg í samnefndum firði. Nokkru ut- ar með firðinum er Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Hér eru vegamót. Ut með norðurströnd Arn- arfjarðar er ekið frarn hjá Auðkúlu, sem hrepp- urinn er kenndur við, út Bauluhúsaskriður, að Álftamýri og Stapadal, en lengra verður ekki komizt á ökutæki. Hin leiðin liggur upp Hrafns- eyrardal, yfir Hrafnseyrarheiði, og er þá kontið til Dýrafjarðar. Þar er Þingeyri undir Sandafelli. Oddviti kemst í fyrsta skipti í akvegasamband Hjá Guðmundi Ingvarssyni og Ólöfu konu hans á símstöðinni á Þingeyfi bar á fjörur okk- ar engan annan en oddvita Auðkúluhrepps, Guð- niund Ragnarsson á Hrafnabjörgum. Til skamms tírna varð ekki komizt öðru vísi en fótgangandi á fund oddvitans, eftir torsóttri leið í fjöru eða bröttu bergi eða yfir illfæra lieiði. Samgöngur voru nær því allar sjóleiðina á litlum báturn. „Sumarið 1974 fékk hugdjarfur maður, Elías Kjaran Friðfinnsson að nafni, þá liugmynd að fara með litla jarðýtu eftir örmjórri gönguslóð utan í Hrafnholum milli Keldudals og Svalvoga. Þarna er snarbratt berg beint í sjó fram, en með jarðýtublaðinu tókst honum að rispa í bergið nógu breiða rák fyrir jeppabíl. Verstu höftin þurfti þó að sprengja brott. Leiðin milli Sval- voga og Hrafnabjarga er svo urn 10 km löng, og er vegurinn nú sæmilega jeppafær alla leið.“ „Ekki var þetta nú fyrir örlæti fjárveitinga- valdsins eða forsjá Vegagerðar ríkisins", segir Guðmundur Ragnarsson, oddviti Auðkúluhrepps. 33 SVEITAItSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.