Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Side 42
Jón Sigurðsson Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811 og ólst hér upp, unz hann hafði lokið skóla- lærdómi hjá föður sínum, séra Sigurði Jónssyni. Skammt innan við Hrafnseyri er lítil jörð, sem Gljúfurá heitir. Þessa jörð eignaðist Jón Sigurðs- son, og það gerði honum fært að hjóða sig fram til þings í ísafjarðarsýslu, þar sem hann hlaut kosn- ingu á fyrsta kjörfundi í sýslunni 13. apríl 1844. Jörð þessi fór í eyði um 1930. Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911, héldu Vestfirðingar hátíð á Hrafnseyri. Var |)á reistur minnisvarði um Jón. Er það stór grágrýtissteinn úr landi jarðarinnar, og á bauta- steininn greyptur skjöldur með andlitsmynd af Jóni l'orseta, sent Einar Jónsson myndhöggvari gerði. Á Hrafnseyri stendur uppi veggur úr baðstof- unni, sem Jón er fæddur í. Var veggurinn hlað- inn upp, er hann var að falli kominn árið 1951. Var það gert fyrir atbeina Sveins Björnssonar, forseta, er hann heimsótti staðinn það ár. Ásgeir Ásgeirsson, forseti og fyrrum þingmað- ur Vestur-ísfirðinga, hafði mikinn áhuga á að gera sóma staðarins sem mestan. M. a. stofnaði hann minningarsjóð um konu sína, Dóru Þór- hallsdóttur og ætlaði sjóðinn til að reisa kapellu á staðnum. Hrafnseyramefnd Fljótlega eftir lýðveldisstofnunina árið 1944, ákvað Alþingi að heiðra minningu Jóns forseta m. a. með því að sýna Hrafnseyri nokkra rækt- arsemi. 1 því augnamiði var sett á stofn Hrafns- eyrarnefnd til þess að hafa timsjón nteð staðn- um. í nefndinni eiga nú sæti Þórhallur Ásgeirs- son, ráðuneytisstjóri, formaður; Halldór Krist- jánsson á Kirkjubóli, Ágúst Böðvarsson, fv. for- stöðumaður Landmælinga Islands, Hannibal Valdimarsson í Selárdal, fv. ráðherra, og Sturla Jónsson á Suðureyri. Hinir tveir síðastnefndu eru fulltrúar sýslunefndanna á Vestfjörðum í nefndinni. Um 1960 var fyrir atbeina Hrafnseyrarnefndar reist myndarlegt hús á staðnum. Var það ætlað í senn sent íbúðarhús sóknarprests og sem ungl- ingaskóli með heimavist. Fram að þessurn tíma voru yfir 20 býli setin í hreppnum, en úr því fór byggðin þverrandi, prestur hætti að sitja stað- inn árið 1961 og skólahald, sem hófst árið 1965, féll niður fljótlega. Þegar hér var komið, var heimavistarálma enn óbyggð, og þar við situr. Húsinu er þó vel við haldið og í því búið, þótt skólahald sé þar ekki. 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar árið 1979 Með því að konta upp þessu liúsi hefur Hrafns- eyrarnefnd stuðlað að því að halda staðnum í byggð. Hún hefur einnig viðað að sér nokkrum húsmunum, sem Jón Sigurðsson átti, sem gætu orðið uppistaða í minjasafni um Jón nteð hús- gögnum hans, bókum eftir hann og um hann. Hrafnseyrarnefndin hefur leitað samstarfs við Fjórðungssamband Vestfirðinga og íleiri félags- samtök á Vestfjörðum um þetta verkefni. „Árið 1979 verða 100 ár frá andláti Jóns Sig- urðssonar", sagði Guðmundur á Hrafnabjörg- um, „og mér finnst sjálfsagt að minnast ártíðar hans á Hrafnseyri nteð viðeigandi hætti.“ Menntasetur Þótt Hrafnseyri sé í huga flestra landsmanna fyrst og fremst fæðingarstaður Jóns forseta, er staðurinn einnig gamalt menntasetur byggðar- lagsins. Þar hafa setið prestar samfellt frá því á 16. öld til 1961. Sigurður Jónsson, faðir Jóns forseta, kenndi piltum undir skóla allt til stúdentsprófs, eins og syni sínum. Fjóra fyrstu áratugi þessarar aldar sat staðinn séra Böðvar Bjarnason, sem var oddviti Auðkúluhrepps um langt árabil og framfaramaður um margt. Hann hélt á heimili sínu unglingaskóla með lýðskóla- sniði í nteira en 20 vetur. Hjá honum lærðu margir þjóðkunnir menn. Eftir hann liggur m. a. bókin Hrafnseyri, sem Menningarsjóður gaf út 1961, sjö árum eftir andlát hans. Elzti sonur séra Böðvars var Bjarni Böðvarsson, hljóm- sveitarstjóri. SVEITAKSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.