Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Page 59

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Page 59
vothey, heykökur og kjarnfóSur, en ekki þurrkað hey, sem algengast er. Haukur Halldórsson, bóndi í Sveinbjarnargerði, sagði í samtali við Akureyrarblaðið Islending ný- lega, að fjármagnskostnaður og fyrning við búreksturinn nemi um 40% framleiðslukostnaðarins, en vinnulaun um 20%, en í útreikn- ingi búvöruverðsins er almennt gert ráð fyrir, að vinnulaun séu 45%, en fjármagnskostnaður og fyrning 8%- Nýtt skólahús Skammt frá Svalbarðseyri hefur Svalbarðsstrandarhreppur reist barnaskólahús og skólastjóraíbúð. í barnaskólanum eru nú 35 börn. Ivennt er 5 daga vikunnar og heim- anakstur viðhafður. Hreppurinn stendur að unglingafræðslu með þremur hreppum Eyjafjarðarsýslu innan Akureyrar, en það eru Öng- ulsstaðahreppur, Hrafnagilshrepp- ur og Saurbæjarhreppur. Þeir standa sameiginlega að skólasetrinu að Hrafnagili. Hraðbraut um hreppinn Búið er að mæla fyrir hraðbraut- arstæði frá Hallandsnesi að gatna- mótum Svalbarðseyrarvegar. Þar hefur þegar verið unnið að vegar- gerð fyrir um það bil 30 millj. kr. Fyrirhugað mun að vinna þar fyrir 40 rnillj. á árinu 1976 samkvæmt vegaáætlun, en að auki mun varið til þessa hraðbrautarkafla 15 millj. króna af fé samkvæmt Norðurlands- áætlun. Við lagningu þessa vegar er við það miðað, að framtíðarleiðin frá Akureyri til austurs liggi yfir svo- kallaðar Leirur innan Akureyrar og þaðan út Svalbarðsströnd og yfir Vlkurskarð að nýju Fnjóskárbrúnni. Óeðlileg sýslumörk Það kemur mörgum einkennilega fyrir sjónir, að Svalbarðsstrandar- hreppur skuli heyra til Suður-Þing- eyjarsýslu en ekki til Eyjafjarðar- sýslu, þótt landfræðilega liggi liann að Eyjafirði. Frá Svalbarðseyri til Akureyrar er nú 18 km leið og mun styttast með tilkomu nýs vegar, en til Húsavíkur, þar sem sýslumaður Suður-Þingeyjarsýslu situr, er nær 80 km leið. Félagsleg samskipti fólks í hreppnum eru nær öll við Eyfirðinga og öll utansveitarvið- skipti eru sótt þangað. „Margir hreppsbúar eru þeirrar skoðunar," segir Hreinn Ketilsson, oddviti hreppsins, í samtali við Sveit- arstjórnarmál, „að miklu eðlilegra væri, að lireppurinn heyrði til Eyja- fjarðarsýslu heldur en Suður-Þing- eyjarsýslu. Samvinna síðari tíma hnígur öll í þá áttina. Þannig er t. d. um skólamál með því samstarfi, sem tekizt hefur með hreppum Eyjafjarðar um unglingafræðslu. Svo er einnig um önnur félagsmál, að samvinnan er öll með Eyfirðing- um. Þannig á ungmennafélag sveit- arinnar aðild að Ungmennasam- bandi Eyjafjarðar og búnaðarfélag hreppsins er í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Og flest önnur rök Svalbarðseyri og byggðin norður að Vikurskarði, þar sem eru mörk SvalbarSssIrandar- og Grýtubakkahrepps. Lengst til vinstri efst á myndinni sér út í FJörSur, fyrir miSju er Fagrabæjarfjall, en hægra megin i fjallsöxlinni er Yztuvikurhnjúkur. ESvarS Sigurgelrsson, Ijósmyndari á Akureyrl tók myndina. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.