Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Side 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Side 21
HAFSTEINN ÞORVALDSSON, formaður UMFÍ og ÆRR: ÞÁTTUR UNGMENNAFÉLAGA í MENNINGARMÁLUM Við umræðu þessa um menningarmál, sem efnt er til af Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, hefi ég kosið að fjalla nær eingöngu um áhrif ungmennafélagshreyfingarinnar á fslandi á ýmsa menningarþætti í sögu þjóðarinnar fremur en æskulýðsmál almennt. Ekki ber þó að skilja það svo, að hlutur annarra frjálsra félagshreyf- inga í menningarsögunni sé ekki jafn rnerkur, en tímans vegna yrði ekki hægt að gera slíka allsherjarúttekt hér, og því hefi ég kosið þetta afmarkaða svið, er ég gerst þekki. Frá liðinni tíð höfum við íslendingar hlotið margvíslega menningararfleifð, sem okkur ber að virða og varðveita. Menning okkar hefur átt sín vaxtar- og hnignunarskeið. Stundum hefur harðæri, einangrun og örbirgð markað sín von- leysisspor í menningarsögunni, en það birtir á ný, einangrunin rofnar og menningin tekur að vaxa. Menningarástandið mótast af þjóðfélags- ástæðunum á hverjum tíma, þannig ríkir hér al- gjör efnahagsleg stöðnun á tímum erlendra yf- irráða, og þá er menning okkar veikust og mest hætta búin. Upphafið Á fyrsta áratug þessarar aldar eru fyrstu ung- mennafélögin stofnuð á íslandi. Hreyfingin fór sem eldur í sinu um lar.dið allt, æskan var vakin til meðvitundar um mátt sinn og megin og skyldur sínar við sjálfa sig og landið. Frum- herjarnir voru ungir hugsjónamenn, sent átt höfðu þess kost að ferðast og fræðast meðal er- lendra þjóða, einkum nágranna okkar á Norð- urlöndunum og kynnast þar menningu og fram- förum. Þeim ofbauð stöðnunin og framtaksleys- ið hér heima. Hvatning frumherjanna til hinnar lítt upp- litsdjörfu æsku þessa lands var þrungin ættjarð- arást, og boðskapurinn var sjálfstæði, aukin menntun og líkamsrækt og varðstaða um forn- an menningararf og betra líf undir kjörorðun- um „íslandi allt.“ SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.