Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Qupperneq 29
REYNIR G. KARLSSON, æskulýSsfulltrúi ríkisins: AÐSTAÐA TIL FÉLAGS- OG TÓMSTUNDA- STARFSEMI í HÚS- NÆÐI SKÓLANNA Inngangur Við undirbúning að byggingu skólahúsnæðis hér á landi hefur til þessa verið lítil áherzla á það lögð, að vel væri séð fyrir aðstöðu til félags- og tómstundarstarfsemi með væntanlegum nem- endum. Auknar tómstundir og örar þjóðfélagsbreyting- ar hafa þó leitt af sér brýna nauðsyn þess, að ungu fólki sé auðveldað að finna þroskandi við- fangsefni við sitt hæfi í tómstundum sínum. Hljóta því eðlilega að vakna þær spurningar, hvort ekki sé j^að bæði vænlegt til árangurs og þjóðhagslega hagkvæmt, að skólarnir taki að sér ýmsa þætti félags- og tómstundastarfs nemenda sinna í mun ríkari rnæli en gert hefur verið ráð fyrir til þessa og hafi jafnframt um það nánari samvinnu við aðra aðila, er með unga fólkinu starfa. Á sama hátt er það eðlilegt, að hugur margra beinist að húsnæði skólanna, þegar rætt er um aðstöðu til félags- og tómstundastarfsemi almennt fyrir íbúa viðkomandi byggðalags, og að þar sé meðtalin félagsstarfsemi aldraðra, fullorðins- fræðsla, kvöldskólahald o. fl. Skólahús eru dýrar og vandaðar byggingar með miklum salarkynnum og oftast vel í sveit settar í byggðinni. Þau eru líka oft í langan tíma eina húsnæðið, sem hæft er til samkomuhalds í ný- byggðum hverfum í þéttbýlinu. Þó að mörg skólahús séu óhentug til annars en hinnar hefðbundnu bekkjarkennslu, liafa þau þó flest ákveðin rými, sem vel rná nýta til æsku- lýðsstarfs og félagsstarfs fullorðinna. Reynslan hefur því orðið á þann veg, að víða hefur tekizt að leysa nokkuð úr skorti á aðstöðu til félags- starfsemi með því að fá inni fyrir hana í hús- næði skólanna. Ber hér hæst samstarf skólanna og íþróttahreyfingarinnar um samnýtingu íþróttaaðstöðunnar. Nýmæli í grunnskólalögunum í lögum urn grunnskóla nr. 63/1974 eru ýmis ný ákvæði um aukin félagsstörf og félagslega þjálfun nemenda í skólum. Má því með sanni segja, að stjórnvöld hafi með setningu þessara laga gefið nokkra vísbendingu um vilja sinn til að auka þennan þátt í skólastarfinu, en þeirri viljayfirlýsingu hljóta að fylgja óskir um betri SVF.ITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.