Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 6
Þótt jarðhitasvæðið sé jafnan kennt vlð Svartsengi, er það
ekki með öllu rökrétt. Svartsengi er á vinstri hönd, þegar
ekið er til Grindavíkur, en borholurnar eru á beru og eyði-
legu hrauni nokkru vestan vlð Grindavíkurveg. Borstæði og
vegi hefur orðið að slétta með því að bryðja niður mosa-
gróið hraunið, eins og sjá má á þessari mynd, sem gefur
nokkra hugmynd um auðnina og berangrið, þar sem borað
var. Myndina tók Ljósmyndastofa Suðurnesja við upphaf
framkvæmda á borstæðinu í september árið 1975.
ORKUVER
Ij.y/ AÐVE1TUÆÐ A R
Súiuritið sýnir áætlaða fjárfestingu hvert áranna 1975 til
1980 við hvern verkþátt um sig og við hitaveituna í heild.
Miðað er við verðlag í byrjun yfirstandandi árs. Af því má m.
a. ráða, að yfirstandandi ár er fjárfrekasta framkvæmdaárið,
þegar mest er unnið við næst dýrasta verkþáttinn, orkuver-
ið, sem samtals er áætlað að kosti 2926 millj. króna. Áætlað
er, að aðveituæðar munu kosta 2210 millj. króna og dreifi-
kerfið í öllum byggðarlögunum 2999 millj. króna, og allt
verkið samkvæmt því 8135 millj. króna, miðað við verðlag í
ársbyrjun.
handa. Þann 12. nóvember hófst borunin. Ætlun
var að bora 700—800 m djúpa holu, en í 240 m dýpi
var holan orðin svo heit og aflmikil, að borun var
hætt. Þann 19. desember var holan látin blása og
reyndist hún yfir 200°C heit og gaf um 60 kg/sek. af
gufu. Hreppsnefnd Grindavíkur ákvað samdægurs
að láta þá þegar hefja borun annarrar holu. Ekki var
vafi á því, að ein hola myndi nægja til upphitunar
allra húsa í Grindavík, en ekki þótti nægilegt öryggi í
því að byggja hitaveitu á einni holu. Þeirri holu var
lokið síðari hluta janúar 1972. Hún var 403 m djúp
og var aðeins heitari en sú fyrri og gaf um 70 kg/sek.
af gufu.
A fundi sínum 7. apríl 1972 samþykkti hrepps-
nefnd Grindavikurhrepps að bjóða sveitarfélögun-
um á Suðurnesjum til samvinnu um nýtingu jarð-
hitans við Svartsengi. Samþykkt þessi var kynnt
S.S.S. (Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesj-
um) í bréfi dags. 17. sama mánaðar.
í janúar 1973 birti Orkustofnun skýrslu sína
„Varmaveita frá Svartsengi. Frumáætlun um
varmaveitu til þéttbýlis á Suðurnesjum.“ Skýrslu
þessa sömdu Karl Ragnars, verkfræðingur, og
Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur.
I skýrslunni er sett fram áætlun um varmaveitu
frá Svartsengi og hugmynd um, að slík veita nái til
Sandgerðis og Gerða auk Grindavíkur, Keflavíkur
og Njarðvíkur. Ennfremur er áætluð aflþörf byggð-
anna svo og Keflavíkurflugvallar, sem þá þegar er
nefndur í þessu sambandi.
Undirbúningur að stofnun fyrirtækis
Á fundi S.S.S. 10. sept. 1973 var samþykkt að
kjósa úr stjórninni 3 menn í nefnd til þess að undir-
búa stofnun félags um byggingu og rekstur hitaveitu
við Svartsengi. Hlaut hún nafnið Hitaveitunefnd
Suðurnesja.
I nefnd þessa voru kjörnir: Alfreð G. Alfreðsson,
sveitarstjóri í Sandgerði, Eiríkur Alexandersson,
sveitarstjóri í Grindavík, og Jóhann Einvarðsson,
bæjarstjóri í Keflavík.
Hitaveitunefnd hófst þegar handa um könnun á
hentugu félagsformi. Samkvæmt ábendingu frá
fjármálaráðuneytinu virtist augljóst, að sameignar-
SVEITARSTJÓRNARMÁL