Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 6
Þótt jarðhitasvæðið sé jafnan kennt vlð Svartsengi, er það ekki með öllu rökrétt. Svartsengi er á vinstri hönd, þegar ekið er til Grindavíkur, en borholurnar eru á beru og eyði- legu hrauni nokkru vestan vlð Grindavíkurveg. Borstæði og vegi hefur orðið að slétta með því að bryðja niður mosa- gróið hraunið, eins og sjá má á þessari mynd, sem gefur nokkra hugmynd um auðnina og berangrið, þar sem borað var. Myndina tók Ljósmyndastofa Suðurnesja við upphaf framkvæmda á borstæðinu í september árið 1975. ORKUVER Ij.y/ AÐVE1TUÆÐ A R Súiuritið sýnir áætlaða fjárfestingu hvert áranna 1975 til 1980 við hvern verkþátt um sig og við hitaveituna í heild. Miðað er við verðlag í byrjun yfirstandandi árs. Af því má m. a. ráða, að yfirstandandi ár er fjárfrekasta framkvæmdaárið, þegar mest er unnið við næst dýrasta verkþáttinn, orkuver- ið, sem samtals er áætlað að kosti 2926 millj. króna. Áætlað er, að aðveituæðar munu kosta 2210 millj. króna og dreifi- kerfið í öllum byggðarlögunum 2999 millj. króna, og allt verkið samkvæmt því 8135 millj. króna, miðað við verðlag í ársbyrjun. handa. Þann 12. nóvember hófst borunin. Ætlun var að bora 700—800 m djúpa holu, en í 240 m dýpi var holan orðin svo heit og aflmikil, að borun var hætt. Þann 19. desember var holan látin blása og reyndist hún yfir 200°C heit og gaf um 60 kg/sek. af gufu. Hreppsnefnd Grindavíkur ákvað samdægurs að láta þá þegar hefja borun annarrar holu. Ekki var vafi á því, að ein hola myndi nægja til upphitunar allra húsa í Grindavík, en ekki þótti nægilegt öryggi í því að byggja hitaveitu á einni holu. Þeirri holu var lokið síðari hluta janúar 1972. Hún var 403 m djúp og var aðeins heitari en sú fyrri og gaf um 70 kg/sek. af gufu. A fundi sínum 7. apríl 1972 samþykkti hrepps- nefnd Grindavikurhrepps að bjóða sveitarfélögun- um á Suðurnesjum til samvinnu um nýtingu jarð- hitans við Svartsengi. Samþykkt þessi var kynnt S.S.S. (Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesj- um) í bréfi dags. 17. sama mánaðar. í janúar 1973 birti Orkustofnun skýrslu sína „Varmaveita frá Svartsengi. Frumáætlun um varmaveitu til þéttbýlis á Suðurnesjum.“ Skýrslu þessa sömdu Karl Ragnars, verkfræðingur, og Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur. I skýrslunni er sett fram áætlun um varmaveitu frá Svartsengi og hugmynd um, að slík veita nái til Sandgerðis og Gerða auk Grindavíkur, Keflavíkur og Njarðvíkur. Ennfremur er áætluð aflþörf byggð- anna svo og Keflavíkurflugvallar, sem þá þegar er nefndur í þessu sambandi. Undirbúningur að stofnun fyrirtækis Á fundi S.S.S. 10. sept. 1973 var samþykkt að kjósa úr stjórninni 3 menn í nefnd til þess að undir- búa stofnun félags um byggingu og rekstur hitaveitu við Svartsengi. Hlaut hún nafnið Hitaveitunefnd Suðurnesja. I nefnd þessa voru kjörnir: Alfreð G. Alfreðsson, sveitarstjóri í Sandgerði, Eiríkur Alexandersson, sveitarstjóri í Grindavík, og Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík. Hitaveitunefnd hófst þegar handa um könnun á hentugu félagsformi. Samkvæmt ábendingu frá fjármálaráðuneytinu virtist augljóst, að sameignar- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.