Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 10
Hlnn 30. desember 1977 var vatni hleypt á stofnæðlna frá
Svartsengi til Njarðvíkur/Keflavíkur. Myndina tók Ljós-
myndastofa Suðurnesja, er Gunnar Thoroddsen, Iðnaðar-
ráðherra, skrúfaði frá heita vatninu, en hjá honum stendur
stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, Jóhann Einvarðs-
son, bæjarstjóri í Keflavík.
1977 1978 1979 1980 1981
Súlurltið sýnir, hve mikil olía, talin í þúsundum tonna,
sparast á hverju ári tímabilið 1977 til 1981 með tilkomu
hitaveitu í byggðarlögum á Suðurnesjum og í Grindavík. f ár
sparast þannig 10200 tonn olíu og á árlnu 1980 nær 26000
tonn, sbr. yflrllt aftast í greininni.
kísil-innihalds. Var því reist tilraunarstöð i Svarts-
engi til þess að rannsaka hentugustu aðferð við
varmaflutning úr saltvatni því og gufu, sem úr hol-
unum streymdi, yfir í ferskt neyzluhæft vatn. Til-
raunir þær leiddu i ljós, að þetta var ekki erfitt, og
allar síðari áætlanir um varmaskipti byggja að meira
eða minna leyti á þessum tilraunum Orkustofnunar.
Hins vegar er augljóst, að slík orkuvinnsla bætir
verulega við stofnkostnað hitaveitunnar (lauslega
áætlað 30% af heildarkostnaði).
Afl þeirra fjögurra hola, sem nú hafa verið borað-
ar og mældar, er áætlað að minnsta kosti 55 Mw, en
aflþörf byggðarlaganna á Suðurnesjum (annarra en
Keflavikurflugvallar) hefur verið áætluð miðað við
árið 1976 eins og hér segir:
Grindavík 6,2 Mw
Njarðvík 5,5 Mw
Keflavík 22,1 Mw
Sandgerði 3,8 Mw
Gerðar 2,9 Mw
Vogar 1,0 Mw
Samtals 41,5 Mw
Landakaup
Með framanskráðar staðreyndir í huga var það
ljóst, að Hitaveita Suðurnesja þurfti að tryggja sér
land undir virkjun og aðrar framkvæmdir á svæð-
inu. Fyrstu tilraunir í þá átt voru gerðar með bréfi til
landeigenda Svartsengis í janúarmánuði 1974.
Allmargir fundir voru síðar haldnir með landeig-
endum, en samkomulag náðist ekki um kaup á landi
eða orku, enda bar mikið á milli.
Stjórn Hitaveitu Suðurnesja gerði þó samning
þann 22. júlí 1975 við landeigendur um kaup lands
og jarðhitaréttinda við Svartsengi, enda er í samn-
ingi þessum kveðið á um, að gerðardómur skuli
ákveða gjald fyrir framangreind réttindi.
Gerðardómur lauk störfum í janúar 1976, og mat
hann jarðhitann og nauðsynlegt landsvæði til bygg-
inga fyrir orkuverið á kr. 87.7 mkr. Báðir aðilar
samþykktu að hlíta þeim úrskurði.
Hönnun og framkvæmdir
Með lögformlegri stofnun H. S. i desember 1974
var þegar hafizt handa um undirbúning fram-
SVEITARSTJÓRNARMAL