Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 18
Það er ekki fyrr en í marz 1975 sem fyrstu rafeindir frá Lagarfljóti gáfu birtu og yl á austfirzkum heim- ilum. Þótt einkennilegt megi virðast, hefur vatnsorkan alltaf verið í meiri hluta á þessum breytilega mark- aði. Heildarorkuvinnsla varð 78.2 GWh árið 1976, sem er 19.92% aukning frá fyrra ári. Súluritið á mynd 1 sýndi aðeins samveitusvæði Austurlands, en utan þess er Austur-Skaftafells- sýsla, Vopnafjörður og Bakkafjörður. Heildarorkuvinnsla var á samveitusvæðinu rúm- lega 59 GWh, vatnsorkan um 83% og dísilorkan um 17%. Samsetning notkunar á Austurlandi er sýnd á mynd 2. Það, sem væntanlega vekur mesta athygli, er annars vegar mikil notkun iðnaðar á raforku pr. íbúa og þá einnig mikil heildarnotkun pr. íbúa. Uppsett afl í orkuverum Austurlands er sem hér segir: 1. Vatnsafl: Austurl. Samveitusv. Grímsárvirkjun Lagarfossvirkjun Smyrlabjargarárvirkjun Reyðarfjörður Fjarðarsel 2. Dísilstöðvar: Eskifjörður Höfn í Bakkafirði Vopnafjörður Bakkagerði Seyðisfjörður Neskaupstaður Búðareyri Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur Höfn Hornafirði 2.8 Mw 2.8 7.5 - 7.5 1.2 - 0.24 - 0.24 0.23 - 0.23 11.97 Mw 10.77 2.100 Mw 2.100 0.140 — 1.384 — 0.230 — 0.230 2.650 — 2.650 2.988 — 2.988 0.160 — 0.160 1.260 — 1.260 0.500 — 0.500 1.000 — 1.000 3.180 — 15.592 Mw 10.888 3. Aukning á árinu 1977: Breiðdalsvík Eskifjörður Neskaupstaður Vopnafjörður Samt. dísilafl 1977 — 78. 0.575 Mw 0.575 Mw 1.200 - 1.200 - 0.500 - 0.500 - 0.700 -_______________ 18.567 Mw 13.163 Mw Um þessar mundir er ætlað, að toppaflsþörf í Austur-Skaftafellssýslu sé 3400—3500 Kw, en ástimplað uppsett afl þar er 4580 Kw. Þar af vatnsafl um 1400 Kw. Á samveitusvæðinu er áætluð toppaflsþörf 15.000— 15.500 Kw að vetri til. Ef vatnsafl brygðist alveg, yrði skömmtun um 13%. Undanfarið hefur verið reynt að velja dísilvélum varaafl, ef línubilanir verða. í framhaldi af því hefur nú verið sett upp 575 Kw dísilvél á Breiðdals- vík. Unnið er að könnun á aukinni miðlun fyrir Grímsárvirkjun. Samþykkt hefur verið vatnsborðs- hækkun í Leginum á þann hátt, að hámarkshæð miðlaðs vatns megi vera í 21 m hæð yfir sjávarmáli í stað 20.5 m. áður yfir tímabilið október-maí. Það gæfi um 110 Giga lítra eða allt að þriggja mánaða forða, miðað við 5 — 6 Mw afl. Sett hefur verið upp viðbótardísilvél á Vopnafirði upp á 700 Kw. Með þessu ættu Vopnafjörður og Bakkafjörður að búa við allsæmilegt öryggi í orkumálum í bráð og reyndar allt Austurland, eftir því sem hægt er að vænta. Til dæmis, ef Stuðlaheiðarlína bilaði, ætti Suðursvæðið að geta bjargað sér, og í reynd er það svo, að sama hvaða fjallalína þar fyrir sunnan bilaði, getur það svæði, sem einangrast, séð um sig sjálft. Ef Eskifjarðarlína bilaði, þá tæki Reyðarfjarðar- lína við hlutverki hennar. En jafnframt, ef þær bil- uðu báðar, verður nægilegt varaafl fyrir Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðarfjörð, þótt vetrarharka og loðnubræðsla stæði yfir. 1 stuttu máli sagt, ætti öryggið í orkumálum al- mennt að verða meira á næstunni heldur en verið hefur marga undanfarandi vetur. Eins og áður er fram komið, er hin nýja Reyðar- fjarðarlína liður í framtíðaruppbyggingu aðal- flutningskerfis Austurlandsveitu, en framtíðarkerfið á að verða svokallað ,,maskakerfi“. Sjá mynd nr. 3. Meginatriði í rekstri „maskakerfis“ er, að hver ein SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.