Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 18
Það er ekki fyrr en í marz 1975 sem fyrstu rafeindir frá Lagarfljóti gáfu birtu og yl á austfirzkum heim- ilum. Þótt einkennilegt megi virðast, hefur vatnsorkan alltaf verið í meiri hluta á þessum breytilega mark- aði. Heildarorkuvinnsla varð 78.2 GWh árið 1976, sem er 19.92% aukning frá fyrra ári. Súluritið á mynd 1 sýndi aðeins samveitusvæði Austurlands, en utan þess er Austur-Skaftafells- sýsla, Vopnafjörður og Bakkafjörður. Heildarorkuvinnsla var á samveitusvæðinu rúm- lega 59 GWh, vatnsorkan um 83% og dísilorkan um 17%. Samsetning notkunar á Austurlandi er sýnd á mynd 2. Það, sem væntanlega vekur mesta athygli, er annars vegar mikil notkun iðnaðar á raforku pr. íbúa og þá einnig mikil heildarnotkun pr. íbúa. Uppsett afl í orkuverum Austurlands er sem hér segir: 1. Vatnsafl: Austurl. Samveitusv. Grímsárvirkjun Lagarfossvirkjun Smyrlabjargarárvirkjun Reyðarfjörður Fjarðarsel 2. Dísilstöðvar: Eskifjörður Höfn í Bakkafirði Vopnafjörður Bakkagerði Seyðisfjörður Neskaupstaður Búðareyri Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur Höfn Hornafirði 2.8 Mw 2.8 7.5 - 7.5 1.2 - 0.24 - 0.24 0.23 - 0.23 11.97 Mw 10.77 2.100 Mw 2.100 0.140 — 1.384 — 0.230 — 0.230 2.650 — 2.650 2.988 — 2.988 0.160 — 0.160 1.260 — 1.260 0.500 — 0.500 1.000 — 1.000 3.180 — 15.592 Mw 10.888 3. Aukning á árinu 1977: Breiðdalsvík Eskifjörður Neskaupstaður Vopnafjörður Samt. dísilafl 1977 — 78. 0.575 Mw 0.575 Mw 1.200 - 1.200 - 0.500 - 0.500 - 0.700 -_______________ 18.567 Mw 13.163 Mw Um þessar mundir er ætlað, að toppaflsþörf í Austur-Skaftafellssýslu sé 3400—3500 Kw, en ástimplað uppsett afl þar er 4580 Kw. Þar af vatnsafl um 1400 Kw. Á samveitusvæðinu er áætluð toppaflsþörf 15.000— 15.500 Kw að vetri til. Ef vatnsafl brygðist alveg, yrði skömmtun um 13%. Undanfarið hefur verið reynt að velja dísilvélum varaafl, ef línubilanir verða. í framhaldi af því hefur nú verið sett upp 575 Kw dísilvél á Breiðdals- vík. Unnið er að könnun á aukinni miðlun fyrir Grímsárvirkjun. Samþykkt hefur verið vatnsborðs- hækkun í Leginum á þann hátt, að hámarkshæð miðlaðs vatns megi vera í 21 m hæð yfir sjávarmáli í stað 20.5 m. áður yfir tímabilið október-maí. Það gæfi um 110 Giga lítra eða allt að þriggja mánaða forða, miðað við 5 — 6 Mw afl. Sett hefur verið upp viðbótardísilvél á Vopnafirði upp á 700 Kw. Með þessu ættu Vopnafjörður og Bakkafjörður að búa við allsæmilegt öryggi í orkumálum í bráð og reyndar allt Austurland, eftir því sem hægt er að vænta. Til dæmis, ef Stuðlaheiðarlína bilaði, ætti Suðursvæðið að geta bjargað sér, og í reynd er það svo, að sama hvaða fjallalína þar fyrir sunnan bilaði, getur það svæði, sem einangrast, séð um sig sjálft. Ef Eskifjarðarlína bilaði, þá tæki Reyðarfjarðar- lína við hlutverki hennar. En jafnframt, ef þær bil- uðu báðar, verður nægilegt varaafl fyrir Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðarfjörð, þótt vetrarharka og loðnubræðsla stæði yfir. 1 stuttu máli sagt, ætti öryggið í orkumálum al- mennt að verða meira á næstunni heldur en verið hefur marga undanfarandi vetur. Eins og áður er fram komið, er hin nýja Reyðar- fjarðarlína liður í framtíðaruppbyggingu aðal- flutningskerfis Austurlandsveitu, en framtíðarkerfið á að verða svokallað ,,maskakerfi“. Sjá mynd nr. 3. Meginatriði í rekstri „maskakerfis“ er, að hver ein SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.