Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 14
6. Lán til varðveizlu gamalla húsa Samþykkt var að biðja þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir breyt- ingu á lögum um byggingarsjóð rik- isins í þá átt, að heimilt verði að veita úr honum allt að fullu byggingarláni til viðhalds og endurbóta húsa, sem húsfriðunarnefnd hefur i samráði við hlutaðeigandi sveitarfélag ákveðið, að varðveita skuli. Skal húsfriðunar- nefnd gera tillögu um lánsfjárhæð hverju sinni. 7. Skipulagsaðgerðir í landbúnaði Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að sambandið taki þátt í samstarfi við Búnaðarfélag Islands og aðra aðila, sem hlut eiga að máli, um skipulags- aðgerðir í islenzkum landbúnaði og er fyrir sitt leyti því meðmælt, að SSA greiði sinn hluta kostnaðar við nauð- synlegar rannsóknir og tillögugerð í þessu sambandi innan þess ramma, sem fjárhagsgeta sambandsins leyfir. 8. A tvinnulíf í sveitum Aðalfundurinn mælir með þvi við sveitarstjórnir, að þær taki þátt i at- hugunum á þvi, með hvaða hætti sé mögulegt að auka atvinnulíf i sveit- um byggðarlaganna. 9. Rannsóknir á vatnsbúskap og mengun- aráhrifum Samþykkt var að fela stjórn SSA að semja við Jarðkönnunardeild Orku- stofnunar um úttekt á vatnsbúskap Austfirðingafjórðungs með tilliti til framtiðarþarfa og hugsanlegra mengunaráhrifa og við Veðurstofu íslands og Hafrannsóknarstofnun um hliðstæðar rannsóknir að því er varð- ar veðurfar og hafstrauma. 10. Dreifikerfi fjölmiðla Áskorun á stjórnvöld varðandi úr- bætur á dreifikerfi sjónvarps, hljóð- varps, símakerfis og loftskeytaþjón- ustu. 11. Sveitavegir Aljnngismenn kjördæmisins beiti sér fyrir hraðari uppbyggingu vega- kerfisins i sveitum og minnt á gildi góðra vega fyrir mjólkurflutninga og akstur skólabarna. 12. Þjónustumiðstöðvar Stjórn sambandsins er falið að vinna að undirbúningi að uppbygg- ingu þjónustumiðstöðva í landshlut- anum. 13. Virkjunarrannsóknir Skorað er á yfirvöld orkumála að láta nú þegar fullrannsaka virkjunar- möguleika í Fjarðará i Seyðisfirði og í Fossá í Berufirði. 14. Skatlstofa Austurlands Skorað er á fjármálaráðherra og rikisskattstjóra að bæta húsnæðisað- stöðu Skattstofu Austurlands og efla starfslið hennar svo, að hún geti veitt þá þjónustu, sem lög gera ráð fyrir á réttum tíma. 15. Skipaúlgerð ríkisins Skorað er á Alþingi og rikisstjórn að búa svo að Skipaútgerð ríkisins, að hún geti bætt rekstur sinn og lands- byggðin notfært sér hagkvæma sjó- flutninga meira en nú er. 16. Dvalarheimili aldraðra Þvi er beint til stjórnar sambands- ins, að hún beiti sér fyrir aukinni fjáröflun til uppbyggingar dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra á sam- bandssvæðinu, með því meðal annars að landsbyggðin utan höfuðborgar- svæðisins fái hlutdeild i tekjum af landshappdrætti DAS. 17. Dvalarheimili vangefinna Stjórn sambandsins er hvött til að beita áhrifum sinum við sveitar- stjórnir, að þær veiti Styrktarfélagi vangefinna fjárframlög til jiess að koma upp dvalarheimili fyrir van- gefna. 18. Framhaldsskólar Fundurinn telur sjálfsagt, að rikis- sjóður kosti að fullu allt skólahald á framhaldsskólastigi. 19. Skipulag orkumála Aðalfundur SSA ályktar, að orku- lindir landsins séu sameign þjóðar- innar allrar og að nýting jæirra eigi að vera á þann veg, að allir lands- menn njóti sömu kjara á orkukaup- um og afhendingaröryggi. í skipu- lagsmálum sé megin markmiðið, að íbúar landshlutans hafi sem mest áhrif á ákvarðanatöku og rekstur orkukerfis síns svæðis. Aðalfundurinn felur stjórn sambandsins og þing- mönnum kjördæmisins að leita leiða til að ná sem fyrst þeim tæknilegu og félagslegu markmiðum, sem hér eru sett fram. Að undirbúningi þessara ályktana unnu þrjár allsherjarnefndir, a, b og c svo og orkunefnd. Einnig störfuðu á fundinum fjárhagsnefnd og kjör- nefnd. 1 fundarlok kvaddi sér hljóðs Jó- hann Klausen, sem starfað hefur á vettvangi samtakanna frá því að þau voru stofnuð, en hafði þá nýverið lát- ið af starfi sem bæjarstjóri á Eskifirði. Voru Jóhanni þökkuð mikil og margvisleg störf á vegum samtak- anna. Stjórn SSA 1 aðalstjórn SSA til eins árs voru kosnir Hreinn Sveinsson á Vopna- firði; Gunnar Guttormsson, Tungu- hreppi, sem er formaður; Theódór Blöndal, Seyðisfirði; Már Karlsson, Djúpavogi; Bjarni Þórðarson, Nes- kaupstað; Björn Kristjánsson, Stöðv- arfirði og Egill Jónsson, Nesjahreppi. Endurskoðendur til sama tíma voru kosnir Sigurjón Jónasson á Eg- ilsstöðum og Gísli Sigurðsson á Seyðisfirði. 1 orkunefnd SSA voru kosnir Frið- rik Kristjánsson, Höfn; Reynir Zoega, Neskaupstað; Alexander Árnason, Vopnafirði; Guðmundur Hallgrimsson, Fáskrúðsfirði og Hjálmar J. Nielsson, Seyðisfirði. I ráðgjafarnefnd Brunabótafélags Islands hlutu kosningu Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði; Haukur Ólafsson, Neskaupstað og Guð- mundur Magnússon á Egilsstöðum. 1 stjórn Safnastofnunar Austur- lands voru kosnir Ármann Halldórs- son, Egilsstöðum; Elias Jónsson, Höfn; Elín Metúsalemsdóttir, Burst- arfelli; Grétar Einarsson, Seyðisfirði og Hjörleifur Guttormsson, Nes- kaupstað. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.