Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 35
hitt skiptir þó einnig máli, að hér er um kreppubörn að ræða, en þá dró úr fæðingum sem annarri fram- leiðslu. Samverkandi vandamál Tilgangurinn með birtingu þessara mynda er fyrst og fremst sá að varpa ljósi á, hversu ólík vandamál hinna ýmsu byggðarlaga geta verið á mismunandi tímum, en jafnframt, hversu mikil tengsl og áhrif eru þarna á milli. Sveitarfélögin hafa á stundum getað flutt vandamál sín út. Þannig á Kópavogur upphaf sitt að þakka útflutningi á reykvískum húsnæðis- vanda. Aðrir kaupstaðir flytja t. d. út vinnuafl í stórum stíl. Sum vandamál vilja menn alls ekki flytja út. Það gildir framar öllu um atvinnumál. Enda er fram- leiðslan það, sem líf okkar byggist á. Önnur vanda- mál gætum við ekki flutt út, þótt við vildum. Það á t. d. við um ellimál og ýmis önnur mál félagslegs eðlis t. d. dagvistarheimili. Meginatriðið í því, sem ég vildi sagt hafa, er, að okkur, sem fjöllum um sveitarstjórnarmálefni á höf- uðborgarsvæðinu, varðar um vandamál og við- fangsefni hvers annars. Flutningur vandamála milli byggðarlaga er ekki farsæl lausn. Og einn sameigin- legur vandi blasir við okkur öllum, eða a. m. k. sameiginlegt umhugsunarefni: íbúum höfuðborgar- svæðisins alls fækkaði um 0,1% s. 1. ár, skv. bráða- birgðatölum Hagstofu íslands. Því meira samstarfs, sem við leitum á jafnréttis- grundvelli, því farsælli verða lausnir okkar. Þessar 8 85- 80-84 75-79 70-74 65-69 60-64 55-59 50-54 45-49 40-44 35-39 30-34 25-29 20-24 15-19 10-14 5-9 0-4 3000 2000 1000 1000 2000 3000 byggðir okkar í SSH eru ákaflega sundurleitar. En þessi sundurleitni byggist umfram allt á þeim styrk, sem byggðirnar hafa hver af annarri nú þegar. Aukið skipulegt samstarf á jafnréttisgrundvelli verður einungis til góðs. Og ef við hefjum ekki und- irbúning þess arna í alvöru hið fyrsta, þá er eins víst og nótt fylgir degi, að við fáum yfir okkur samræmda stjórnsýslu höfuðborgarsvæðisins með valdboði lög- gjafans. LÁGMARKSFRAMLÖG TIL ALMENNINGSBÓKASAFNA 78 Sveitarfélögum ber að leggja al- menningsbókasöfnum tiltekna lág- marksfjárhæð miðað við íbúa 1. desember undanfarandi árs. Er sú fjárhæð ákveðin með lögum nr. 50/1976, en Hagstofa Islands skal færa hana til samræmis við verðlag hvers árs. Ákvæðin um lágmarksfjár- hæð sveitarfélaga skyldu koma til framkvæmda í þremur áföngum, og koma lögin því í fyrsta skipti til fullra framkvæmda í ár, að því er fjárfram- lög snertir. Hagstofa Islands hefur framreikn- að lágmarksfjárhæðir 8. gr. laganna, og verða þau eins og hér segir í ár: Til bæjarbókasafns ber að greiða 2500 krónur á ibúa svo og til bæjar- og héraðsbókasafns, en önnur sveit- arfélög, sem aðild eiga að slíku safni, greiða sem svarar 250 krónum á íbúa. Til héraðsbókasafns greiðir sveitar- sjóður þar sem safnið er 2500 krónur á ibúa, en önnur sveitarfélög í umdæminu 250 krónur á íbúa. Sýslusjóður stendur skil á þeim greiðslum. Til hreppsbókasafns greiðir hreppssjóður 1920 krónur á hvern ibúa. Sveitarsjóðir geta þó ákveðið bókasöfnunum lægri fjárhæð, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, enda mæli félagsmálaráðuneytið með undanþágu hverju sinni. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.