Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 34
ÍBÚAFJÖLDI f GÚRÐUM 1. DESEMBER 1976: 4224 Þótt Hafnarfjörður sé gamall og gróinn kaupstaður, eins og öllum er kunnugt, þá er hlutfallslegur fjöldi gamals fólks tiltölulega lítill. 4,7% íbúanna eru sjö- tugir eða eldri. Ef allt þetta fólk, sem nú fyllir yngri aldursflokkana í Hafnarfirði, verður kyrrt í kaup- staðnum sjáum við fram á mjög mikla íbúafjölgun þar næstu áratugi. Umsjá gamalmenna ætti að vera forsjármönnum Hafnarfjarðar tiltölulega létt í skauti fyrst um sinn. Hins vegar er þarna mikill fjöldi ungra fjölskyldukjarna, sem liklegt má telja, að séu í einhverjum mæli innflytjendur frá Reykjavík. Ef við lítum svo á Kópavog, kemur í ljós óreglulegri mynd, en þó ekki ósvipuð með öllu. Börnum fer fækkandi í Kópavogi, og ungar fjölskyldur eru færri en miðaldra, að þvi er bezt verður séð. Miðaldra fólk með stálpuð börn er fjölmennara en ungt fólk með smábörn. Gamalmennahópurinn er enn fáliðaðri en í Hafnarfirði, aðeins 2,8% eru sjötugir og eldri. Frumbyggjar Kópavogs eru ekki enn orðnir gamlir. Eftir 15—20 ár verður hlutfall gamalmenna í Kópavogi hins vegar orðið æði hátt, ef að líkum lætur, en þá veltur lika mikið á því, hvað hefur orðið um fjölmennustu árgangana, sem nú eru á ungl- ingsaldri. Þessa hlykki, sem koma fram á Kópa- vogslínuritinu, má án efa rekja til stefnunnar í hús- næðismálum í Reykjavík og Kópavogi á mismun- andi tímum. Mannfjöldalínurit Garða er sérkennilegast í þess- um hópi. Á þessu eru nokkrar skýringar, og m. a. ber að hafa í huga, að íbúafjöldinn hefur rúmlega fjór- faldazt á síðastliðnum hálfum öðrum áratug. Aug- ljóst er, að tiltekin fjölskyldugerð sækir í Garða um- fram aðrar. Ibúarnir eru að sjálfsögðu upp til hópa aðfluttir, og þar er ekki um að ræða fólk, sem er að byrja búskap, heldur fólk, sem er farið að nálgast miðjan aldur, er komið með allstóra fjölskyldu og þarfnast húsnæðis í samræmi við það. Smábörn eru fáliðuð, fólk á þritugsaldri sjaldséð í meira lagi, og gamalmenni hljóta að vekja nokkra athygli þar, sem þau birtast. Aðeins 2% íbúanna eru sjötugir og eldri. Bæði Kópavogur og Garðar bera menjar hinnar hröðu uppbyggingar undanfarinna ára. Eins og stendur, eru Garðar samastaður miðaldra fólks og unglinga. Hinir fullorðnu eru sjálfum sér nógir. Unglingafjöldinn táknar hins vegar, að mikill þrýstingur er á sviði skólamála. En síðan má velta fyrir sér spurningum eins og þeirri, hvernig mann- fjöldalínurit Garða muni líta út eftir 20 ár, þegar þeir, sem nú eru fertugir til sextugir, eru orðnir sex- tugir til áttræðir, og hvar verður þá þessi glæsilegi hópur ungs fólks, 1184 einstaklingar, sem nú eru á aldrinum 10— 19 ára, 28% íbúanna, en þá verða 30—39 ára? Sammerkt þessum þremur línuritum er, að hlut- fall gamalmenna á þeim er töluvert undir meðaltali þjóðarinnar, en það er um 6,5%, ef miðað er við sjötugt. Mætavel er vitað, að talsvert er af gömlu fólki á höfuðborgarsvæðinu. Og reyndar er vitað hvar það er að finna. Það er í Reykjavík. Reykvíkingar sjötugir og eldri eru skv. bráðabirgðatölum 1. des- ember 1977 6720 talsins, eða sem næst 8% borgar- búa. Aldurssamsetning mannfjöldans í Reykjavík er þannig mjög verulega frábrugðin þeirri mynd, sem við fáum í hinum byggðarlögunum. Þar að auki fer fæðingum fækkandi í Reykjavík. Við erum einnig rýr i kringum miðjuna, i aldursflokkunum sitt hvoru megin við fertugt. Varðandi þessa síðasttöldu hópa berast böndin óneitanlega að nágrönnum okkar, en SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.