Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 43
8. ÁRSFUNDUR
HAFNASAMBANDS
SVEITARFÉLAGA
Áttundi ársfundur Hafnasam-
bands sveitarfélaga var haldinn á
Hótel Húsavík 31. október og 1.
nóvember 1977. Fundinn sátu 44
fulltrúar frá 32 aðildarhöfnum sam-
bandsins og 19 gestir.
Meðal gesta voru Ólafur Steinar
Valdimarsson, skrifstofustjóri í sam-
gönguráðuneytinu, sem flutti fund-
inum kveðjur samgönguráðherra, og
Aðalsteinn Júlíusson, hafnamála-
stjóri.
Formaður Hafnasambandsins,
Gunnar B. Guðmundsson, setti fund-
inn og flutti skýrslu um störf undan-
gengins starfsárs. Þrjár hafnir höfðu
bætzt í hóp aðildarhafna sambands-
ins, en þær eru Fáskrúðsfjarðarhöfn,
Hjalteyrarhöfn og Árskógssandur og
Hauganeshöfn, sem báðar eru í sama
sveitarfélagi. Voru þá aðildarhafnir
sambandsins orðnar 55. Stjórnin
hafði haldið 5 fundi á árinu. For-
maður ræddi í skýrslu sinni m. a.
gjaldskrár, olíumengun í höfnum,
strandflutninga og skaða á skipum i
höfnum.
mundur Kristjánsson og Ragnar
Sigurðsson og í kjörnefnd Guðmund-
ur J. Guðmundsson, Vilhelm Þor-
steinsson og Helgi V. Guðmundsson.
Gylfi fsaksson, verkfræðingur, hafði
á fundinum framsögu um fjárhags-
stöðu hafna og gjaldskrár þeirra.
Magnús Jóhannesson, deildarverk-
fræðingur á Siglingamálastofnun fs-
lands, flutti á fundinum erindi um
varnir gegn olíumengun í höfnum og
sýndi kvikmynd erindi sínu til skýr-
ingar.
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins, flutti á fund-
inum erindi, sem hann kallaði Efling
strandþjónustunnar.
Ólafur Sl. Valdimarsson, skrifstofu-
stjóri, kynnti fjögurra ára áætlun um
hafnargerðir.
Aðalsteinn Júlíusson, hafnamálastjóri
gerði einnig grein fyrir efni áætlun-
arinnar og Bergsteinn Gizurarson,
deildarverkfræðingur á Hafnamála-
stofnun, skýrði helztu forsendur
hennar.
40% hækkun
Samkvæmt tillögu allsherjar-
nefndar fundarins samþykkti hann
að leggja til, að hafnarstjórnir sæktu
um 40% hækkun á gjaldskrám hafn-
anna frá 1. febrúar 1978.
4 ára áætlanir
Ársfundurinn ítrekaði fyrri sam-
þykktir um stuðning við gerð fjögurra
Sigurður Hjaltason, gjaldkeri Hafna-
sambandsins, gerði grein fyrir árs-
reikningi þess. Niðurstöðutölur efna-
hagsreiknings voru 1.939.602 kr. og
tekjur umfram gjöld kr. 917.510.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir
komandi starfsár voru kr. 2.018.000.
Fundarstjóri var á fundinum kos-
inn Gunnar B. Guðmundsson, for-
maður Hafnasambandsins og til vara
Haukur Harðarson, bæjarstjóri, en
fundarritari var Alfreð G. Alfreðsson
og honum til aðstoðar settur Birgir L.
Blöndal, bókari.
f allsherjarnefnd fundarins störf-
uðu Alexander Stefánsson, Alfreð
Jónsson, Páll Zóphóníasson, Guð-
Frá Húsavíkurhöfn að vorlagi. Grásleppukarlar vlð störf sín, og marglr eiga net
sín í þurrkun, ef grannt er skoðað.
SVEITARSTJÖRNARMÁL