Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 31
ÞORBJÖRN BRODDASON, lektor: ALDURSSAMSETNING ÍBUA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Framsöguerindi á fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 18. febr. 1978 Stofnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH) hinn 12. maí 1976 er í mínum huga einn merkasti viðburður kjörtímabilsins 1974— 1978. Stofnfundurinn var þó dálítið sérkennilegur að því leyti, að þeir, sem þar tóku til máls, voru ákaflega varkárir í yfirlýsingum sínum um markmið samtakanna og verksvið þeirra. Raunar vil ég full- yrða, að á stofnfundinum hafi rikt einhugur um, að samtökin skyldu hafa mjög takmarkað verksvið, ákaflega lítil fjárráð og alls engin völd. Spyrja má, hvað vaki fyrir mönnum að stofna til samtaka með sér, þegar þeir virðast ekki hafa hug á að fela þeim nein verkefni, sem máli skipta. Ég mun víkja að hugsanlegum svörum við þeirri spurningu hér á eft- ir. A stofnfundinum var samtökunum sett stjórn, og hefur hún nú setið óbreytt í tvö ár. Innan stjórnar- innar hefur ríkt mikil eindrægni; fundir hafa að vísu verið fremur strjálir, en það verður naumast talið ámælisvert, þegar hugsað er til þess veganestis, sem stjórninni var fengið. Eiginlega hefur stjórnin á þessum tíma ekki feng- izt við nema eitt verkefni. Það er að koma á fót skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir áðurnefndan einhug innan stjórnarinnar og þrátt fyrir, að önnur verkefni hafi ekki orðið til þess að glepja fyrir henni, þá er frómast frá að segja, að skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins er jafnfjarri því að vera orðin að veruleika nú og fyrir tveimur árum. Formlega séð er ástæða þess sú, að tvær sveit- arstjórnir, i Hafnarfirði og í Reykjavík, hafa ekki komið því í verk að samþykkja drög þau að reglum fyrir skipulagsstofnunina, sem stjórn SSH hafði gert og samþykkt fyrir sitt leyti. Staðan er þvi þannig á tveggja ára afmæli sam- takanna, að stofnendur þeirra hafa komið í veg fyrir, að þau gætu sinnt því takmarkaða hlutverki, sem þeim var fengið. Þótt samtökin séu orðin þetta gömul, þá eru þau ekki enn búin að slíta barnsskón- um. Maður slítur ekki barnsskónum, ef manni er meinað að stíga í fæturna. Hvers vegna er samstarf nauðsynlegt? Áður en lengra er haldið, er rétt að víkja að nauðsyn samstarfs sveitarfélaganna á þessu svæði. Þessi nauðsyn er tiltölulega nýtilkomin. Árið 1950 er ekki lengra að baki en svo, að flestir sveitarstjórnarmenn muna það allvel. Þá voru íbúar höfuðborgarsvæðisins um 64 þúsund talsins (sjá töflu á bls. 135). Reykvíkingar töldu tæp 56 þess- ara þúsunda, eða 86,6%. Reykjavík var þannig ekki aðeins stórveldið á þessum slóðum, heldur var eig- inlega enginn til að tala við hana, ef undan eru skildir Hafnfirðingar, sem voru á 6. þúsund á þess- um tíma — en þar var vík milli vina. Kópavogur var í burðarliðnum og öll önnur sveitarfélög töldu færri en eitt þúsund íbúa. Reykjavik var i vissum skilningi ein í heiminum. SVEITARSTJÓRNARMÁI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.