Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 27
Karl Ragnarsson, verkstjórl í
kaupfélagssmiðjunum í Vík, en í
trésmiðjunni starfa 12 manns
eingöngu að sérhæfðri framleiðslu.
Helzt eru framlelddar innihurðir, en
einnig bjóða 3K upp á sérhönnuð
norsk húsgögn, sem gefizt hefur vel
að framleiða, svo og
eldhúsinnréttingar og fataskápa.
Kaupfélag Skaftfelllnga rekur síðan
annað trésmíðaverkstæði, sem
annast ýmiss konar þjónustu við
héraðsbúa. Ljósmyndirnar tók
Magnús Ólafsson.
2. Þéttbýlissvæði með góða hafnaraðstöðu og
greiðar samgöngur á láði og í lofti.
3. Minni þéttbýlissvæði fjarri höfuðborgarsvæðinu
með enga eða lélega hafnaraðstöðu og slæmar
samgöngur á láði og í lofti.
Ef litið er nánar til þessara þriggja svæða, þá gefur
auga leið, að svæði nr. 1 hefur fram yfir hin ýmsa
kosti, sem hafa stuðlað að aukningu og örari vexti og
meiri fjölbreytni í iðnaði. Nægir þar að nefna aðeins
nokkur atriði, svo sem þessi:
1. auðvelda og ódýra flutninga til söluaðila,
2. stærri og fjölbreyttari vinnumarkað,
3. viðskiptaleg og fjárhagsleg fyrirgreiðsla nær-
tækari,
4. opinber þjónusta betri,
5. lagerþörf minni,
6. ýmis félags- og menningarleg aðstaða auðveldar
að halda fólki.
Um svæði nr. 2 er margt svipað og það fyrsta að
öðru leyti en því, að flutningskostnaður afurða á
markað verður að verulegu leyti kostnaðarsamari.
Hins vegar á þar að vera tiltölulega auðvelt að ná
flestum þáttum iðnrekstrar á ódýran hátt. Og þar
sem hafnarskilyrði eru góð, er auðsótt leið að hindra
samdrátt í atvinnulífinu með aukningu fiskiskipa,
eins og raunar dæmin sanna víða um land á und-
anförnum árum.
Þá er að líta til svæðis nr. 3.
Að því er varðar styrki til einstakra greina at-
vinnuveganna, eins og mikið hefur verið beitt á
Islandi, sem kunnugt er, þá hefur þetta svæði orðið
verulega útundan. Þetta stafar af því, að styrkveit-
ingarnar hafa aðallega beinzt til framdráttar
höfuðatvinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði.
Styrkir til atvinnulegrar uppbyggingar á 3. svæðinu
hafa hreinlega gleymzt, viljandi eða óviljandi. Það
er fyrst núna, sem þessir staðir margir eru loks að
vakna til lífsins, ef svo má að orði komast, og er það
aðallega að þakka þeim almenna áhuga, sem beinzt
hefur að fjölbreyttari iðnaðaruppbyggingu í strjál-
býlinu.
Það mun mála sannast, að eftir því sem fjarlægð
staðar frá stærri þéttbýliskjörnunum er meiri, verða
skilyrðin lakari um eðlilega þróun iðnaðar. En ef það
í alvöru og í einlægni er ætlun stjórnvalda að örva
fólk til búsetu á þessum stöðum, ber brýna nauðsyn
til að veita fjármagnsfyrirgreiðslu, meðan verið er að
koma á fót nýjum iðnfyrirtækjum. Á þvi leikur
enginn vafi, að fjölbreyttara starfsval og fjölbreyttari
neyzlumöguleikar eru nauðsynlegir liðir í því að
tryggja búsetu fólksins. Þess vegna er mjög knýjandi,
að ekki fáist aðeins eðlilegt lánsfé til nýrra iðnfyrir-
tækja heldur beinir styrkir til byggingar iðngarða og
jafnvel beinir rekstrarstyrkir til þjónustuiðnaðar á 129
Fjölbreyttara starfsval nauðsynlegt
sveitarstjórnarmal