Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 45
TÆKNIMENN RÆÐA UM
OLÍUBUNDIN SLITLÖG
Samtök tæknimanna sveitarfélaga,
SATS, héldu fund á Hótel Loft-
leiðum hinn 25. nóvember síðast-
liðinn, þar sem fjallað var sérstaklega
um oliubundin slitlög, þ. e. malbik og
olíumöl. Fundinn sátu 30 tæknimenn
sveitarfélaga víða að af landinu.
Tilgangur fundarins var einkum
sá að gefa tæknimönnum sveitar-
félaga tækifæri til að bera saman
bækur sínar um reynslu af olíumöl og
malbiki í hinum ýmsu landshlutum
og að skiptast á skoðunum við full-
trúa Vegagerðar ríkisins, Rann-
sóknarstofnunar byggingariðnaðar-
ins og Reykjavíkurborgar um þessi
mál.
I fundarbyrjun var gerð grein fyrir
þróun gatnagerðar með olíubundn-
um slitlögum á nokkrum stöðum eða í
tilteknum landshlutum:
Hallgrímur Axelsson, bæjarverk-
fræðingur á Isafirði, sagði frá ástandi
þessara mála á Isafirði og á Vest-
fjörðum,
Vlðar Aðalsteinsson, tæknifræðingur,
sagði frá gatnagerð í Vestmanna-
eyjum og endurbyggingu gatna-
kerfisins þar að loknu gosi,
Vilhjálmur Grímsson, bæjartækni-
fræðingur, sagði frá gatnagerð i
Keflavík,
Þórarinn Magnússon, fv. bæjarverk-
fræðingur i Neskaupstað, sagði frá
gatnagerð á Austurlandi á síðustu
árum og
Ólafur Gunnarsson, bæjarverkfræð-
ingur í Kópavogi, sagði frá gatnagerð
þar.
Jón Rögnvaldsson, verkfræðingur,
skýrði frá reynslu Vegagerðar ríkisins
af ýmsum tilraunaköflum, sem lagðir
hafa verið til þess að reyna ýmsar
efnistegundir og blöndunarhlutföll
við gerð slitlagsefna.
Stefán Hermannsson, yfirverkfr. hjá
Reykjavíkurborg, ræddi m. a. um
mismunandi eiginleika ýmissa gerða
malbiks og þróun i notkun þessara
efna annars staðar á Norðurlöndum.
Asbjörn Jóhannesson, verkfr. hjá
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins, flutti erindi um rann-
sóknir á olíumöl, malbiki og þeim
efnum, sem til þeirrar framleiðslu eru
notuð.
1 fundarlok var þátttakendum
boðið að líta á malbikunarstöð
Rcykjavíkurborgar og rannsóknarað-
stöðu R. b. á þessum efnum.
Æskilegt væri að gera því efni og
þeim upplýsingum, sem fram komu á
fundinum ítarleg skil. Stjórn SATS
hefur hug á að taka saman og fjöl-
falda þau erindi, sem þarna voru flutt
og hafa þau tiltæk þeim, sem áhuga
hafa á þessum málum. Því er ekki
talin ástæða til að tíunda einstök
atriði hér — enda málið langt, ef út í
það yrði farið.
Tvö atriði langar mig þó til að geta
um hér af öllu því, sem á góma bar —
en það er i fyrsta lagi, hve almennt
það virðist vera að leggja talsverða
vinnu í að skilgreina hina ýmsu þætti,
sem tilheyra gatnagerðinni, t. d. legu
og form götunnar, fjölda niðurfalla,
þykkt burðarlags o. þ. h., en lítið eða
ekkert sagt um gerð og uppbyggingu
slitlagsins.
1 annan stað virðist sem þörf sé á að
aulía bæði forrannsóknir og fram-
leiðslueftirlit með þessum efnum og
nauðsynlegt, að eftirlitskerfið sé tvö-
falt, þ. e. bæði eigið eftirlit framleið-
anda og annars rannsóknaraðila, svo
að unnt sé að bera hliðstæðar niður-
stöður saman. Lítils háttar mistök hér
geta haft víðtækar afleiðingar — eins
og dæmin sanna.
Sérstakur gestur stjórnarinnar á
þessum fundi var Unnar Stefánsson,
ritstjóri Sveitarstjórnarmála. I
fundarlok ávarpaði Unnar fundar-
menn og kom hann á framfæri
áhyggjum umferðaryfirvalda vegna
tiðra slysa I umferðinni í seinni tíð.
Bað ritstjórinn viðstadda að hugleiða
það mál og hugsanlega leggja fram
hugmyndir, sem gætu bætt ástandið í
þessum efnum. Stjórn félagsins hefur
nú til athugunar að gera þessum
málaflokki skil á næsta fundi félags-
ins.
Vilhjálmur Grímsson,
bæjartæknifræðingur,
Keflavík.
SVEITARSTJÓRNARMAL