Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 32
IBÚAFJÚLDI f HAFNARFIRÐI
1.DESEMBER 1976:11724
KARLAR 5881 KONUR 5843
Og þannig hafði reyndar lengi verið. Þéttbýlisþróun
í nútímaskilningi hófst um síðustu aldamót hér-
lendis, og þá þegar var Reykjavík komin með um-
talsvert forskot fram yfir alla aðra þéttbýlisstaði á
landinu. Saga þessa forskots hefur ekki verið sögð
nema að hluta. Það er heillandi viðfangsefni, sem
vert væri að gera skil við annað tækifæri, en rúmast
ekki í þessari hugleiðingu.
Kg mun því snúa mér að hinum enda sögunnar,
síðasta aldarfjórðungi, þegar forskot Reykjavíkur
hefur minnkað mjög verulega. Hinn 1. desember
1977 eru á höfuðborgarsvæðinu nær 119 þúsund
manns. Reykvíkingar eru 83.887 talsins eða um 71%
þar af (sjá töflu á bls. 135). Reykjavík er enn
stórveldþen hún erekki lengurein í heiminum. Hún
hefur fengið upp að sér hverja byggðina á fætur
annarri, sem hver um sig telur frá 2 upp í 12 þúsund
íbúa. Þessar byggðir hafa verið í örum vexti, en
íbúaþróun Reykjavíkur hefur verið kyrrstæð í hálfan
áratug. Það er þó að vissu leyti blekking að orða
þetta svo vegna þess að höfuðborgarsvæðið er ein
lifandi heild, sem verður að fá að þróast og þroskast
án þess að þeim jjroska séu settar hömlur úreltra
sveitarfélagamarka. Og þá kem ég aftur að upphafi
máls míns. Eg sagði, að stofnun SSH hefði verið einn
merkasti viðburðurinn á þessum 4 árum. Með því á
ég við, að í stofnsetningu samtakanna felist viður-
kenning þess, sem raunar allir vissu, að sveitarfélögin
á þessu svæði verða að koma á skipulegu samstarfi í
samræmi við þau nánu tengsl og samskipti, sem eiga
sér stað milli íbúa þessara byggðarlaga. I þessari
viðurkenningu felst mikilvægt skref, jafnvel þótt
framkvæmdin sé fátækleg, enn sem komið er. f 2. gr.
samþykkta fyrir SSH segir, að tilgangur þeirra sé að
beita sér fyrir samstarfi um þróun byggðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu og vinna að öðrum sameigin-
legum hagsmunamálum sveitarfélaganna. Þessi
samþykkt er þannig geysivíðfeðm, jafnvel þótt hún
hafi reynzt nafnið tómt fram til þessa.
Á hverju strandar
sameiginleg skipulagsstofnun?
En hvað er það þá, sem veldur, að stóru sveitarfé-
lögin, grónu sveitarfélögin, Hafnarfjörður og
Reykjavík um fram allt, hika við að efla og formfesta
þetta samstarf? Sumir hafa gert sér ! hugarlund, að
skipulagsstofnun sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu yrði algerlega í vasa Reykvíkinga, sem þar
af leiðandi væru hinir einu, sem engan fyrirvara
þyrftu að hafa á stofnun hennar. En málið er ekki
svo einfalt. Ég þykist vita, að smærri sveitarfélögin
sjái fyrir sér í stofnuninni lausn á ýmsum smærri
daglegum vandamálum af deiliskipulagstagi, sem
þau hafa af eðlilegum orsökum ekki mannafla til að
sinna. Reykjavík þarf hins vegar ekki á neinu slíku
að halda; hún hefur sína skipulagsskrifstofu og Þró-
unarstofnun. Stofnun skipulagsskrifstofu höfuð-
borgarsvæðisins hefur óhjákvæmilega í för með sér
töluverða röskun á gróinni starfsemi i stjórnkerfi
borgarinnar, en hjá hinum sveitarstjórnunum tákn-
ar hún fyrst og fremst aukið hagræði. Svo er enda
SVEITARSTJÓRNARMÁL