Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 44
ára áætlana um hafnargerðir í land- inu og treysti því, að fjármagn yrði á fjárlögum hverju sinni i samræmi við slíkar áætlanir. Hagkvæmari strandflutningar Fundurinn lýsti stuðningi við framkomnar tillögur um nýja skipan strandflutninga á vegum Skipaút- gerðar rikisins og beindi þeim til- mælum til samgönguráðuneytisins, að það láti kanna, hvernig hag- kvæmast verði að einfalda gjaldtökur og afgreiðsluhætti og draga úr skrif- finnsku við strandflutninga, þannig að unnt verði að bjóða upp á hag- kvæmari þjónustu en nú á sér stað. Varnir gegn olíumengun Fundurinn lýsti yfir áhuga sínum á því, að í höfnum landsins væri til einfaldur búnaður til þess að veita móttöku olíusora eða olíuúrgangi frá skipum og lagði áherzlu á, að olíu- félögin annist móttöku, brottflutning og eyðingu eða aðra meðhöndlun olíusorans. Var þvi beint til Siglinga- málastofnunar, að hún hefði for- göngu um að koma á slíkri skipan í samráði við rétta aðila. Lögð var áherzla á, að olíufélögin eigi sem við- ast búnað og viðurkennd efni, sem að gagni mega koma i baráttu við oliu- mengun. Þvi var beint til siglingamálastjóra, að haldið yrði námskeið 1 vörnum gegn oliumengun ætlað starfsmönn- um hafna. Athugun á innheimtu- fyrirkomulagi Fundurinn samþykkti að fela stjórn Hafnasambandsins að kanna, á hvern hátt sé unnt að tryggja inn- heimtu hafnargjalda betur en nú er, t. d. með veðsetningu afla eða við sölu afurða. Óbreytt stjórn Stjórn Hafnasambandsins var á fundinum endurkjörin til eins árs. f henni eru Gunnar B. Guðmundsson, Reykjavík, formaður; Bolli Kjartans- son, ísafirði; Sigurður Hjaltason, Höfn í Hornafirði; Haukur Harðar- son, Húsavik og Alexander Stefáns- son, tilnefndur af stjórn Sambands islenzkra sveitarfélaga. f varastjórn eru Alfreð G. Alfreðs- son, Sandgerði; Tryggvi Gunnarsson, Akureyri; Hörður Þórhallsson, Reyðarfirði; Magnús Oddsson, Akranesi og Guðmundur B. Jónsson, Bolungarvík, tilnefndur af stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Endurskoðendur Hafnasambands- ins eru Guðmundur J. Guðmundsson í Reykjavik og Þór Hagalín á Eyrar- bakka. Að kvöldi fyrri fundardagsins bauð bæjarstjórn og hafnarstjórn Húsavik- ur fundarmönnum til kvöldverðar og samgönguráðuneytið hafði móttöku. HAFNIR SELJI SKIPUNUM RAFMAGN Á ársfundi Hafnasambandsins á Húsavik var svofelld tillaga sam- þykkt um rafmagnssölu til skipa: Áttundi ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga minnir á nauðsyn þess, að hafnirnar komi upp aðstöðu vegna raforkusölu til skipa'og sam- þykkir að skora á Hafnamálastofnun að gera samræmda tillögu að raf- búnaði á hafnarsvæðum, sem Raf- magnseftirlit rikisins samþykkir með reglugerð. Fundurinn samþykkir að skora á stjórnvöld að fella niður að- flutningsgjöld og söluskatt á efni til rafvæðingar hafnarsvæða. Ennfremur leggur fundurinn til, að stjórn Hafnasambandsins taki upp viðræð- ur við stjórn Sambands íslenzkra raf- veitna um sölufyrirkomulag og raf- væðingu hafna. Fundurinn skorar á stjórnvöld að fella niður söluskatt og verðjöfnunar- gjald af raforku til skipa. Einnig að gefin verði út skirteini af siglinga- málastjóra, sem upplýsi, hvort tengja megi skip úr landi. Með tillögunni fylgdi svofelld greinargerð: Skip framleiða rafmagn til eigin nota með vélum, sem fluttar eru inn án greiðslu aðflutningsgjalda og brenna við það erlendu eldsneyti. Mikið hagræði er í því, ef skip eru tengd rafmagni úr landi, bæði til viðgerða og hitunar, auk þess sem ákvæði eru í kjarasamningum um, að ljósavélar mega ekki vera í gangi, þegar við- gerðir fara fram í vélarúmi sökum hávaða. Þá skal á það bent, að raf- magn til húsahitunar er ekki sölu- skattsskylt. Til þess að rafmagn úr landi verði samkeppnisfært við þessar aðstæður og rafveitur og hafnir fái sinn kostnað greiddan er nauðsynlegt, að aðflutn- ingsgjöld og söluskattur verði afnum- inn svo sem tillagan gerir ráð fyrir. Loks skal á það bent, að hér er um verulegan gjaldeyrissparnað að ræða. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.