Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 44
ára áætlana um hafnargerðir í land-
inu og treysti því, að fjármagn yrði á
fjárlögum hverju sinni i samræmi við
slíkar áætlanir.
Hagkvæmari
strandflutningar
Fundurinn lýsti stuðningi við
framkomnar tillögur um nýja skipan
strandflutninga á vegum Skipaút-
gerðar rikisins og beindi þeim til-
mælum til samgönguráðuneytisins,
að það láti kanna, hvernig hag-
kvæmast verði að einfalda gjaldtökur
og afgreiðsluhætti og draga úr skrif-
finnsku við strandflutninga, þannig
að unnt verði að bjóða upp á hag-
kvæmari þjónustu en nú á sér stað.
Varnir gegn
olíumengun
Fundurinn lýsti yfir áhuga sínum á
því, að í höfnum landsins væri til
einfaldur búnaður til þess að veita
móttöku olíusora eða olíuúrgangi frá
skipum og lagði áherzlu á, að olíu-
félögin annist móttöku, brottflutning
og eyðingu eða aðra meðhöndlun
olíusorans. Var þvi beint til Siglinga-
málastofnunar, að hún hefði for-
göngu um að koma á slíkri skipan í
samráði við rétta aðila. Lögð var
áherzla á, að olíufélögin eigi sem við-
ast búnað og viðurkennd efni, sem að
gagni mega koma i baráttu við oliu-
mengun.
Þvi var beint til siglingamálastjóra,
að haldið yrði námskeið 1 vörnum
gegn oliumengun ætlað starfsmönn-
um hafna.
Athugun á innheimtu-
fyrirkomulagi
Fundurinn samþykkti að fela
stjórn Hafnasambandsins að kanna, á
hvern hátt sé unnt að tryggja inn-
heimtu hafnargjalda betur en nú er, t.
d. með veðsetningu afla eða við sölu
afurða.
Óbreytt stjórn
Stjórn Hafnasambandsins var á
fundinum endurkjörin til eins árs. f
henni eru Gunnar B. Guðmundsson,
Reykjavík, formaður; Bolli Kjartans-
son, ísafirði; Sigurður Hjaltason,
Höfn í Hornafirði; Haukur Harðar-
son, Húsavik og Alexander Stefáns-
son, tilnefndur af stjórn Sambands
islenzkra sveitarfélaga.
f varastjórn eru Alfreð G. Alfreðs-
son, Sandgerði; Tryggvi Gunnarsson,
Akureyri; Hörður Þórhallsson,
Reyðarfirði; Magnús Oddsson,
Akranesi og Guðmundur B. Jónsson,
Bolungarvík, tilnefndur af stjórn
Sambands íslenzkra sveitarfélaga.
Endurskoðendur Hafnasambands-
ins eru Guðmundur J. Guðmundsson
í Reykjavik og Þór Hagalín á Eyrar-
bakka.
Að kvöldi fyrri fundardagsins bauð
bæjarstjórn og hafnarstjórn Húsavik-
ur fundarmönnum til kvöldverðar og
samgönguráðuneytið hafði móttöku.
HAFNIR SELJI
SKIPUNUM RAFMAGN
Á ársfundi Hafnasambandsins á
Húsavik var svofelld tillaga sam-
þykkt um rafmagnssölu til skipa:
Áttundi ársfundur Hafnasam-
bands sveitarfélaga minnir á nauðsyn
þess, að hafnirnar komi upp aðstöðu
vegna raforkusölu til skipa'og sam-
þykkir að skora á Hafnamálastofnun
að gera samræmda tillögu að raf-
búnaði á hafnarsvæðum, sem Raf-
magnseftirlit rikisins samþykkir með
reglugerð. Fundurinn samþykkir að
skora á stjórnvöld að fella niður að-
flutningsgjöld og söluskatt á efni til
rafvæðingar hafnarsvæða. Ennfremur
leggur fundurinn til, að stjórn
Hafnasambandsins taki upp viðræð-
ur við stjórn Sambands íslenzkra raf-
veitna um sölufyrirkomulag og raf-
væðingu hafna.
Fundurinn skorar á stjórnvöld að
fella niður söluskatt og verðjöfnunar-
gjald af raforku til skipa. Einnig að
gefin verði út skirteini af siglinga-
málastjóra, sem upplýsi, hvort tengja
megi skip úr landi.
Með tillögunni fylgdi svofelld
greinargerð:
Skip framleiða rafmagn til eigin
nota með vélum, sem fluttar eru inn án
greiðslu aðflutningsgjalda og brenna
við það erlendu eldsneyti. Mikið
hagræði er í því, ef skip eru tengd
rafmagni úr landi, bæði til viðgerða
og hitunar, auk þess sem ákvæði eru í
kjarasamningum um, að ljósavélar
mega ekki vera í gangi, þegar við-
gerðir fara fram í vélarúmi sökum
hávaða. Þá skal á það bent, að raf-
magn til húsahitunar er ekki sölu-
skattsskylt.
Til þess að rafmagn úr landi verði
samkeppnisfært við þessar aðstæður
og rafveitur og hafnir fái sinn kostnað
greiddan er nauðsynlegt, að aðflutn-
ingsgjöld og söluskattur verði afnum-
inn svo sem tillagan gerir ráð fyrir.
Loks skal á það bent, að hér er um
verulegan gjaldeyrissparnað að ræða.
SVEITARSTJÓRNARMÁL