Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 9
Eignarhluú ríkissjóðs skal vera 40%. Eignarhlular
Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurhrepps, Gerðahrepps,
Miðneshrepps, Hafnahrepps, Grindavíkurkaupstaðar og
Valnsleysuslrandarhrepps skulu samlals nema 60%. Eign-
arhlutdeild sveitarfélaganna sjö skiptist innbyrðis í hlutfalli
við íbúatölu þeirra 1. des. 1974.
í 5. gr. sömu laga segir ennfremur:
Sameignaraðilar að Hitaveitu Suðurnesja leggja fram
stofnframlag 50 milljónir kr., sem skiptist milli aðila í
hlutföllum þeim, er um getur í 2. gr. 1 framlagi eignaraðila
skulu talin verðmœti þau, sem um rceðir í 4. gr.
menn og jafnmarga til vara. Stjórnarmenn skulu
skipaðir til þriggja ára í senn.
Fyrsti stjórnarfundur Hitaveitunnar var haldinn
13. febrúar árið 1975 í Þórshamri. Stjórnarmenn
voru Alfreð Alfreðsson, sveitarstjóri í Sandgerði, Ei-
ríkur Alexandersson, bæjarstjóri í Grindavík, og Jó-
hann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík, af hálfu
sveitarfélaganna, Ólafur G. Einarsson, alþm., til-
nefndur af fjármálaráðherra og Þóroddur Th. Sig-
urðsson, vatnsveitustjóri, tilnefndur af iðnaðarráð-
herra. Stjórnin skipti með sér verkum þannig, að
Frá fyrsta fundi stjórnar Hitaveitu Suðurnesja 13. febrúar 1975 ásamt varamönnum í stjórn, ráðherrum og fleirum. Á
myndlnnl eru, talið frá vinstri: Guðmundur Hauksson, sveltarstjórl í Vatnsleysustrandarhreppi; Alfreð G. Alfreðsson,
sveltarstjóri í Sandgerðl; Árni Árnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri;
Ólafur G. Einarsson, alþingism.; Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra; Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra; Jóhann
Einvarðsson, bæjarstj. í Keflavík; Eiríkur Alexandersson, bæjarstj. í Grindavík; Albert K. Sanders, bæjarstj. í Njarðvík og
Haraldur Gíslason, sveltarstjóri í Gerðum.
Innbyrðis eignaskipting eignaraðila reyndist skv.
framansögðu vera eftirfarandi:
Ríkissjóður
Keflavíkurkaupst.
Njarðvíkurkaupst.
Grindavíkurkaupst.
Miðneshreppur
Gerðahreppur
Vatnsleysustrandarhr.
Hafnahreppur
% Kr.
40,00 20.000.000.00
31,04 15.520.000.00
8,70 4.350.000.00
8,11 4.057.000.00
5,55 2.776.000.00
3,76 1.878.000.00
2,13 1.065.000.00
0,71 354.000.00
Samtals 100,00 50.000.000.00
Stjórn Hitaveitu Suðurnesja skipa 5 menn. Iðn-
aðarráðherra og fjármálaráðherra skipa hvor einn
fulltrúa í stjórnina og einn til vara. Sveitarfélög þau,
sem aðilar eru að fyrirtækinu, skipa þrjá stjórnar-
Jóhann Einvarðsson var kosinn formaður, Ólafur G.
Einarsson varaformaður og Eiríkur Alexandersson
ritari.
Rannsóknir Orkustofnunar
Víkjum nú aftur að rannsóknum Orkustofnunar á
Svartsengissvæðinu. I janúar 1973 hafði Orkustofn-
un lagt fram frumáætlun um varmaveitu frá
Svartsengi, eins og áður segir. I framhaldi af þeirri
áætlun voru boraðar tvær holur til viðbótar, en þær
voru 1500 og 1715 m djúpar. Ekki breyttu þessar
holur hugmyndum um svæðið, en staðfestu hins
vegar fyrri ályktanir um, að hér væri mikil orka til
staðar og næg til upphitunar fyrir öll byggðarlög á
Suðurnesjum. Það var hins vegar ljóst, að ekki var
unnt að nýta vatnið beint úr holunum vegna seltu og
SVEITARSTJÖRNARMÁL